Vísir - 25.07.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. júlí 1961
VISIR
11
Skat:_!irá Reykjavíkur
árið 1961.
er til sýnis á Skattstofu Reykjavíkur, Alþýðu-
húsinu við Hverfisgötu, frá þriðjudegi 25. júlí
til mánudags 7. ágúst, að báðum þeim dögum
meðtöldum, alla virka daga frá kl. 9—16, nema
laugardaga kl. 9—12.
1 skattskránni eru eftirtalin gjöld:
Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald,
kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, tryggingargjald,
slysatryggingariðgjald atvinnurekenda og ið-
gjald til atvinnuleysistryggingarsjóðs.
Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1%
álag til Byggingarsjóðs ríkisins.
Kærufrestur er tvær vikur og þurfa kærur að
vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, eða í
bréfakassa hennar, í síðasta lagi kl. 24 mánu-
daginn 7. ágúst.
Reykjavík, 24. júlí 1961.
Skattstjórinn í Reykjavík.
Leikritas&mkeppni
Menntamáiaráðs
Um leið og Menntamálaráð íslands þakkar
rithöfundum þeim, sem tóku þátt 1 leikritasam-
keppni þess, biður það höfunda að gjöra svo vel
og láta vitja handrita sinna. Umslögin með nöfn-
um þeirra verða ekki opnuð, en handritin af-
hent í skrifstofu ráðsins, Hverfisgötu 21, gegn
því að viðtakandi tilgreini nafn leikrits og dul-
nefni höfundar.
Menntamálaráð fslands.
SalaT er örugg
hgá okkur.
Bifreiðar við allra hæfi.
Bifreiðar með afborgunum.
Bílarnir eru á staðnum.
BirREIÐASALAM
FRAKKASTÍG 6
Símar: 19092,18966,19168
AliSTIN
Vörubifreið ‘46
minni gerð til sölu, ný skoð-
aður og í jfó/ U standi. Uppl. i
síma 14847 eftir lcl. 2 næstu
daga.
M.s. ESJA
vestur um land í hringferð
þann 30. þ.m. Tekið á móti
flutningi í dag og árdegis á
morgun til: Patreksfjarð-
ar, Bíldudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Súgandaf jarðar,
fsafjarðar. Siglufjarðar,
Dalvíkur, Akureyrar,
Húsavíkur, Kópaskers,
Raufarhafnar og Þórs-
hafnar. Farseðlar seldir á
fimmtudag.
A
WELA SÚPUR - ÓDÝRAR SÚPUR
WELA I NÆSTU 6ÚÐ
UTSAI.A
hófst í gær.
Enn er f jölbreytt úrval af
KÁPUM — DRÖGTUM — BLÚSSUM —
HÖTTUM o.fl.
Bernhard Laxdal
Kjörgarði — Laugavegi 59.
Handbremsubarkar
fyrir Chevrolet og Ford.
BÍLABÚÐ
Laugavegi 168. Sími 10199
TUNDURDUFLIN
Patreksfirði, 18. júlí.
f gær fékk einn dragnóta-
bátur héðan, Mummi að
nafni, tundurdufl í nótina og
kom með nót og dufl í eftir-
dragi hingað inn. Báturinn
hafði um nóttina haft sam-
band við Reykjavík og skýrt
frá þessu og beðið um athug-
un á þessu. Kl. 12—1 í gær-
dag kom svo strandgæzluvél-
in Rán hingað með sérfræð-
ing um borð, sem skoðaði að-
eins duflið, en lét svo sökkva
því í saltan mar aftur ó-
hreyfðu. Skipstjórinn á
Mumma, Jón Þórðarson,
sagði mér, að dufl þetta hefðu
þeir fengið á venjulegu veiði-
svæði hér í Flóanum í fyrri-
nótt. Það var sporöskjulag-
að, ca. 1.5 m á lengd, þvermál
líkt og lóðabali og um 45 sm.
í þvermál til endanna. Duflið
virtist vera gamalt, kolrústað
en fátt um takka á því. Sér-
fræðingurinn taldi sig ekki
hafa teikningu yfir svona
dufl og vildi því ekkert við
það fást, en taldi að það gæti
vel verið virkt og sennilega
segulmagnað í upphafi. Að
boði sérfræðingins var því
svo sökkt á 6 faðma dýpi,
rétt utan við svonefnda
Þúfueyri, rétt innan við þorp-
ið. Mér finnst, svo og mörg-
um hér, sem ég hef hitt að
máli um þetta, að hér hefði
átt að fjarlægja þetta frá
bæjardyrum okkar Patreks-
firðinga, því ekki þarf nema
gott vestanbrim, þá er hætta
á að duflið reki upp í grýtta
fjöruna þarna, og þá, ef það
er virkt, getur það hreinlega
sprungið og e.t.v. valdið
tjóni. Við erum sem sé ekk-
ert hrifnir af að hafa það
þama. — Fréttaritari.
ÚTFÖR
ísafirði 17. júlí
Utför Bárðar Tómassonar,
sem andaðist í fjórðungs-
sjúkrahúsinu hér 10. þ. m.,
fór fram í dag.
Bárður var fyrsti íslenzki
skipaverkfræðingurinn og um
skeið skipasmíðaráðunautur
Fiskifélags Islands, en aðal-
lífsstarf hans var hér á Isa-
firði, þar sem hann rak bæði
skipasmíðastöð og skipabraut
í áratugi.
Bárður stundaði nám í
Danmörku og Englandi og
þótti jafnan traustur maður
í sínu fagi. Hann lét sig miklu
skipta félagsmál iðnaðar-
manna, var formaður iðnað-
arfélagsins lengi og kennari
við Kvöldskóla iðnaðar-
manna. — Árn.
STÚLKA
óskast til afgreiðslustarfa.
Upplýsingar á staðnum.
Kaffistofan
Hafnarstræti 16.