Vísir - 25.07.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 25.07.1961, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. júlí 1961 V kSIR 5 Hér cr áð í Varðarferðinni skemmtilega. Farþegarnir safnast að „kjötkötlunum“. 40C manns ELLEFU stóra Iangferðabíla þurfti til mannflutninga í hinni stóru og sérstaklega velheppn- uðu Varðarferð á sunnudaginn. Um 400 manns tóku þátt í ferð inni og var hún í alla staði mjög ánægjuleg. Þegar Iagt var af stað kl. 8 á sunnudagsmorguninn virtist útlitið þó ekki gott, þvi að rign ing var og lágskýjað og drunga legt í lofti, en úr því rættist strax og komið var austur í Grafning og var síðan skínandi veður, enda sagði Ámi Óla rit- stjóri, sem var leiðsögumaður: „Það er alltaf gott veður í Varð arferðum". Leiðin sem ekið var. Leiðin, sem ekið var lá aust- ur Mosfellsheáði, þá var beygt til hliðar eftir Grafningsvegi og síðan farið austan megin Þingvallavatns til Þingvalla. Enn var ferðinni haldið áfram upp um Bolabás og yfir Uxa- bryggi niður Lundarreykjadal og Andakíl og því næst suður með Hafnarfjalli til Akraness og hringinn í kringum Akra- fjall, inn Hvalfjörð og sem leið liggur til Reykjavíkur. Staðnæmst var á öllum helztu merkis. og útsýnisstöð- um á leiðinni og flutti Árni Óla skemmtilegar útskýringar. Sigurður Óli Ólafsson alþm. bauð ferðafólkið velkomið er það kom inn í hans kjördæmi í Grafningi og Jón Árnason al.- þm. bauð fólkið velkomið í sitt kjördæmi í Hafnarskógi. Ræða Bjarna Benediktssonar Aðalræðuna í ferðinni flutti Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra og talaði Bjarni Benediktsson heldur ræðu. hann um hað mál sem nú hlýtur að verða aðalvið- fangsefni þjóðarinnar, — hvernig á að koma í veg fyrir skemmdarverk í efna- hagslífinu. Sagði Bjarni m. a. að í framtíðinni yrði að tryggja með löggjöf, að ekki verði hægt að beita samtök- um fólksins án þess að meirihlutinn vilji »Tíka beit ingu og innan félaganna yrði að tryggja meðlimun- um sjálfum fullt jafnrétti. Hér er ekki tækifæri til að rekja allt það merkilegt og skemmtilegt sem- bar fyrir augu í ferðinni, — en undir lok ferðarinnar þótti það mjög ánægjulegt, er ekið var fram hjá bæ Péturs Ottesen, Ytri- Hólmi, að hinn aldni þingskör- ungur stóð þar á hlaðinu og veifaði til fólksins er það ók framhjá. Verkfræðingar í verkfaili. VERKFALL verkfræðinga hófst í fyrrinótt. Á laugardag var haldinn fundur með deiluaðilum, og kom þar fram beiðni um að verkfræð ingar frestuðu verkfallinu fram til mánaðamóta, en því var synjað, Verkfallið mun * Islendingar vilja Framh. af 1. síðu. Vísir hafði samband við Far- manna- og fiskimannasamband íslands í morgun og spurði hvort samband hefði verið haft við þá viðvíkjandi ráðningu i yfirmanna á norska verzlunar- flotann. Það hefir ekki verið gert, en hinsvegar væri það vit- að, að alltaf vantaði menn á norska flotann og nú væru lík- lega milli 3 og 4 þúsund útlend- ingar á verzlunarflotanum. Launakjör manna þar munu ekki vera eins góð og íslenzkra yfirmanna, t. d. hefðu loftskeytamenn, sem hefðu starfað í 10 ár 1200 nr. kr. á mánuði með öllum uppbótúm eða ca. 6360 ísl. kr. en það mun vera nokkru lægra en íselnzkir stéttar- bræður þeirra fá. Af þessum sökum telur Farmannasam- bandið ekki líklegt, að ís- lenzkir yfirmenn verði mjög fúsir til fararinnar. Sjómannafélag