Vísir - 17.08.1961, Page 2

Vísir - 17.08.1961, Page 2
VÍSIR Fimmtudagur 17. ágúst 1961 v^> ^ ^ Ll Lf— ~T* “] o V, mmm -Æm Járnsmiöurinn ógnar einveldi bandarísku kúluvarparanna. Bandaríkin sýndu í keppni sinni við Rússa á dögunum, að þau bera enn höfuS og herSar yfir allar aSrar þjóSir í frjálsum íþróttum. Samt vantaSi í liSiS marga beztu íþrótta- ef svo mætti aS orði komast. En nú virðist það einveldi einnig vera að hrynja. Með kasti, sem mœldist 19.55, sló Englendingurinn og járn- smiðurinn Arthur Rowe sitt eigið Evrópumet, klauj hinn volduga kvartett og stefnir nú hraðbyri að 20 metra '-’V ■ P^jlÍpií; :::: menn Bandaríkjanna. En ef viS lítum á Evrópu sem eina heild og drögum alla hennar afreksmenn saman í einn hóp, þá fer aS þrengjast hagur Banda- ríkjamanna. Þjóðverjarnir Hary og Lauer hafa báðir sett heimsmet á stuttu hlaupavegalengdunum, þar sem Bandaríkjamenn voru áður einráðir, og Berutti hinn ítalski vann jú 200 metrana á Olympíuleikunum. Kryszkawi- ak hefur sett heimsmet í 3000 m hindrunarhlaupi, rússneski hástökkvarinn Brumel hefur fjórum sinnum borið sigurorð af „stærsta trompi“ Bandaríkj- anya í Róm, John Thomas, og er nú tvímælalaust bezti há- stökkvari heims, Jafnvel í köstunum sækja Evrópumenn á. Pólverjinn Piat. kowski átti til skamms tíma heimsmetið í kringlukasti, og Rússinn Rudenkov sigraði í sleggjukasti í Róm. í einni grein hafa Bandaríkja- menn þó algjörlega „dominer- að“, í kúluvarpi hafa skyttulið- arnir fjórir, Bill Nieder, Parry O’Brien, Dallas Long og Davis háð innbyrðis keppni, og gert kúluvarpið að bandarískri eign, f dag birtum við grein um enska kúlu- varparann Arthur Rowe en hann er sá, sem mesta at- hygli h e f u r vakið í frjáls- íþróttaheimin u m síðustu dagana. markinu og heimsmetinu. Aðeins heimsmetshafinn Ni- eder er ofar en hann á af- rekaskránni, og hann er hœttur keppni. Long er óör- uggur og misjafn og O’Brien er búinn með sitt bezta. í augnablikinu er því hœgt að segja að Rowe sé bezti kúlu- varpari heimsins,og 20 metra kast cetti ekki að vera fjar- stœðukenndur draumur, þar sem hann hefur kastað 20.12 á œfingu. Það fœr auðvitað ekk{ staðfestingu, en það sýnir þó, hvers Rowe er megnugur, Heimsmet Nied- ers er 20.06 m. Það hefur verið sagt, að Ro- we sé ekki maður stórmótanna, og satt er það, að aðeins hefur kveðið að honum á smámótum. Sjniðurinn virðist vera við- kvæmur og taugaóstyrkur.þrátt fyrir rammlegan og þrekmikinn 6úk. Hann er byggður eins og eikartré, jafnbreiður að ofan sem neðan. En hans öru framfarir: tveir metrar á þrem árum, og met- kastið á brezka meistaramótinu á White City, fyrir þúsundum áhorfenda, segir aðra sögu, og gefur til kynna meiri tauga- styrk. Rowe segist sjálfur „ekki ótt- ast neinn keppinaut í Evrópu, ekki einu sinni ftalann Meconi, sem hefur kastað 18.62, og ég hlakka til Olympíuleikanna í Tokíó 1964, því þá ætla ég að sigra Bandaríkjamennina“. Ég hef átt í erfiðleikum með að einbeita mér að kúluvarps- æfingunum, og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því, hve óviss ég hef verið hingað til. Eftirlætisiðja mín er að spila ,,billiard“. Mér hefur verið boð- ið að gerast atvinnu-rugbyspil- ari og í eina tíð hafði ég mun meiri áhuga fyrir hnefaleikum en kúluvarpi. Nú æfi ég lyfting- ar og hlaup. Þrátt fyrir minn þunga og stóra skrokk, hleyp ég hundrað hetrana á 11.1 sek, og stökk 6.80 í langstökki. Eins og þið vitið, þá hef ég kastað 20.12 á æfingu. Ég er vanur, þegar líða tekur á keppnistímabilið að kasta í keppni lengra en ég hef gert á æfingum. Gæti það ekki alveg eins skeð núna?