Vísir


Vísir - 11.07.1961, Qupperneq 7

Vísir - 11.07.1961, Qupperneq 7
Þriðjudagur 11. júlí 1961 V IS I R 7 Margt er ógert í Reykja- vík, slíkt er ekki að undrast, hitt er meira hvað mikið borgin og þeir sem hana hyggja eru búnir að gera. En það er líka margt hálf- gert í höfuðborginni, og það er verra, það spillir svip borgarinnar og leiðir í hug- ann illan grun um nokkra vöntun á festu í framkvæmd um. Sumt af því er þess eðlis að gestir sem gista borgina hljóta að undrast. Skal fátt eitt nefnt. Mikið hefir verið byggt af stórum fjölbýlishúsum hin seinni ár. Glæsileg hús, og innan veggja eru rúmgóðar bjartar íbúðir, mjög víða — jafnvel víðast -— búnar ný- tízku þægindum svo að af ber. Gamla fólkið, alið upp í torfbæjum og í harðgreip- um lífsbaráttunnar, hefir sannarlega ástæðu til þess að spyrja: „Veldur þú þessu Jón?“ En svarið verður víst: „Já“ — þeir valda þessu Jón- arnir mörgu. En það er ann- að sem eigendur hinna góðu íbúða í fjölbýlishúsunum viíðast ekki valda, eða gleyma að gera: Það er hörmung að sjá lóðirnar umhverfis mörg — allt of mörg — af hinum glæsilegu fjölbýlishúsum. Þær liggja víða í vanhirðu ár eftir ár, eins og mönnum sé það ekki ljóst að það er hluti af byggingu hússins og bygg- ingarkostnaði að gera lóð- inni til góða svo að hæfi hús- inu. Er eg horfi á hinar ó- hrjálegu lóðir verður mér að spyrja: Eru þeim sem hús byggja ekki sett nein skilyrði og reglur um frá- gang lóðanna frá hendi bæj- Hér til hliðar má sjá nokkrar myndir af samlyndi dýra, og svo fyllum við síð- una með mynd af dýri, sem gerzt hefir brotlegt við lög- in. Ljósmyndarinn „skaut“ Nikka, einn af þrem húnum í eigu Whipsmade-dýragarðs- ins í Bretlandi, þegar hann hafði gætt sér á mjólkur- dufti í pappaöskjum, sein liann hafði rifið upp. Hinir húnarnir voru vitanlcga í þessu með honuun, en þeir voru bara nógu slóttugir til að forða sér, þegar þeir urðu ljósmyndarans varir. Kalli frændi arins, sem lætur lóðirnar í té og veitir leyfi til að byggja á þeim? Það mun sjaldgæft í nágrannalöndunum að sjá vanrækslu af þessu tagi, hún er séreinkenni Reykjavíkur og ekki gott einkenni. Annað atriði á sviði bygg- ingarmála er engu betra — og dapurlegt á að líta: — Hálfbyggð hús eða ófullgerð. með þeim hætti að það virð- ist hafa verið gefizt upp í miðjum klíðum — eða jafn- vel stundum þegar ekki vantaði nema herzlumuninn. Tvö dæmi við höfnina: Hversu lengi eiga vinnu- pallarnir að standa við Hafnarhúsið sunnanvert? Þeir hafa staðið þar í nokk- uð mörg ár. Staurarnir, sem bera þá, eru mikil tré og traust, geta vafalaust staðið lengi. Það er farið að gróa gras upp með þeim á gang- stéttinni, en ekki er þetta nein borgarprýði, og ber ekki vott um festu né hag- sýni í framkvæmdum. Hvað eru liðin mörg ár síðan S.Í.S. hóf viðbyggingu eða stækkun á vöruhúsi sínu við höfnina? Það eru nokkuð mörg ár. Enn er verkinu ekki lokið, enn er húsið ó- frágengið og ófullgert eins og það var fyrir þremur ár- um. Hví svo? — er þetta leyfilegt, er það ekki í verkahring neinna bæjaryf- irvalda að ganga eftir því, að slíkum verkum sé lokið? Varla getur auraleysi verið um að kenna, svo mikil og margvísleg skilst mér að fjárfesting S.f.S. hafi verið á þeim árum sem liðin eru síð- an skilizt var við vöruhúsið í því ófremdarástandi sem það enn er, séð sem varan- legt mannvirki við höfnina. Vonlegt er það þótt ým- islegt sem gert er til bráða- birgða líti miður vel út, því verður að una. Hitt er verra og lítt viðunandi, að varan- leg og góð mannvirki standi árum saman ófullgerð, öll- um sem á líta til ama og höfuðborginni til vansa. 1. júlí 1961. Gestur. Bannað að fara til SV-Afríku. Bretar hafa bannað, að nc-.fnd frá Sameinuðu þjóðunum fari til Suðvestur-Afríku frá Bechu- analandi. Segir brezka stjórnin, að það væri ólöglegt framferði sem gæti haft óheppileg áhrif á ibúa Bechuanalands, sem Bretar bæru ábvreð á. 