Vísir - 22.06.1961, Qupperneq 4
4
VlSlR
í'immtudagur 22. júní 1961
. ... .. .- \ -
Að heyra börnin tala
ísienzku.
Rabbað við Gunnar Matthíasson
nýkominn frá Los Angeles.
ingur, frá Skarði í Fnjóska-
dal. Hann lærði reyndar í
Svíþjóð. Svo hélt hann vest-
ur og settist að hjá okkur.
Hann er nú, eiginlega upp-
finningamaður og má, held
ég, nokkurs af honum
vænta. Hann er búinn að
opna verkfræðiskrifstofu í
Los Angeles koma saman á
ing hans sér bráðlega dags-
ins ljós. Hann hefur fundið
upp bátavél, sem á að vera
sparneytnari og fyrirferðar-
Það vildi svo til, þegar
átti að fara að undirbúa við-
tal dagsins, að mér barst
frétt um það, að Gunnar
Matthíasson væri kominn í
bæinn. Ég lét ekki segja
mér það tvisvar heldur
venti mínu kvæði í kross,
tók til fótanna og kvaddi
dyra á Fjólugötu, þar sem
Gunnar dvelst.
Sem mér var boðið til
stofu spratt Gunnar upp
stór og spengilegur, svo eng-
inn ókunnugur hefði gizkað
á réttan aldur mannsins, og
tók svo til orða:
— Æ, komdu ætíð sæll og
blessaður, nafni minn, þú
ert sama unglambið og hef-
ur ekkert breytzt.
.— Velkominn til fslands,
og nú tókstu' af mér orðið.
Ég ætlaði einmitt að fara að
segja við þig: Hvað er þetta,
þú ert alltaf eins. Hvað ertu
orðinn gamall?
— Minntu ekki á það,
kæri. Orðinn 78 ára og 63
ár síðan ég flaug burt úr
hreiðrinu, 15 ára strákurinn.
Ég hótaði því víst síðast, að
þetta væri í síðasta sinn,
sem ég kæmi heim. Það var
farið svo vel með mig, að
ég var marga mánuði að ná
mér eftir að ég kom heim
til konunnar. En hér er ég
og get ekki annað.
Þess gerist ekki þörf að
kynna Gunnar Matthíasson,
vinirnir myndu móðgast og
þeir eru mýmargir. Og út-
varpshlustendum er síðast í
fersku minni útvarpsþáttur-
inn „Spurt og spjallað“ í
vor, þar sem Gunnar var
einn þátttakendanna, en
þátturinn var tekinn upp í
Los Angeles í Kaliforniu.
Þar hefur Gunnar búið þrjá
áratugi og eiga íslenzkir
stúdentar í Los Angeles ó-
taldar minningar gleði-
stunda á heimili Gúnnars og
Guðnýjar. Margt er af því
frásagnarvert, en ekki hægt
að sinni, því að við hittum'
Gunnar sem snöggvast, að
máli og segjum aðeins helztu
tíðindi hans.
— Eru einhverjir íslenzk-
ir stúdentar við nám í Los
Angeles?
— Ég held bara, að þeir
séu engir um þessar mundir.
— Félagið ykkar íslend-
Gunnar Mattliíasson.
inganna er þó í góðu gengi?
— Ég veit varla hvað ég
á að segja um það, Ætíð er
það þó til enn þann dag í
dag, og við erum nýbúin að
fá góðan formann, Óla Bach-
mann, sem kom til okkar
fyrir fáum árum. Hann tók
við formennsku í félaginu,
eftir Sumarliða Svainsson á
Long Beach, sem lézt í vrt-
ur. Óli lærði vélfræði í
Minneapolis og settist að í
Los Angeles. Hann á móðui
á lífi, Guðlaugu Narfadótt-
ur,, sem er kunn kona hér.
Það eru þó nokkrir fundir í
félaginu á ári, og alténd
tvær skemmtanir, sem við
þurfum ekki að skammast
okkar fyrir, 17. júní og á
gamlaárskvöld. En okkur
fer ört fækkandi, gömlu ís-
lendingunum, og langt á
milli bæja, byggðin er svo
dreifð í þessari stóru borg.
Mér leiðist, hve sjaldan það
kemur fyrir, að ég hitti fs-
lendinga til að tala við á
okkar máli.
— Er samt ekki eitthvað
um flutninga að ræða til Los
Angeles frá íslandsbyggð-
um?
— Flestir þeir fslending-
ar, sem flytjast frá gömlu
byggðunum í Ameríku, fara
til Vancouver eða Seattle.
En fslendingar héðan heim-
an hafa nokkuð margir
komið til að stunda atvinnu
síðustu árin, og ungar eigin-
konur amerískra manna í
Los Angeles koma saman í
landafagnað reglulega. Af
nýjum landnemum, ef svo
\
• • • • •
má orða það, sem tekið hafa
búsetu í Los Angeles seinni
árin, eru ýmsir sérmennt-
aðir menn. Mér dettur í hug
Einar Jónsson vélaverkfræð
minni en áður þekktar vél-
ar með sama afli. Frum-
vélin er nú í smíðum hjá
verksmiðju í San Fransisco,
og fer Einar milli borganna
til skrafs og-ráðagerða ann-
að veifið. Smíðinni verður
lokið eftir nokkra mánuði.
Kona Einars heitir Hildur
og er dóttir Barða heitins
Guðmundssonar og Theresíu
veðurstofustjóra. — Annar
verkfræðingur var nýflutt-
ilr til Los Angeles, þegar ég
lagði af stað hingað, Þor-
björn Karlsson, sem hér
hefur unnið hjá Jarðborun-
um ríkisins. Mér þykir þetta
nokkuð ískyggilegt, hve
verkfræðimenntaðir menn
leita burt af íslandi.
