Vísir - 24.08.1961, Síða 1
VISIR
51. árg. Fimmtudagur 24. ágúst 1961. — 192. tbl.
Kaupir Tryggvi
Bv. Keili?
Ríkissióði hafa borizt 3 tilhoð.
Svo sem kunnugt er var tog-
arinn Keilir frá Hafnarfirði
auglýstur til sölu um daginn,
og hefur fjármálaráðuneytið þá
sölu með höndum.
í morgun skýrði Sigurður
Ólason hrl. stjórnarráðsfulltrúi
blaðinu frá því, að þrjú tilboð
hefðu borizt og væri nú búið
að opna þau. Eitt þeirra var frá
togaraútgerð Tryggva Ófeigs-
sonar, annað frá Bjarna Páls-
syni, Reykjavík, og hið þriðja
frá Eyjólfi Konráð Jónssyni
lögmannij fyrir hönd Björgun-
ar h.f. Tilboð Tryggva Ófeigs-
sonar var hæst, 2.1 milljón, en
tilboð Bjarna 2 millj. og tilboð
Björgunar h.f. 1.7 millj. kr.
Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um, hvaða tilboði skuli tek-
ið, sagði Sigurður, en verði ein-
hverju þeirra tekið, þá sýnist
augljóst, að það verði Tryggvi
Ófeigsson er skipið hreppi.
Sendiherrar hér heim-
sækja Meistaravík.
Tveir sendiherrar hér í Reykjavík, ætla í flugferð
á mánudaginn kemur og er ferðinni heitið til Meistara-
víkur í Grænlandi. — Þetta eru sendiherra Banda-
ríkjanna, Penfield og sendiherra Dana, Bjarni Paulson.
Þeir fara héðan með Dakotaflugvél frá Flugfélagi Is-
lands.
Konur sendiherranna munu
verða með þeim í þessari för,
og einnig tekur þátt í henni L.
Storr ræðismaður Dana og kona
hans. Það er Námafélagið í
Meistaravík, sem býður þessum
gestum. Stjórn þess kemur
hingað nú um helgina. Með
henni verða einnig bandarískir
og sænskir nájnasérfræðingar.
Erindið til Meistaravíkur er
að kynna sér rannsóknir þær
er fram hafa farið í fjalllendi 60
km fyrir sunnan ( Meistaravík
á molidan, sem er málmur sem
notaður er til málmherzlu. Eru
þegar áætlanir um vinnslu
þessa málms í hinum græn-
lenzku fjöllum. Fyrirliggj-
andi eru áætlanir um byrjunar-
framkvæmdir, ef það þykir
borga sig að hefja molidan-
vinnsluna, og nemur sú fjár-
festing 200 þús. milljónum
danskra króna.
Stjórn Námafélagsins og
gestir hennar héðan úr Reykja-
vík, mun verða þrjá daga í
Grænlandi. Geta má þess að
Penfield sendiherra, var fyrsti
erlendi sendifulltrúinn í Græn-
landi, þar var hann á stríðsár-
unum er sambandið milli Græn-
lands og Danmerkur var rofið.
Mun þetta vera í fyrsta skipti
frá stríðslokum sem sendiherr-
ann fer til Grænlands.
Fyrir framan húsið
strasse 48 í Berlín í gær. —
Blettur á stéttinni.
Myndina hér fyrir ofan tók fréttamaður
Þorsteinn Thorarensen í Berlín síðdegis í gær. Hún
sýnir ekki mikið, aðeins blett á gangstétt fyrir framan
húsið Bemauer-strasse 48 í Berlín, sem sagi heftir verið
stráð yfir, — en bletturinn er úr blóði.
Daginn áður hafði það gerzt að einn af íbúum húss-
ins, 59 ára gömul kona, að nafni Ida Siekman, hafði
gert tilraun til að flýja Austur-Berlín með því að stökkva
af þriðju hæð hússins sem hún bjó í og niður á gang-
stéttina. Áður en hún stökk hafði hún kastað fataböggli
og fiðursæng niður á gangstéttina og ætlaði að reyna
að koma niður á það, en hún lenti fyrir utan, stór-
slasaðist og lézt er verið var að flytja hana í sjúkrabil
til næsta sjúkrahúss.
Lögregla í anddyri.
Þessi staður, Bernauerstræti
er alveg á mörkum Austur- og
ir Austur-Berlín, en gangstétt-
in Vestur-Berlín.
Þegar kommúnistar ákváðu
Skógareldar loka 8anderílugveP>
Vestui-Berlínar. Húsið tilheyr- ag l0ka markalínunni settu
þeir vopnaða herlögreglu á vörð
í anddyri húsanna, sem vissu
út að strætinu og auk þess
vopnaðan vörð í hverja íbúð.
ætlun hinna kommúnísku
valdhafa, er að skapa autt
dauðasvæði meðfram allri
markalínunni. Er þetta gert til
að hindra flóttamannastraum-
inn.
Frú Ida Siekman átti systur
í Vesturv-Berlín. Til hennar
vildi hún fara. í marga daga
FLU G VELLINUM á Gander
var lokað í íyrradag vegna þess
að skógareldar geisa nærlend-
is og lagði reyk yfir flugvöll-
inn, en sjálfur var hann ekki
talinn í hættu.
Þörf var allra sjálfboðaliða,
sem til náðist, til að hefta út-
breiðslu eldsins, einnig starfs-
fólks á flugvellinum.
Síðar fréttist, að nokkrar
flugvélar, sem nauðsynlega
þurftu að lenda, hefðu fengið
lendingarleyfi.
Flugumsjóninni hér barst
skeyti um það í gær, að flug-
völlurinn á Gander væri ekki
notaður í bili vegna skógarelda.
Eiríkur rauði, hin nýja flug-
vél Loftleiða, kom til Goose
Bay á Labrador í gærmorgun
á leið vestur. Hún fór héðan
kl. 2,30 um nóttina.
Múrað upp í glugga.
Síðustu dagana hafa múrarar
og smiðir síðan unnið að því
undir hervernd, að negla hurð-
irnar aftur og múra að innan-
verður upp í gluggana á neðstu
hæðunum. Og á þriðjudag var
svo loks byrjað að flytja íbúa
húsanna á brott með valdi, því
Frú Ida Siekman.
hafði hún heyrt fótatök og
hælaskelli kommúnísku lög-
reglunnar í göngum og stigum
hússins. Loks þegar skipunin
kom um að rýma húsið, ákvað
hún að stökkva — yfir í frelsið,
— en það vdrð stökk yfír í
dauðann.