“ Járnsmiðurinn og kúlu- varparinn Arthur Rowe virð. ist ekki aðeins hafa öðlazt taugastyrk, heldur líka sjálfs- traust, og það gœti endað með þvi að heimsmetshafinn í kúluvarpi yrði ekki lengur bandarískur — heldur brezk- ur! Bikarkeppnin byrjuð NÚ eru aðeins tveir leikir eft- ir í íslandsmótinu Valur og Akureyri, og úrslitaleikurinn KR og Akranes. Ekki er þó hægt að segja að um hægist hjá knattspyrnumönnum, því nóg- ir eru kappleikirnir og keppn- isferðirnar á næstunni. Fram hefur lagt land undir fót, eins og kunnugt er, og haldið til Rússlands og meist- araflokkur Vals, fer auðvitað til Akureyrar um næstu helgi. Þá fer KR til ísafjarðar og reynir við ósigrað lið ísfirð- inga. Verður gaman að fylgj- ast með því, hváf’nig þeir standa sig í viðureign sinni gegn fyrstudeildarliði. Nú þegar er Bikarkeppnin hafin og hafa tveir leikir farið fram. FramB sigraði Breiðablik 4:2, en jafntefli NGLUKASTSMÁLÍÐ Kringlukastsmálið var tek- ið fyrir á fiindi stjórnar FrjálsíþróttaKambands ís- lands í gærkvöldi. Stjórn FRÍ hcfur borist kæra frá Hallgrímj Jónssyni (kringlukastara) en henni fylgja tvær ítarlegar grein- argerðir, og var henni vísað til sér dómstóls FRI. Þar mun málið fljótlega verða tekið fyrir, í þessum dómstól eiga sæti þrír menn þcir Stefán Kristjánsson, í- þróttakennari, Jón M, Guð- mundsson frá Reykjum og Þórarinn Magnússon, Fyrsti varamaður er Jón Kaldal. Danir til Ítalíu. Tveir Danir enn halda nú suður á bóginn. Þeir heita Knud Petersen, 1001, og Jörgen Peter- sen, 1903. Þeir eru að vísu enn ekki formlega keyptir, en þeim hefur verið boðið til Ítalíu, af félaginu Lugano, til að sjá sig um og — láta aðra sjá sig. Jörgen hefur leikið með ung- lingaliði Dana og er hægri inn- herji, Knud aftur á móti er út- herji, og mun þekktari. Fyrir þrem árum, komst hann, í landsliðið og þótti vænlegur til mikilla afreka. En einmitt þeg- ar hann stóð sig sem bezt, meiddist hann og hefur verið frá knattspyrnu þar til fyrir stuttu síðan, Knud er 26 ára, en Jörgen 22, varð hjá ValB og Þrótti A 1:1. Bikarkeppni þessari er þannig háttað, að 10 liðum er stillt upp í svokallaðri undankeppni. Aðeins tvö lið af þessum tíu komast síðan upp í aðalkeppnina, en í henni verða öll fyrstudeild- arliðin 6. í undankeppninni voru sig- urstranglegust Þróttur A og ís- firðingar. Eftir leik Þróttar og Vals, virðist lið Þróttar ekki eins sterkt og vænzt var, en aftur á móti teflir Fram fram mjög sterkum mönnum í B-liði sínu. Ætti það lið því að vera líklegast til þess að komast í aðalkeppnina. Annars er það skemmtileg- ast við bikarkeppnir hve ó- vænt úrslitin vilja oft vera og er því ómögulegt að spá nokkru um væntanleg úrslit undankeppninnar, hvað þá að- alkeppninnar. KR sigraði í fyrra og óneitanlega dettur rnanni þeir fyrst í hug, þegar gizkað er á sigurvegara í ár. En nú virðist KR-liðinu aftur á móti fara hrakandi méð hverjum leik, svo hin fyrstu- deildarliðin hafa öll -jafna möguleika. Hver veit nema Fram fari að spjara sig eftir Rússlandsferðina. Nú líður að því að til úrslita dragi • yngri flokkunum. f 2. flokki lejka Vestmannaeying- ar vlð Þrótt, en leikdagur er enn óákveðinn. KR og Valur eru í úrslitum í 3. flokki en þeim Jeik hefur verið frestað vegna utanfarar Vals. Valur er Rvíkurmeistari í III. flokki. í 4, flokki leika KR og Fram í úrslitum en Víkingur og Fram í 5, flokki, Þeir leikdagar eru cinnig óákveðnir. Golf: Ólafur Bjarki Ragnarsson vann olíubikarinn nýja. Golfklúbltur Reykjavíkur veltti í vor móttöku nýjum Olíubikar í stað þess eldri, er vannst til eignar x fyrra af Jóhanni Eyjólfssyni. Þessi veglegi silfurbikar var gefinn af Olíufélögunum Esso, Skeljungi og BP, sem einnig gáfu eldri bikarinn, og skal hann vinnast til eignar ef unn- inn er 3svar í röð eða 5 sinnum alls. Keppnin um þennan nýja bikar, sem er holukeppni, hófst fyrir tveimur vikum síðan, og fóru úrslit fram um síðustu helgi milli Ólafs Bjarka Ragn- arssonar og Ólafs Hafberg sem léku saman 36 holur. Ólafur Bjarki bar sigur úr býtum, átti 8 holur upp þegar 7 voru eftir og verður nafn hans þvi hið fyrsta sem skráð verður á þennan nýja bikar. Næstkomandi laugardag, 19. ágúst hefst Reykjavíkurmeist aramótið í golfi (úrslit 26. ágúst). — Fyrirhugað er að kylfingar heimsæki félaga sina f Vestmannaeyjum 2. sept.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.