Ekki gefst mikið tóm til
að tala við Gunnar að sinni.
Síminn hringir annað veifið,
vinir að bjóða honum heim,
og hann stendur hér aðeins
við til helgar að sinni. Fer
þá norður á Akureyri til að
vera við einhvers konar at-
höfn í safni föður síns,
Framh. á 7. síðu.
Dnglingar í skóla
á Norðurlöndum.
Gunnar Thoroddsen endurkjörinn formaður
Norræna félagsins
í sumar dvelja 37 íslenzkir
unglingar í skoluni á Norður-
löndum og 30 kennarar fara í
tveggja vikna ókeypis dvöl í
Danmörku fyrir tilstuðlan nor-
rænu félaganna, að því er upp-
lýst var á aðalfundi Norræna
félagsins í Reykjavík, sem
haldinn var í Tjarnarcafé 12.
júní sl.
Formaður félagsins, Gunnar
Thoroddsen fjármálaráðherra
setti fundinn og stjórnaði hon-
um. Gjaldkerinn, frú Arnheið-
ur Jónsdóttir, las upp reikn-
inga og voru þeir samþykktir.
Framkvæmdastjóri, Magnús
Gíslason námsstjóri, flutti
skýrslu um starfið á liðnu ári.
Eins og gerist 5. hvert ár, var
haldinn fulltrúafundur Nor-
rænu félaganna í Reykjavík nú
síðast og um leið í fyrsta sinn
sambandsþing fulltrúaráðs Nor
ræna félagsins, en það eru
stjórn félagsins í Reykjavík og
einn fulltrúi frá hverri af 22
félagsdeildum. Fyrirgreiðslu
hefir félagið veitt mikla í sam-
bandi við ferðalög milli land-
anna og í sambandi við vina-
bæi. Flestir kaupstaðir landsins
hafa tekið upp vinabæjatengsl
fyrir atbeina Norræna félags-
ins. Þá er að nefna útvegun á
ódýrri eða ókeypis skólavist
fyrir íslenzka nemendur í lýð-
háskólum og búnaðarskólum.
Fóru 48 til Svíþjóðar, 34 til
Danmerkur, 7 til Noregs og 3
til Finnlands. Þrír nemendur
frá Norðurlöndum dvöldust hér
í vetur og fengu ókeypis skóla-
vist á Laugarvatni fyrir at-
beina Norræna félagsins.
Rit félagsins, Norræn tiðindi,
hefir komið út í 2 heftum sl.
fimm ár. Félagsmönnum fjölg-
aði um rúmlega 200 á árinu;
eru nú um 2500. Var þeim send,
auk félagsrits, gjafabók, „Nord-
kalotten“, myndskreytt rit um
Lappland. Styrktarfélagar eru
110 og hafa styrkt félagið
drjúgum með framlagi sínu.
Formaður var endurkjörinn
einróma Gunnar Thoroddsen.
Þrír meðstjórnendur áttu að
ganga úr stjórninin, en voru
allir endurkjörnir, þeir Páll ís-
ólfsson, Sveinn Ásgeirsson og
Thorolf Smith. Önnur í stjórn
eru Arnheiður Jónsdóttir, Sig-
urður Magnússon og Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason.
Sextéu ntanns úr
Naregsreisn.
Skógræktarfélag íslands hélt
fund með blaðamönnum í gær-
morgun í tilefni af heimkomu
Noregsfara. í förinni tóku þátt
60 manns, fólk á öllum aldri,
úr öllum stéttum og úr vel-
ílestum landshlutum. Er þetta
í 5. skipti, sem slíkur hópur
fer utan, og hafa þá um 230
manns farið til Noregs á veg-
um Skógræktarfélagsins. Mun
láta nærri að álíka fjöldi af
Norðmönnum hafi komið hing-
að til lands 1 sömu erindagerð-
um.
Fararstjóri hópsins var Jón
Helgason stórkaupmaður og
skýrði hann í fáum orðum frá
gangi fararinnar og tilhögun.
Utan fór hópurinn 31. maí og
dvaldi því ytra í 12 daga. Var
honum skipt í fjóra staði, alla
í hinum sögufrægu fjörðum á
Sunnmæri og Raumudal. Dvöl-
in tók 12 daga og var um helm-
ing þess tíma varið til gróður-
setningar, en þess á milli var
hópnum sýnt allt það fegursta
í náttúru Noregs. Til fróðleiks
gat Jón þess, að á þeim slóð-
um, sem hópurinn dvaldi nú,
var vart tré sjáanlegt um og
eftir síðustu aldamót. Nú er|u
þar allar hlíðar skógi vaxnar
og flest hús byggð úr þeim
trjáviði, sem forfeður íbúanna
gróðursettu fyrir sextíu árum.
í heild hafa Norðmenn lagt
mikla áherzlu á skógrækt og
lætur nærri að um 100 mill-
jónir plantna séu gróðursettar
ár hvert í Noregi.
Ferðir þessar eru þátttakend-
um öllum og íslenzkri skóg-
rækt til mikils gagns. í þeim
kynnast þátttakendurnir að-
stæðum og starfinu ytra og fá
aukinn áhuga fyrir skógrækt-
inni hér heima. Auk þess, sem
þúsúndir trjáplantna eru gróð-
ursettar, kynnist fólkið þar
landi og siðum og eykur þett.a
allt mjög á samvinnu land-
anna.
Slíkt lífrænt samband hlýtur
að vera þýðingarmikið fyrir
okkar litlu þjóð.