'Hendrik Ottósson ætti að taka suma fréttaþulina í tíma í fram- burði erlendra orða. Þótt þeir aldrei gætu náð þeim snilldarhljóðum, sem Hendrik framkallar við framburð afrí- kanskra nafna, þá gætu þeir samt lært margt, t. d. að bera fram Mosambique, sem þulur- inn las í gærkvöldi Moosam- bik-ke. Séra Gunnar Árnason talaði um daginn og veginn. Því mið- ur hefur séra Gunnar ekki góða útvarpsrödd, en erindið hans var fróðlegt og vel fram sett. Hann kom víða við; talaði um nýafstaðin verkföll, bóknám og verknám, fiskirækt og lær- dóma í sambandi við það, af- brot og lausung unglinga. Til- laga hans um það, að unglinga- flokkum verði fengið það verk- fni að hreinsa til i Örfirisey og víðar, fannst mér pthyglisvrð. í lokin ræddi hann nokkuð um trúarlíf í Sovétríkjunum og erfiðleika kirkjunnar þar. — Komu þar fram upplýsingar, sem margir hafa vafalítið sperrt eyrun við. Dæmi: Fyrir fyrra stríðið voru íbúar Moskvu 2 milljónir, en kirkjur 500. Nú eru íbúarnir 7 milljónir en kirkjurnar 50. Iiugrún skáldkona ræddi við Höllu Bachmann, trúboða á Fílabeinsströnd i Afríku. Hlust- endur hafa ábyggilega orðið hissa við að heyra margt af því, sem Halla sagði frá. Þeir fengu að heyra um lifnaðar- hætti frumbyggjanna í hinni svörtu Afríku, sóðaskap þeirra, fáfræði, grimmd og undirokun veika kynsins. Ekki létu þó svörtu kvinnurnar það á sig fá, þótt eiginmenn þeirra húð- strýktu þær fyrir að hlýða á guðs orð. Blámann nokkurn heyrðu þeir um, sem vildi fyr- irfaYa veikburða barni, er kona hans hafði fætt honum. Fyrst gaf hann því eitur, en unginn gaf ekki upp öndina við það. En blámaðurinn gafst ekki upp heldur, því þá gróf hann barn- ið lifandi og sat við -gröfina og beið þangað til hann heyrði að hvítvoðungurinn var hættur að anda. Þá óttaðist hann af- leiðingar illgjörða sinni og gerðist kristinn, og fékk hann strax fyrirgefningu hjá guði. Mjög hugnæmt. Hugrún spurði Höllu, hvort henni hefði ekki þótt öryggi í því að vita af hin- um íslenzku trúboðunum í Kn- só, sem er hinum megin á þessu stóra meginlandio. Það fannst mér skrítin spurning. Hugrún virtist sjálf dolfallin að heyra um „þennan guðlausa heið- ingjalýð“, því hún sagði oft ekkert nema ja-há. f þættinum um fiskinn ræddi Thorolf Smith við Othar Hans- son um dragnótaveiðarnar og erfiðleikana á því að gera góða vöru úr fiskinum. Var þetta á- gætur þáttur og mjög fróðleg- ur fyrir alla þá, sem fylgjast vilja með því, hvað er að ger- ast í sjávarútvegmálunum. Á undan var lesin hin vikulega síldveiðiskýrsla. Hljómlist kvöldsins var 'með þyngsta móti, þegar undan er skilinn hinn ágæti söngur Guð- rúnar Á. Símonar. Við heyrð- um konsert fyrir flautu og hörpu eftir Mozart. Á kammer- tónleikunum fengum við þann óvænta heiður að fá að hlusta á hljóðritun frá tónlistarhátíð í Bergen, með klappi og öllu saman. Þar léku einleiksflautur lausum hala, en strokhljóðfæri rumdu þunglyndislega á milli. Hafa vonandi margir meðtekið þessa kærkomnu menningar- strauma frá sparifrændum vor- um, Norðmönnum, því þetta var norsk nútímatónlist. Þórir S. Gröndal. Sanna afskipti Guðmundar J. Fyrir helgi lagði Vinnuveit- endasamband íslands fram vott- orð í Félagsdómi, sem sanna að Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Daersbrúnar og verkfallsst'jóri, gekkst fyrir vinnustöðvun við flutninga- skipið Laxá í síðustu viku. Hinsvegar ætlaði hann og stjórn Dagsbrúnar að láta líta svo út, sem verkamenn hefðu lagt niður vinnu til stuðnings vörubílstjórafélaeinu Þrótti, en stjórn þess hafði .aldrei óskað eftir því. Málið var dómfest fyrir helgi, en lögfræðingur Dagsbrúnar mun leggja fram wrí'jnarpprð í dag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.