Vísir - 17.08.1961, Side 7

Vísir - 17.08.1961, Side 7
Fimmtudagur 17. ágúst 1961 y ísir 7 Ólafur Ketilsson að Laugarvatn.i kom að.máli við mig um daginn og bað mig að koma á framfæri eftirfai- andi pistli: „Ég er sáróánægður þeim; sem skrifuðu i blöðin um ástandið á Laugarvatni um Verzlunarmannahelgina. Sú lýsing var ófögur en því mið- ur stórlega ýkt, ég vildi helzt segja ósönn. Ég og mínir starfs- menn fluttum flest af fólkinu, sem þarna var samankomið, að og frá staðnum. Við urðum ekki varir við óspektir eða drykkjulæti í þeim ferðum og útlit fólksins, er við fluttum það til baka, bar ekki vott um að það hefði eytt helginni í drykkju og svall. Ég og fjöl- skylda mín urðum ekki fyrir neinu ónæði og var þó mikil umferð í kringum hús okkar i' sambandi við farmiðakaup og annað. Ég hef andstyggð á svalli og skrílslátum og hef séð sitt af hverju af því tagi. En ég hef jafnvel meiri andstyggð á þeim, sem vísvitandi spinna upp svona sögum bara til að blöðin seljist betur. Sannleik- ann mega þeir segja, en ekki bera út ýktan óhróður.“ Ég fór á stúfana til að kynna mér þetta mál betur, átti tal við nokkra bil- stjóra, sem óku fólki austur að Laugarvatni, og aðra er dvöldu þar um þessa helgi. Flestum kom þeim saman um, að frá- sagnir blaðanna hefðu verið mjög ýkjukenndar. Þeim bar saman um, að þarna hefðhver- ið töluverð drykkja, en ekki borið á ólátum eða slagsmál- um. Dans var í braggasam- komuhúsi inni í Laugardal eitt kvöldið, og þar var auðvitað =ukksamt. Það virðist því, sem Ólafur Ketilsson hafi mikið til síns máls, og mér er ánægja að koma orðum hans á fram- færi. Humarver- tíö lokið. Þá er útrunninn vciðitími humarbátanna og hefur at- vinnumálaráðuneytið kallað inn öll leyfi sem veitt voru í vor. Nokkrir bátar í Hornafirði. Grindavík, Keflavík og á Akra- nesi, hafa fengið undanþágu til •aframhaldandi veiða nú um skeið. Humarvarpan er mjög vand- meðfarin, fyrir það, að hún drepur allt sem hún fer yfir. í sumar kom í Ijós að allmargir bátar misnotuðu sér veiðileyfin og voru 16 bátar í Vestmanna- eyjum sviptir leyfi og tveir úr Keflavík. — Undanfarið hefur verið lítill afli hjá bátunum. Reykjavíkursýningin 1961 er mikið umræðuefni þessa daga, enda verður hún mik- ili viðburður í bæjarlífinu. Margt nýstárlegt verður þar að sjá og heyra, enda verður sýn- ingin áreiðanlega afar fjölsótt. Eitt er það, sem mér þykir vænt um í sambandi við þessa sýningu og hef oft verið bæj- aryfix-völdunum þakklátur fyr- ir upp á síðkastið, en það er aukin rækt við sögu bæjarins og fornar minjar. Á sýning- unni verður margt frá fyrri tímum og mikinn fróðleik að fá. Sjálfsagt verður það þó gamla eimreiðin, sem kemur til með að njóta einna mestra vinsælda, ekki sízt hjá yngri kynslóðinni. Sýningarferðirn- ar um gamla og nýja bæinn verða vonandi einnig fjölsótt- ar, en mér er kunnugt um að forráðamenn sýningarinnar hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa þær vel. Það eru vist tiltölulega fáir bæjarbúar, sem þekkja Reykjavík til nokkurr- ar hlítar. Þeir