Vísir - 27.07.1961, Qupperneq 15
Fimmtudagur 27. júlí 1961
V I S I R
að við töluðum saman uppi.
Ef ske kynni að ...
Hann kom aftur eftir f imm
mínútur og fylgdi mér upp
stigann.
Adam var kominn á fætur
þegar ég kom inn. Alklæddur
og nýrakaður. Hárið ný-
greitt, og hann var svo líkur
því sem forðum var, að mér
fannst allt það nýliðna vera
eins og martröð, sem ég væri
vöknuð af. Og að við værum
hérna saman í löglegum er-
indagerðum. Að við værum
að koma frá Camperdown til
að líta eftir hvemig gengi
með viðgerðina á húsinu. . . .
En allt í einu var martröðin
komin aftur. Við vorum í
dimmum skógi og vorum að
berjast við að komast út í
birtuna. En það dimmasta í
skóginum var horfið, því að
hann var hérna, kom til mín
og horfði á mig, hélt í hend-
urnar á mér. Hann hélt báð-
um höndum mínum í annari
hendi sinni — annari hend-
inni, sem hafði þrýst að háls-
inum á Seamon. Og það stóð
mér alVeg á sama um, þessa
stundina . . .
Hvorugt okkar sagði orð,
fyrst í stað.
Kata . .. sagði hann
loksins.
Svo beygði hann sig og
kyssti mig.
Ég gat ekki hindrað að tár-
in rynnu niður á' kinnarnar á
mér. Þetta kom svo óvænt...
31
— Ertu að örvænta um
allt? spurði hann.
— Nei, vitanlega ekki.
— Ef svo væri. .. 'Hann
kyssti mig aftur og nú var
kossinn hægari og lengri. Ég
sýndi enga mótstöðu. —
Hvers vegna ertu að gráta?
—1 Af því að ég er svo
sæl.
— Það finnst mér heldur
léleg ástæða . . . Hann sleppti
höndunum á mér og svipur-
inn harðnaði. — Þú hefur
ganað út í nokkuð, sem senni-
lega hefur mjög óþægilegar
afleiðingar. Og hugsaðu til
hans Nichols gamla. Ég hef
verið svo aumur að ég hef
látið þetta viðgangast án
þess að malda í móinn . . .
— Þú varst eiginlega ekki
í því ástandi, að þú gætir
mótmælt — hvorki Nichols
né mér. En þú ert hressari
núna?
— Ég held það .. .
— Miklu hressari, sagði ég
glaðlega. — Ég sé það. Og
þá getum við talað saman.
— Um hvað?
— Ég var í Fanshawe
Mewsí gær og skoðaði númer
þrjú. Konan sem á heima í nr.
2 hleypti mér inn — hún var
eins konar ráðskona hjá Sea-
mon. Það var hún sem fann
hann dauðan. Og það var
hún, sem sá þig koma út úr
húsinu, og þessi bílstjóri
sem skammaði þig fyrir að
rekast á sig, var maðurinn
hennar.
— Skammaði mig? Hann
horfði spyrjandi á mig. •— Ég
man ekki til að ég hafi rekizt
á neinn bíl.
— En þú gerðir það. Hann
skrifaði hjá sér bílnúmerið
þitt. Og þau gerðu lögregl-
unni aðvart...
— Þarna geturðu séð hve
vonlaust þetta er. Það er enn
verra en ég hélt...
— En hún gaf mér vísbend-
ingu. Ég þóttist vera ágeng
stúlka, sem vildi fyrir hvem
mun ná í vinnustofu og setti
ekki fyrir mig þó morð eða
manndráp hefði verið framið
í húsinu. Hún gat ekki stað-
izt freistinguna að segja mér
hvernig aðkoman var þarna.
Og nú kem ég að dálitlu, sem
er athugunar vert. Hann lá
vi ðarininn, með höfuðið inni
í eldstónni.
— Nú, og hvað svo?
— Skilurðu það ekki? Þú
flaugst á Seamon og gerðir
tilraun til að kyrkja hann við
vínskápinn. Hann var að
blanda í glös — þú manst
það. Þú ætlaðir að slá hann,
en hafðir ekki olnbogarúm til
þess, og þess vegna þrýstir
þú að hálsinum á honum —
þetta hefurðu sagt mér sjálf-
ur.
— Já, ég gerði það, svar-
*
SKYTTtRNAR ÞRJAR 42
D’Artagnan rak sverðsoddinn
að hálsi hins særða og hótaði að
stinga hann í gegn ef hann segði
ekki hver hefði mútað þeim til
að drepa hann.
„Náð, náð, liðsforingi, það var
kona, sem kallar sig Mylady, er
lét mig hafa þetta bréf," stundi
hermaðurinn og d’Artagnan greip
bréfið og las það:
„Þar sem þið létuð stúlkuna
sleppa til klaustursins, þá reynið
þið a. m. k. að klófesta hann. Mis-
heppnist það, þá verður það ykk-
ur dýrt spaug“.
Hermaðurinn skýrði frá, að
hann og félagi hans hefðu átt að
senda frú Bonacieux á brott, og
vissan um það, að Constance hans
væri enn á lífi róaði d’Artagnan
og hann lofaði hermanninum að
þyrma lífi hans. Þeir komust aft-
ur til herbúðanna og sögðu sinar
farir ekki sléttar. Það hve d’Art-
agnan var rólegur stafaði fyrst
og fremst af þvi, að hann þ°kkti
ekki Mylady nógu vel.
