Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. júlí 1961 VÍSIR i v Vinskapur í dyraríkinu Fyrir nokkru varð dádýrs- kið viðskila við móður sína nærri flugvellinum við Dan- ville í Pennsylvaníu í Banda ríkjunum. Flugvallarstarfs- menn tóku einstæðinginn að sér og gerðu að heimaaln- ingi. Við það nutu þeir á- gætrar aðstoðar hvutta, sem á myndinni sést og heitir i,Onesey“, því að hann var alltaf fús til að hahla á pel- anum barnsins, þegar aðrir máttu ekki vera að því. Oft er um það talað, að hundur og köttur geti aldrei sézt án þess að til' tíðinda dragi, Þetta á ekki við um Ioðhundinn Skippy og kött- inn Rhubarb, sem hér sjást vera að leika sér. Annars er kötturinn miklu frægari en hundurinn, því að kisa hefir leikið í um 500 kvikmynd- um, og hefir á 14 árum unnið sér inn 250,000 dollara fyrir ciganda sinn. Síðast var hann með í mynd með Gene Kelly, sem heitir Gigot. Rhubarb er á 1000 dollara vikulaunum, meðan á mynda tökunni stendur! Það mun fátítt, að hundar velji sér vini meðal dýra merkurinnar, en þetta kom þó fyrir í Englandi nýlega, þar sem greifingi nokkur gerðist mjög fylgispakur við hund af Elsasskyni, og varð um síðir svo fylgispakur honum, að hann leyfði eig- endum hundsins að hand- sama sig og setja á sig háls- band. Og nú teymir hvutti vin sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.