gömiu í hett- unni vita litil deili á hinum stóru nýju hverfum, er nú risa upp hvert af öðru, kennd við voga, mýrar, gerði, heima, holt og skjól. Og hinir yngri og að- fluttu vita áreiðanlega lítil deili á gamla bænum og allri hans auðlegð af sögum og minjum. Því ættu allir sem vettlingi geta valdið, að nota þetta tækifæri til að kynnast bænum okkar. sem okkur þyk- ir nú bara vænt um, þrátt fyr- ir ýmsa agnúa. í næsta dálk mun ég minnast nokkuð á þýzkt ferðafólk. Ég gerði það að umtalsefni fyrir 2 árum vegna umkvartana í þess garð. Þessar umkvartanir eru enn að berast og nokkuð víða að. Því ætla ég að kveða upp úr aftur. Víðförli. Reikningar stúkunnar. Stór- Herra ritstjóri. Vilduð þér sýna Stórstúku íslands þá velvild að birta eftirfarandi greinargerð í heiðruðu blaði yðar: Vegna greinar í Nýjum viku- tíðindum, þar sem Stórstúku Islands er ámælt fyrir að halda hulu yfir reikningum sínum og jafnframt gefið i skyn, að það sé í óheiðarlegu skyni gert, vill Stórstúkan taka fram eftirfar- andi atriði: 1. Fjárhagsáætlun Stórstúk- unnar er jafnan rædd og sam- þykkt á Stórstúkuþingi og síð- an birt í þingtíðindum Stór- stúkunnar. 2. Reikningar Stórstúkunnar eru endurskoðaðir af fimm manna milliþinganefnd, sem kosin er á Stórstúkuþingi. Síð- an eru reikningarnir ræddir og samþykktir á Stórstúkuþingi og loks prentaðir í þingtíðind- um þess. 3. Þingtíðindi Stórstúkuþings með fjárhagsáætlun og endur- skoðuðum reikningum í eru send fjármálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti. Auk þess er ráðherrum, fulltrúum þeirra Kal'j frændi og endurskoðendum ríkisreikn- inga að sjálfsögðu veittar allar þær upplýsingar um reikninga og allar fjárreiður Stórstúk- unnar, sem þeir kunna að óska á hverjum tíma. Að öðru leyti verður ofan- nefndri grein svarað á viðeig- andi hátt á öðrum vettvangi. Reykjavík, 9. ágúst 1961. í framkvæmdanefnd Stórstúku fslands. B. S. Bjarklind, stórtemplar. Ólafur Þ. Kristjánsson, stórkanzlari. Fréttaaukann í gærkvöldi flutti séra Emil Björns- son, og' sagði hann frá móti þar sem sam- an eru komn- ir á kirkju- setri í Englandi klerkar og kennarar, sem starfa á vegum kristinna kirkjufélaga, víða um heim. Frásögn séra Emils var of hraflkennd til þess að hún gæti orðið hlustendum eft irminnileg. Hallgrímur Jónasson kenn- ari og ferðagarpur flutti þátt, sem hann kallaði Kvöld í Arn- arfirði. Hallgrímur lýsti mjög vel fossinum Dynjanda og um- hverfi hans. Var lýsingin ná- kvæm og þó yfir henni blær hartnær skáldlegi-ar hrifni og myndauðgi. Þá drap Hallgrím- ur á tengsl sögunnar við Geir- hjófsfjörð op Glámubeiði, og tókst honum að varpa skup«- um harmrænna og hugstæðra örlaga á þessar stöðvar, og um leið minnti hann hlustendur á, að sá færi mikils á mis. sem ferðaðist um landið, án þess að tengja saman nútíð og for- tíð. Garðar Víborg flutti siðari hluta erindis síns um slysa- varnir. Hann fjallaði að þessu sinni um slysahættu á vegum og drap á margt af því, sem vegfarendum er nauðsynlegt að minnast — og ennfremur ým- islegt. sem