Reykjavíkur segir, að úr því félagi hafi allt- af farið nokkrir menn árlega, en það væri líklega mest af æv- intýraþrá. Ekki taldi Sigfús Bjarnason, starfsmaður félags- ins, líldegt, að héðan fepgjust 100 vanir menn á norska flot- ann. ná bæði til yfirverkfræð- inga sem annarra. Er blaðið ræddi við Hinrik Guðmundsson hjá Verkfræð- ingafélag fslands í gær kvað hann engin þau tilboð hafa komið fram á fundinum á laugardag, sem vænleg hefðu verið til samkomulags. Björgvin Sigurðsson, hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands tjáði Vísi í gær, að það áliti, að vei-kfall yfirverk- fræðinga væri ekki löglegt, þar sem það hefði verið tekið fram í fyrri samningum, að þeir hefðu ekki verkfallsrétt. Mun verða reynt að fá úr því skor- ið á réttum vettvangi, hvort verkfall yfirverkfræðinganna brýtur í bága við fyrri samn- inga eður ei: „Við teljum, að tilgangslaust hefði verið á sín- um tíma að setja ákvæðið um að yfirverkfræðingar hefðu ekki rétt til að fara í verkfall, ef ákvæðið hefði átt að falla niður nú“. Friðrik boðið fil keppni í Suður-Afríku. Friðrik Ólafssyni hefir bor- izt bréf frá Skáksambandi S- Afríku, þar sem honum er boð- Strontium — Framh. af 10. síðu. og rannsóknir hafa leitt í Ijós, að um það bil 5% af þessu geislavirka efni sitji eftir í lík- ama dýra, sem eta jurtir þessar. Um það bil 1% einn af hundr- aði — af þessum örlitla skammti, fer út í mjólk mjólk- urkúa. Ef hægt er að losa mjólk- ina við 98% af þessu litla magni, mundi hún verða ein- hver öruggasta fæðutegund, sem hugsast gæti á hættu- stundum. Útsvörin — Frh. af 16. s. inn að borði. Þar tók á móti honum stúlka og spurði hann um nafn og heimilisfang, en skrifaði síðan nokkrar tölur á miða: Útsvar: ..... 14,500 Skattar: .... 5,428 Samt.: ...... 19,928 Ertu nú ánægður, Magnús? Þetta er þó töluvert lægra en í fyrra. Það er skárra.... já, það þýðir víst ekkert að kvarta.... Og Magnús brosti í laumi um leið og hann gekk út, með seðil- inn í hendinni. GK. Bizerta. ið að taka þátt í skákmóti, er ; fram fer í Rhódesíu og Suður- Afríku að vori. Mót þetta stendur yfir frá 30. apríl til 12. maí næsta ár. í bréfinu segir, að skáksam- bandið ætli að bjóða einum skákmanni öðrum frá Vestur- Evrópu, helzt Penrose frá Eng- Ekki hefir Friðrik enn ákveð ið, hvort hann tekur boðinu. Hann fer á morgun til Tékkó- slóvakíu til að keppa öðru sinni í svæðamótinu, sem hann sigraði í í Hollandi sl. haust, en ákveðið er að endurtaka í næsta mánuði. Að því loknu fer Friðrik til Bled í Júgóslav- íu til að keppa í móti 20 stór- meistara út septembermánuð. landi. Framh. af 1. síðu. frekar að fara til Parísar að lokinni Túnisdvölinni. Frá París berast fréttir um, að De Gaulle og stjórn hans sé ekki um heimsókn Hammar- skjölds til Túnis, því að nokk- urs beygs kenni um að Búrgíba kunni að ná því marki með stjórnmálalegum aðgerðum, er honum tókst ekki með ofbeldis- og hernaðaragferðum. Er og litið svo á, að deilan sé fransk- túniskt vandamál. Ráð Arababandalagsins sam- þykkti á fundi sínum í gær, að veita Túnis alla aðstoð, hernað- arlega, efnahags- og viðskipta- lega — og ráðgert er að hefja liðflutninga frá löndum Araba- bandalagsins til Túnis innan nokkurra daga. Túnis var og heitið fullum stuðningi á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.