Vísir - 25.07.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 25.07.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. júl! 1961 VISIR 9 kk 30 þúsund súlur í Eldey éta sama fisk- magn og allir Reykvíkingar. í Eldey út af Reykjanesi er nú stærsta súlnabyggð í heimi. Hafa súlnahreiðrin nýlega verið talin og kom þá í Ijós, að í eynni búa nú um 15 þúsund súluhjón. Er orðið þröngbýlt á eynni og má geta þess að talið er að þetta mikla fugla ger eti daglega jafn mikinn fisk og allir íbúar Reykjavíkur til saman. En súlan hefur ekki hlýtt neinum landhelgis- lögum og haldið áfram veiðum innan 12 mílna landhelgi, hvað sem varð- skipin segja. tekið með Ijúsmyndum. Ljósmynd ameríska flughersins af Eldey. Reykjavíkurfrímerki Kafar aðdáanlega. Súlan sem býr svo fjölbýlt í Eldey er fallegur og tilkomu- mikill fugl. Hún er góður flug- fugl en þó þykir mest til koma hvel leikin hún er í að stinga sér í sjóinn og kafa. Syndir hún með vængjunum í kafi og dregur uppi hvaða fisk sem er, goggar í þá og kemur síðan með þá upp á yfirborðið til unga síns, sem situr í snarbröttum klettum Eldeyjar. Eldey hefur verið alfriðuð síðan 1940 og á þessum tíma hefur súlunni fjölgað úr 9 þús- und í 15 þúsund hreiður eða 30 þúsund fugla.N Súlan er einn af þeim fuglum, sem fslend- ingar hald’a mikið upp á og því er ánægjulegt að fuglinum hef- ur fjölgað en fram að þeim t.ma hafði honum fækkað og súlubyggðir á nokkrum stöðum hér á landi lagst niður. Nákvæmar Ijósmyndir. Ameríski flugherinn á Kefla- víkurflugvelli héfur hlaupið undir bagga með íslenzkum náttúrufræðingum og tekið ljós- myndir af eynni úr ýmsum átt- um. Ljósmyndir þessar hafa síðan verið stækkaðar gríðar- mikið, svo að það hefur orðið auðvelt verk fyrir Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa að gera ,,manntal“ með því að telja fuglana á myndunum. Er þetta sýnu auðveldara en allsherjar- manntöl þau sem Hagstofan hefur látið taka með nokkurra ára millibil. Er spurning hvort Hagstofan ætti ekki að taka þessa aðferð upp, þannig að lög væru sett um það að allir ís- lendingar skyldu vera úti við einn góðan veðurdag um há- degisleyti og síðan gæti flugvél Súla á hreiðri í Eldey. flogið yfir og tekið Ijósmyndir af öllum hópnum! Enginn Eldeyjar Hjalti til. Fyrr á árum var það all al- gengt að menn klifu í Eldey til Um síðastliðna helgi var opnuð málverkasýning í Boga- sal Þjóðminjasafnsins. Þar er að verki Siðurður Kristjánsson. Er hann maður á 65. aldursári og hefur aldrei sýnt myndir sínar opinberlega áður, en mun allengi hafa feng- að ná fuglum og eggjum. Það varð frægt um land allt, þegar Eldeyjar-Hjalti kleif eyna, en margir Vestmannaeyingar komu þangað einnig og fengu góða fuglatekju. Það var á klettastalli undir Eldey, sem síðasti geirfuglinn var drepinn. Ástæðan til þess að eyjan var alfriðuð 1940 var m.a. sú, að menn höfðu þá nýlega lent í hrakningum og lífsháska við að klífa hana. Nú er vafasamt hvort nokkur maður getur klifið Eldey. Bjargmennsku hefur allmikið farið aftur hér á landi síðan Hornstrandir lögð- ust í eyði og fuglatekja minnk- aði. Nú eru og fallnir niður úr hinum snarbröttu klettum eld- eyjar festingar, hringir og línur sem voru þar áður. Því er hætt við að Eeldey verði ekki oftar klifin. Ætli við eigum enga Eldeyjar-Hjalta lengur? izt við vatns- og olíulitamyndir Sigurður, sem er lærður hús- gagnasmiður, hefur einnig feng- izt talsvert við listmunavið- gerðir hér í bænum, og um nokkurt árabil. Hann var og nokkur ár í sigl- ingum á erlendum farskipum. Tvö ný frímerki verða gefin út á næstunni, annað í ágúst og hitt í september. Þann 16. ágúst kemur út frí- merki af Reykjavíkurhöfn til minningar um að þá eru liðin 175 ár frá því að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Verður um tvennskonar verðgildi að ræða, kr. 2.50 og 4.50. Litur er! tvennskonar á báðum merkjum. Haukur Halldórsson hefir teikn Sigurður verður ekki sjálfur viðstaddur, er þessi fyrsta list- sýning hans verður opnuð. því hann er austur við Þingvalla- vatn. Á sýningunni sem verður op- in daglega eftir hód. til kl. 10 á kvöldin, sýnir Sigurður um 60 myndir. Fáeinar myndanna eru í einkaeign. Myndirnar bera hin margvíslegustu nöfn svo sem: Bakkus, Forðizt slysin, Piparsveinar, Hvíld, Friður óbyggðanna, Kongo, o. s. frv. að þetta merki, sem prentað er í La Chaux-de- Fonds í Sviss. Hitt merkið kemur út réttum mánuði síðar og sýnir marga fugla sem mynda sTðan fugls- mynd. Er þetta Evrópufrímerki, sem kemur út í mörgum Ev- rópulöndum samtímis. Þar er aðeins eitt verðgildi, kr. 5.50 og prentun framkvæmd á sama stað. Sakaskráin fíutt Nýlega var byrjað að flytja sakaskróna út úr skrif- stofu sakadómaraembættisins, í framtíðarhúsnæði hennar í skrifstofu saksóknara ríkisins að Hverfisgötu 6. Verða þar framvegis afgreidd öll saka- votorð fyrir almenning. Roskinn maður sýnir mál- verk sín í fyrsta skipti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.