Vísir - 25.07.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 25.07.1961, Blaðsíða 1
9 VISIR Fleir* verkföll hjá Vegagerðinni. TÍU FÉLÖG hafa bœtzt í hóp þeirra félaga, sem hafa boðað verkfall fyrir hönd vegagerð- armanna. Þau munu hefja verk fall á miðnætti 31. júlí. Samningar við þessi félög stranda á sömu atriðum og samningar við önnur félög vegagerðarmanna, að Vega- málastjórnin vill ekki fallast á að greiða fæðispeninga. Hins vegar hefur Vegamála stjórnin fallist á að greiða laun eftir hinum nýja samningi vinnuveitenda við Dagsbrún í Reykjavík og hefur skipað öll- um yfirverkstjórum sínum að greiða laun samkv. honum frá og með 1. júlí. Grein fjárm. ráðherra. Fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen skriíar grein í blaðið á morgun og fjallar hún um afkomu ríkissjóðs. Líðan sæmileg. LÍÐAN Ásmundar Sigurðsson- ar lögregluþjóns, er slasaðist á laugardaginn var, var í morg- un talin sæmileg, eftir atvik- um. Ekki er hann þó kominn til fullrar mcðvitundar. Þess skal getið að lögreglunúmer Ásmundar er 128. Þetla er Helgi Hclgason frá Vestmannaeyjum við bryggju á Seyðisfirði. Bát- urinn kom þangað fyrir helgi með 2200 mál í hræðslu. — Hann fékk aflann út af Seyðifirði og hélt bcint inn á fjörðinn til að geta siglt á sléttum sjá. Ekki var hægt að Iosa hjá Síldarbræðslunni á Seyðisfirði. Var hluti af farminum losaður i síldar- flutningaskipið Talis, scm lá á höfninni. Þegar búið var að létta hæfilega mikið á Helga Helgasyni, fór hann norður með síldina til bræðslu. (Ljósm. Ól. Sv. B.) Síldveiðin. Bræðslu- og síldaraflinn var á laugardagskvöldið orðinn 796.487 mál á móti rúmlega 500 þús. málum og tunnum síldar á sama tíma í fyrra. Vikuaflinn varð rúmlega 220 þús. má og tunnur. Enn er Víðir II hæsta skipið í sídveiðiflotan- um með rúmlega 13.000 mál. Sjö síldveiðiskip eru nú komin með yfir 10.000 mál og tunnur. Á bls. 6 birtist í dag síld- veiðiskýr'sla Fiskifélagsins, frá því á mánudagskvöldið, í heild. Fóik flýr Bizerta við nýja bardaga. Formlegar viðræður milli Frakka og Túnismanna um framkvæmd vopnahlésins voru ekki hafnar árdegis i dag. Er sem fyrr ósamkomulag um hvað þær viðræður skuli fara fram og hvenær þær skuli hafnar. Lið beggja bíða viðbúin, en fólk flýr unnvörpum frá Bi- zerta af ótta við, að bardagar brjótist út á ný. Margt af þessu fólki, sem er nálega allt úr arabiska hlutan- um, hefur búið við matar- og vatnsskort dögum saman og leitar nú berfætt og töralegt þangað, sem það getur tjaldað á víðavangi um stundarsakir. Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Búrgiba Túnis- forseti ræddust við í gær í íslendingar vilja sigla með norskum En kjör ekki eins góö og á íslenzkum skipum, segja talsmenn sjómanna hér. Morgunblaðið skýrir frá því í morgun, samkvæmt skeyti frá norsku frétta- stofunni NTB, að norskir útgerðarmenn kaupskipa hafi leitað til íslands eftir mönnum á skip sín. f morgun skýrði forstöðu- maður norska sendiráðsins hér, af ótta fullar 3 klst. Ekki var neitt ákveðið um nýjan fund þeirra, en talsmaður forset- ans sagði, að hann „myndi hafa samband við hann á- fram“. Finn Sandberg, Vísi frá, að ís- lenzkir sjómenn hefðu snúið sér til sendiráðsins og leitað upplýsinga um kaup og kjör á norska verzlunarflotanum. Við getum ekki gefið upp tölur um, hve margir fslend- ingar hafa komið í sendiráð- ið, við höfum ekki haldið því saman, sagði Sandberg. En eg get sagt yður það, að í gær komu hingað fimm menn þessara erinda og í morgun, á fyrsta hálftíman- um eftir að við opnuðum, komu tveir. Kvaðst Sandberg gera sér góðar vonir um, að nokkuð af íslendingum myndi fara til Nor- egs. Þörfin fyrir mannafla á verzlunarflotann er mest á sumrin þegar sumarleyfin eru. En að öllu jöfnu starfa þúsund- ir erlendra manna á norskum skipum. Það er því hreint ekki óeðlilegt og má skoða sem lið í norrænni samvinnu, að norsk útgerðarfyrirtæki leiti eftir mönum hér á landi. Hér eru góðir sjómenn og duglegir, og náfrændur. Við erum vissir um að þeir munu kunna vel við sig á norskum skipum, sem eru góð skip og vel fyrir öllu séð. Ættu fslendingar, sem á þau ráðast, að finnast sem þeir væru á heimaskipi vegna skyldleikans við oss Norðmenn. Framh. á 5. síðu. Sjóm^iinafélagið boðai1 ver’rfall. Talsmaður Frakka sagði. að j ef Hammarskjöld vildi tala við ! ábyrgan Frakka, yrði hann að J fara til Bizerta, þar sem ekk- ert stjórnmálasamband væri milli Túnis og Frakklands, síð- an er Túnisstjórn sleit því í fyrri viku. í fréttum kemur fram, að Hammarskjöld kunni Framh. á bls. 5. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur boðað verkfall fró og með 1. ágúst næstkomandi, ef samn- ingar um kjör háseta á farskip- um hafa ekki tekizt. Þeir samn- ingar verða einnig að ná til undirmanna í vélarrúmi. Fulltrúar háseta hafa setið á fundum með atvinnurekend- um undanfarið, síðast í gær- kveldi og væntanlega verður haldinn annar fundur í kvöld. Stjórn Sjómannafélagsins hefur fullt umboð til að semja og undirrita samninga án þess að boða til fundar í félaginu á eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.