Vísir - 11.07.1961, Page 4
4
V I S I R
Þriðjudagur 11. júlí 1961
Ungfrú Sahara
Kuwait - soldán sendir
nefnd til nágramta.
Einhver broftfltitningur
liðsveita Breta.
Hve gömul er myndlistin?
Réttara væri þó að spyrja hve-
nær menn hafi fyrst byrjað að
gera myndir af mönnum, dýr-
um og umhverfinu, því að í
fyrstu hefur það ekki verið
til ánægju einnar og listrænnar
nautnar, heldur verið nauðsyn
á einn eða annan hátt, vegna á-
trúnaðar, dýraveiða og. annars
er snerti daglegt líf. Og þó er
bezt að fullyrða ekki of mikið
um þetta. En svo mikið er víst,
að engin listgrein hefur eldri
sönnunargögn fyrir tilveru
sinni en myndlistin, og þarf þá
ekki að miða við myndagerð
eina saman, eða handverk án
listgildis.
Kunnugt er, á hve hátt þró-
unarstig kínversk teiknilist var
komin þegar á fyrstu öldum
tímatals vors. Og egypzk högg-
myndalist talar sínu máli um
háan aldur listrænnar menning-
ar, enda hefur hún staðizt bet-
ur tímans tönn en þau verk,
sem unnin voru úr viðkvæm-
ara efni. Allt hefur þetta átt sér
langa forsögu sem að mestu eða
öllu er ókunn.
Svo þegar hellarnir fundust
í Suður-Frakklandi og á Spáni,
t. d. Altamira, þá komu þættir
úr listasögu ísaldartímans í
Ijós. í þessum hellum er mikill
fjöldi mynda, sem ber vott um
mikla athyglisgáfu og listrænt
handbragð málaranna. Flestar
þessara mynda eru af dýrum
og má því setja þær í samband
við veiðiskap, en sú var trú
manna áður fyrr, og hefur
reyndar verið furðu lífseig, að
með því að gera mynd væri auð-
veldara að ná valdi'yfir því, sem
myndin var af. Milli myndar og
veruleika var eitthvert dular-
fullt samband. Svo er sagt, að
enn í dag séu frumstæðr þjóð-
flokkar í Afríku, sem ekki séu
öruggir í að gera greinarmun
á mynd og raunveruleika. Erf-
itt er að ákveða aldur.þessarar
myndgerðar í hellunum, en þó
hafa fróðir menn áætlað, að
hellarnir við Altamira séu um
12.000 ára og þar er að finna
ýmsar ágætar myndir, en
frönsku hellarnir séu allt að
30000 ára gamlir og er þá átt
við aldur myndanna. Þegar
hellar þessir fundust voru eldri
minjar um mannaverk ekki
kunnar. En síðar hafa fundizt
myndir, sem eru svo fornar, að
við ekkert er að styðjast við
aldursákvarðanir. Þær hafa
opnað örlitla sýn inn í ótrúleg-
an heim, sem erfitt er að átta
sig á og gefa hugmyndafluginu
því byr undir vængi.
Svo bar við árið 1933 að mað-
ur nokkur var á ferð á úlfalda
sínum langt suður í eyðimörk-
inni Sahara. Sá hann þá ein-
kennilegar myndir á kletta-
veggjum, sem komu honum
nokkuð undarlega fyrir sjónir
á þessum stað. Þessi fundur
vakti að sjálfsögðu forvitni
fræðimanna, en ýmissa orsaka
vegna, meðal annars heims-
tsyrjaldarinnar, var ekki mögu-
legt að athuga þetta nánar fyrr
en tveim áratugum síðar. Það er
fornfræðingurinn Henri Lhote
er aðallega hefir staðið fyrir
rannsóknarferðum til þessa
staðar, en ferðir bangað, og eigi
síður dvöl við erfið störf þar,
eru miklum erfiðleikum háðar
og hafa kostað miklar fórnir.
Eins og kunnugt er þá er ekk-
ert líf þarna að finna, ekkert
vatn né gróður, veðurfar og
loftslag næstum óþolandi og
miklar fjarlægðir til næstu
mannabústaða. Samt hefur ver-
ið unnið mikið að rannsóknum,
eftir því sem aðstæður hafa
leyft, en margar minjar eru
sandi orpnar og hefur hann að
vísu gert sitt til varðveizlu
þeirra.