Þegar þetta skeði, hafði d’Art-
agnan mestar áhyggjur af því,
að hann heyrði ekkert frá vinum
sínum. Hann var því ákaflega
glaður við, þegar ekill nokkur
færði honum tólf flöskur af víni
og bréf: Eftir veizlu, sem ég und-
irritaður hélt, gerðu herrarnir
Porthos, Aramis og Athos slik ó-
læti að hallarstjórinn setti þá í
stofufangelsi. — Vinir yðar báðu
mig þvi um að senda yður þessar
flöskur af Anjou-víni til þess að
þér gætuð skálað i eftirlætisvíni
ykkar. — Virðir.garfyllst, Godaeu,
bryti skyttuliðanna.
aði hann.
— Og hvað gerðist svo?
— Ég sagði þér að ég hefði
verið ruglaður — þetta er
allt svo óljóst fýrir mér.
— Já, þú hafðir með öðr-
um orðum fengið eitt aðsvif-
ið. Þau hafa verið talsvert
mörg upp á síðkastið, er það
ekki? Þess vegna fórstu til
Cleves læknis. Og hann sagði
þér berum orðum, að þú yrðir
að taka þér hvíld. En arinað
hvort gaztu það ekki eða vild-
ir það ekki. Þennan sama.dag
hafðirðu fengið aðsvif í skrif-
stofunni, manstu það ekki?
Og svo kom annað. Þú hélzt
höndunum um kverkarnar á
Seamon, og svo fékkstu að-
svifið.
— Þetta er kannske rétt
hjá þér, sagði hann ólundar-
lega. — Ég hef fengið aðsvif.
Skiptir það nokkru máli í
þessu sambandi?
— Hugsanlegt er það, sagði
ég, ofurlítið skjálfrödduð.
Hann var ótrúlega skilnings-
sljór, af greindum manni að
vera. Eða var hann að hlífá
Rosemary? — Og allt þetta
gerðist við vínskápinn, er það
ekki áreiðanlegt? En lík Sea-
mons var í hinum enda stof-
unnar — og ég sá ekki betur
en hún væri að minnsta kosti
átján feta löng. Hvernig
komst það þangað?
— Það ætti ekki að vera
nein gáta. Ég geri ráð fyrir
að Seamon hafi gert mót-
spyrnu og leikurinn borizt í
hinn endann.
— Jæja, segðu mér þá
hvernig Seamon var í vexti.
Sterkur og stór?
— Æ, ég veit ekki — ég
held hann hafi verið fremur
pervisalegur.
— Hár?
— Nei, eitthvað um fimm
fet og sjö þumlungar, eitt-
hvað nálægt því.
— Og þú ert sex fet og
hálfur annar þumlungur á
sokkaleistunum. Ég get ekki
skilið annað en að þetta byrj-
aði í horninu við vínskápinn.
Hann sneri baki að þilinu og
horfði út í stofuna. Þú hafð-
ir snúið honum þannig að þú
snerir sjálfur bakinu að þil-
inu. Og samt gat Seamon —
hálfkyrktur — ýtt þér, sem
ert bæði hærri og þyngri en
hann, í hinn enda stofunnar
áður en hann hneig niður.
Það var vel af sér vikið, af
ekki stærri manni. Hvar varst
þú þegar þú rankaðir við þér ?
— Ég hef ekki hugmynd
um það, sagði hann dauflega.
— Ofan á honum?
— Sjálfsagt ekki. Ég hef
sagt þér að ég muni þetta
ekki...
— Þá finndist mér það ráð
að þú reyndir að muna, sagði
ég áköf. — Skilurðu ekki,
Adam, að ...
Ég hrökk við, því að ég
tók eftir að nú notaði ég for-
nafnið hans í fyrsta skipti
svo hann heyrði, en ég varð
ekki hrædd, — ég var vaxin
upp úr öllum formsatriðum.
— Góða Kata ... Hann
strauk hárið á mcr. — Ég
vildi óska að ég væri verðari
þessarar baráttu þinnar en
ég er...
Við þögðum bæði um stund
og fyrst nú tók ég eftir
hvemig umhorfs var þama í
herberginu. Það var nokkuð
stórt, og rúmið stóð í einu
hominu. Kringlótt eikarborð
stóð nærri glugganum. Fá-
ránlegt blómamunstur var á
gömlu veggfóðrinu.
— Þessi blái litur fer þér
vel, Kata. Er þetta nýr kjóll?
— Nei, ég hef margsinnis
verið í honum í skrifstofunni.
— Einkennilegt að ég skuli
ekki muna til þess. Hann fer
þér að minnsta kosti vel.
Hann minnir á þýðan vorblæ.
— Hvemig á vorblærinn að
líta út?
— Frískur og fallegur og
heilnæmur... Og blæs öllu
húsaskúmi á burt. Ég ranka
sjálfsagt við mér bráðum,
sagði hann, og ég sá að fing-
urnir skulfu, þegar hann tók
við vindlingabréfinu sem ég
rétti honum. — Ég ligg sjálf-
sagt undir einhverju lim-
gerði og rigningin fossar yfir
mig. Hvar hefurðu náð í
vindlingategundina mína ?
— Ég náði í eitt bréf dag-
inn sem þú hvarfst, en svo
gerðist svo margt og það
hefur legið óhreyft í tösk-
unni minni síðan.
Ég kveikti í vindlingunum
hjá okkur báðum. — Þetta
var gott! sagði hann og reykti
Síg-iHl notkunarlist.
Þú skalt ekitl liíifa áliyggjur
af {>eim. Þetta eru bara tveir
af vinum mínum sem eru af-
brýðisamir.