Vísir - 11.07.1961, Page 1

Vísir - 11.07.1961, Page 1
7 VISIR Reykvíkingur nærri drukknaður nyrira. Datt í höfnina á Akureyri og lengi heyrði enginn til hans. Á sunnudaginn var dagur gerð af sprengjuþotu, sem er þó ekki staðfest af sovózk flughersins haldinn hátíð- þá var sýnd ásamt fylgiþot- um yfirvöldum. Flugsýning- Iegur skammt frá Moskvu, um af orustuvélagerð. Fregn in fór fram yfir Tosjinovelli og er hér inynd af nýrri ir herma, að þota þessi fari nærri Moskvu. (AP-mynd liraðar en hljóðið, en það með einkarétti). Akureyri í morgun. Kaupsýslumaður úr Reykja- vík var hætt kominn hér í höfninni í nótt, og munaði liltu, að hann drukknaði. Maður þessi var nokkuð við skál, þegar hann gekk niður að höfninni um miðnætti. Var hann einn á ferð og hélt út á Torfunefsbryggju. Ranglaði hann um bryggjuna, en missti þá allt í einu jafnvægið og steyptist í sjóinn. Einhvern veginn tókst honum að komast að bryggjunni, og þar gat hann haldið sér í stólpa, en enginn heyrði lengi vel til hans, þegar ahnn kallaði á hjálp, enda fá- farið við höfnina um þetta leyti sólarhringisns. Loks varð þó gangandi vegfarandi þess var, hvernig komið var, og tókst honum að ná manninum upp á bryggjuna, þótt erfitt væri. Var Reykvíkingurinn orðinn allþjakaður og kaldur, svo að hann var máttfarinn nokkuð og þungur á sér. Frægasti sýningar- gripurinn Gagarin kemur til London. Hinn heimsfrægi rússn- eski geimfari Júri Gagarin átti að lenda um hádegi í dag á Lundúnaflugvelli. Þetta er í fyrsta skipti sem hann sýnir sig á Vestur- löndum, ef frá er talin stutt heimsókn til Finnlands. — Eins og geta má nærn er komu hans beðið með mik- illi eftirvæntingu. Gagarin er ekki gestur ríkisstjórnar innar heldur kemur hann sem einskonar sýningar- gripur á stóra rússneska vörusýningu sem opnuð var í London á föstudaginn. Scotland Yard með varúðar- ráðstafanir Þar sem ekki er um opin- bera heimsókn að ræða mun enginn hinna æðstu manna Breta verða á flugvellinum til að taka á móti honum, heldur aðeins fulltrúi brezka flug- málaráðuneytisins. Þær raddir hafa heyrst í Bretlandi, að engri átt nái að ráðherra skuli ekki vera á flugvellinum til að taka á inóti geimfaranum. Framh. á 5. síðu. Grein fjár- málaráðherra. Fjármálaráðherra Gunnar Thoroddseri mun rita grein hér í blaðið á morgun um efnahagsmál. Ber greinin nafnið „Lánstraust þjóðar- innar endurvakið“. Island verðnr ail vera Endanleg ákvörðun um inngöngu í sameigin- lega markaðinn enn ekki tímabær. I ræðu sem Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra flutti um hádegið í dag í Verzlunarráði Islands gaf hann þá mikilvægu stefnuyfirlýsingu fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar, að ef Vestur-Evrópa rennur saman í eina viðskiptaheild, eins og nú eru horfur á, getum við ís- lendingar ekki staðið utan þeirrar heildar. Aðild Breta að Sam- markaðnum á dagskrá Þetta þýðir að ef frí- verzlunarbandalag sjöveld anna leysist upp og þau ríki gerast þátttakendur í saméiginlega markaðnum, þá mun Island einmg sækja þar um aðild. Ríkisstjórnin telur ekki tímabært fyrir íslendinga að taka ákvarðanir sínar í Ayub Khan, forseti Pakist- an, kom til London »' þriggja daga heimsókn s.l. föstudag, og sagði við komuna, að Pakistan væri því ekki mótfallið, að Bretland gerðist aðili að sam- tökum Sammarkaðslandanna sex. Hann sagði, að sér litist vel á það, ef Bretland stigi þetta skref. Eny leiðtogar í ýmsum öðrum samveldislöndum eru aðildinni andvígir. Þeirra með- al er Robert Menzies forsætis- ráðherra Ástralíu, sem hefur varað Sandys samveldisráð- herra við afleiðingunum. Að- ild Bretlands gæti haft hættu- legar stjórnmálalegar afleið- ingar innan samveldisins. Ind- landsstjórn hefur og miklar á- hyggjur af því, ef Bretland gerist aðili að samtökunum. Brezka stjórnin kynnir nú ríkisstjórnum samveldisland- anna afstöðu sína í málinu. Á fundi utanríkisráðherra sammarkaðslandanna sex 1 Rómaborg í gær var samþykkt, að óska eftir því, að brezka stjórnin tæki þátt í viðræðum við þau 1. næsta mánaðar um hinar stj órnmálalegu _ hliðar að- ildarinnar. Sambandslöndin eru öll sem kunnugt er í Vest? ur-Evrópu bandalaginu, svo og Bretland, og fara viðræðurnar fram innan vébanda þess. Sölusamningar ekki komnir á. Laust fyrir hádegi í dag skýrði Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri síldarútvegsnend ar, blaðinu frá því, að samning- ar við Rússa um sölu Norður- landssíldar, væru ekki komnir á, eins og fregnir blaðanna" hermdu. þessum efnum fyrr en í ljós kemur hver niðurstaðan verður af þeim tilraunum, sem nú er verið að gera til sameiningar bandalag- anna. Við hljótum að óska þess ein dregið að eiga aðild að viðræð- um um viðskipti um sjávaraf- urðir í sambandi við samein- ingu bandalaganna tveggja. Við getum ekki lagt á það of ríka áherzlu við vinaþjóðir okkar í Vestur-Evrópu að þær ákveði ekki framtíðarskipan á þeim viðskiptum án samráðs við okkur, sagði ráðherrann. Ráðherrann lagði áherzlu á, að ef slík yrði þróunin þá verð- um við jafnframt þátttöku að kappkosta að halda þeim mörk- uðum, sem við höfum nú ann- ars staðar og eru okkur hag- stæðir. í ræðu ráðherrans kom það skýrt fram, að við íslend- ingar höfum ekki efni á því, að standa utan við viðskiptaheild Evrópu. „Ef viðskiptatengsl pkkar rofna við þau ríki, sem ætíð hafa verið aðal viðskipta- lönd okkar og þar sem eru miklir framtíðarmarkaðir fyrir afurðir okkar, hlyti það að ha/a örlagaríkar afleiðingar fyrir efnahag okkar og lífskjör,“ Framh. á 16. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.