Þarna er mikill fjöldi mynda
á klettaveggjunum og eru auð-
sjáanlega frá mörgum tímabil-
um, því málað er yfir eldri
myndir gg þá með öðrum hætti,
í öðrum stíl, svo að útlit er fyr-
ir að mismunandi þjóðflokkar
hafi haft þarna bólfestu, en allt
hefur þetta tekið ó'ralangan
tíma. Þarna má sjá stórar
nautahjarðir, en þó er ekki tal-
ið líklegt að myndirnar séu
gerðar í sambandi við veiði-
skap, eins og norðan Miðjarðar-
hafsins. Meira er þarna líka af
myndum af fólki og ólíku öll-
um þjóðflokkum, sem nú eru
blandið. Löng og ókunn saga
kunnir: Máske eru þessar
myndir ekki gerðar fyrst og
fremst í sambandi við öflun lífs-
viðurværig eða vegna átrúnað-
ar, heldur af innri þörf, alveg á
sama hátt og góð list verður
til enn í dag. En hve langt er
síðan þetta skeði? Á þeim tíma
hefur Sahara eyðimörkin verið
blómlegt land, stórar hjarðir
dýra hafa unað sér vel þar sem
gróður var mikill og loftslag
gott og mannfólkið eigi síður.
Svo hafa orðið mikil umskipti,
gróðurinn hvarf og allt líf dó'
út, ekkert varð eftir nema sand-
ur og klettar, en loft allt lævi
blandið. Löng og ókunn saga
var á enda. F.n ■nú/v-itum við þó
að þarna lifði fólk fyrir óra-
löngu síðan, og ástæðan er sú,
að það átti sína listamenn.
Þá hafa líka verið fagrar
konur í Sahara og ef við virð-
um fyrir okkur mynd af einni
þeirra, þá getum við látið okk-
ur í hug koma, að þetta hafi
verið fegurðardrottning síns
tíma því hafi þótt sjálfsagt,
að mynd hennar birtist á klett-
inum. Máske hefur hún átt að
fara utan til keppni, t. d. á ein-
hverjum Langasandi á: Atlant-
is, sem þá hefur verið ofansjáv-
ar, og ekki er ólíklegt að ung-
Soldáninn í Kuwait hefur á-
kveðið að senda nefnd manna
til Arabalanda til þess að gera
grein fyrir afstöðu landsins í
deilunni við Irak.
Sérfræðingar í olíu- og við-
Dregið í 7.
flokki H.N.I.
í gær, var dregið í 7. flokki
Happdrættis Háskóla íslands.
Dregnir voru 1100 vinningar að
fjárhæð 2.010.000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 200.000
krónur, koma á heilmiða númer
49,576. Var hann seldur í um-
boði Guðrúnar Ólafsdóttur.
Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar, í Reykjavík.
100.000 krónur komu á fjórð-
ungsmiða númer 17.191. Voru
þrír fjórðungar seldir í um-
boðinu í Vík í Mýrdal og einn
fjórðungur á Akranesi.
10.000 krónur: 6220 — 10404
— 12486 — 13406 — 14304 —
16156 — 19340 — 21353 —
21465 — 22488 — 22848 —
24586 — 25494 — 27248 —
38054 — 39221 — 41208 —
42276 — 43225 — 52306 —
52397 — 53707 — 54517 —
57574 — 58164 — 59950. —
(Birt án ábyrgðar).
frú Sahara, hafi verið hin á-
gætasta landkynning og þjóð
sinni til sóma. Eða var lista-
maðurinn bara ástfanginn og
málaði myndina af þeirri á-
stæðu? F.
skiptamálum eru einnig í
nefndinni, sem flýgur til Kairo
í dag.
Fréttamaður brezka útvarps-
ins segir, að fögnuðurinn yfir
stuðningi Arabaríkjanna í deil-
unni hafi dvínað, því að þau
séu ekki eins einhuga um að
styðja Kuwait og í fyrstu hafi
virzt. Segir hann, að tilkynn-
ingin um nefndina hafi ekki
komið óvænt.
Hafinn er takmarkaður
brottflutningur brezks her-
liðs frá Kuwait, tveggja her-
deilda, en meira verður ekki
flutt í bili. Varalið hefir tek-
ið við af brezku liði á landa-
mærunum, sem fær nú hvíld.
Sovétríkin beittu neitunar-
í 95. sinn á föstudag sl. í Or-
yggisráði, til þess að hindra
framgang brezkrar tillögu um
Kuwait — Gaitskell sagði um
þetta í gær, að beiting neitunar-
valds í Öryggisráðinu jafn-
gilti neitun Sovétríkjanna, að
hjálpa smáríki, sem innrás vof-
ir yfir frá stærra nágrannaríki.
Skaut á hljóðið...
Sam Houston í bænum Theo-
dore í Alabama-fylki skaut á
hljóð, sem hann heyrði frá
hænsahúsinu sínu að næturlagi
um daginn.
Hann hæfði í mark, því að
hann skaut ellefu ára gamlan
son sinn til bana. Drengurinn
hafði einnig heyrt grunsamlegt
hljóá frá hænsahúsinu og hafði
farið að athuga, hvað um væri
að vera.
Bezt að auglýsa í VÍSI
Götumynd úr Reykjavík
/