þeir, er umferðar- og vegamálum stjórna, þurfa að láta til sín taka. Þegar hann drap á notkun stefnuljósa, sleppti hann atriði, sem mikil nauðsyn er á, að ökumenn og umferðarlögregla veiti athygli. Seyðfirðingar töku á uióti nokkrum gestum í gær. SEYÐISFIRÐI, 16. ágúst: Hingað er von á nokkrum gest- um í dag sunnan frá Reykjavík og er í hópnum sendiherra Rússa hér á landi og nefndar- menn í síldarútvegsnefnd. Á föstudaginn kemur fara héðan til Rússlands fyrstu 6Q00 tunnur a fsíldinni sem hér var söltuð í sumar. Hefur matsmaður met- ið af kappi undanfarna daga og 1 dag er von á rússneskum matsmanni frá kaupendunum Prodintorg. í tilefni af komu síldarút- vegsnefndarmanna og hins rússneska sendiherra ætlar bæj- arstjórinn hér Gunnþór Björns- son, að hafa móttöku í barna- skólanum fyrir gesti þessa og fleiri. Hingað inn er stöðugur straumur norskra síldveiðiskipa af síldinni sem hér var söltuð sem eru að fara heim, og taka hér vatn til heimferðarinnar. ÓI. Það er mjög algengt, að þeir, sem telja sig fullnægja skyldu sinni um notkun stefnuljósa noti þau ekki fyrr en um leið og þeir hægja ferðina í þeim vændum að beygja. Þannig notuð ná þau lítt tilgangi sín- um í hraðri umferð. Þá lagði hann áherzlu á eitt mik- ilvægt atriði. Það er engan veg inn fátítt, að þegar ökumaður verður var við, að bíll ætlai fram úr honum, auki hann stórum hraðann, og hygg ég, að þetta sé aðalástæðan fyrir þvi, hve umferðarslys eru tíð þegar e.inn ekur fram úr öðr- um. Keppni reiðhesta á ekki við í akstri. Það, sem erindrek- inn sagði um háskann, sem af hinni sivaxandi umferð öku- tækja er búinn börnum ibú- anna beggja megin Hafnar- fjarðarvegar, var orð i tíma talað. Aðgerðaleysið um breikk un vegarins og aðrar umbætur, sem dregið geti úr slysahætt- unni, er furðulegt og óverj- andi, og er trúlegt, — svo hörmulegt sem það er — að þangað til verð; beðið með úr- bætur, að svo hryllilegt slys verði á veginum, að jafnvel forystumenn í dauðadái hrökkvi upp með andfælum. Eitt hið athyglisverðasta í er- indi erindrekans var það, sem hann sagði út af akstri ungl- inga undir áhrifum áfengis, unglinga, sem eru undir lög- aldri ökumanna og auk þess yngri en svo, að þeim megi selja áfengi. Hann spurði, hvort þau slys, sem slíkir ungl- ingar yllu, þá eru þeir ækju undir áhrifum áfengis á stoln- um bílum, ættu fyrst og fremst að teljast á ábyrgð ungling- anna sjálfra? Mundu ekki fleiri telja ástæðu til að spyrja þannig? Nýlega fluttu blöð fregn af því, að kunnur veit- ingastaður í höfuðborg Banda- ríkjanna hefði verið sviptur veitingaleyfi í þrjá mánuði fyr ir að selja unglingi áfengi, og það fylgdi fréttinni, að yrði veitingastaðurinn brotlegur á ný, yrði hann sviptur leyfinu til fulls — og að bannið fylgdi honum, þótt eigendaskipti yrðu! Þannig þarf að taka á brotum, þar sem lífi manna er teflt í voða sakir viðurstyggi- legra gróðasjónarmiða. Hljómlistin var í gærkvöldi sérlega fjölbreytt og skemmti- leg. Guðm. Gíslason Hagalín.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.