Vísir - 24.08.1961, Side 7

Vísir - 24.08.1961, Side 7
Fimmtudagur %4. ágúst 1961 VÍSIR Þýzkir ferðamenn hafa streymt hingað í stór- hópum undanfarin sumSr og aldrei verið fjölmennari en nú í sumar. Þetta ætti að vera öllum mikið gleðiefni, en því miður er gleðin víða gaili blandin. Raunin hefur orðið hin sama hér og í flestum öðr- um Evrópulöndum að þetta fólk er misjafnlega þokkað, vægast sagt. Við viljum svo sannarlega fá túrista hingað, viljum gera vel við þá og láta þeim líða vel. Við viljum ekki amast við neinum að ástæðu- lausu. En þetta fólk er á góð- um vegi að koma sér út úr húsi, hér og annars staðar, með fram komu sinni. Það er ástæðu- laust að vera að telja upp all- ar þær ávirðingar, sem bornar eru á það af gestgjöfum, vedt- ingamönnum, bílstjórum og ýmsum öðrum, er hafa orðið fyrir barðinu á því, en eitt virðist þó einna leiðast í fari þessa fólks. Það borðar á vdð tvo, og ef nokkrar leifar eru eftir á borðinu reynir það að taka þær með sem nesti. Ekki er þó hægt að sjá á holdafari þess að það svelti heima. Humor virðist heldur ekki til í fari þess, oft er eins og slái þögn á staði er það birtist. Mig langar til að taka aðeins eitt dæmi af minni eigin reynslu af þessu fólki. Ég var með hóp af útlendingum að kaffidrykkju á veitingastað austanfjalls. Við höfðum lokið vdð að matast, sumir horfnir frá borðinu, en eftir stóðu ríkulegar leifar af kökum og brauði. Þá kom inn hópur af Þjóðverjum og ég heyrði að veitingamaðurinn bað farar- stjóra þeirra mjög kurtedslega um að biðja þá að bíða í nokkr- =r mínútur, því vegna annrík- 's væri maturinn ekki alveg til. Fararstjórinn kom þessum skilaboðum áleiðds og flestir hurfu út til myndatöku, þvi veður var gott. En einir 4—5 komu að borðinu, þar sem við sátum yfir seinni bollanum og tóku til ósþilltra málanna að gæða sér á leifunum með kjamsi og kokhljóðum. f fyrstu var ég alveg orðlaus yfir þessu framferði, en bað það svo nokkuð ákveðið að hverfa frá, hvað það gerði, en þó ekki án þess að hramsa með sér svo- lítið nesti. Ég ætla mér ekki þá dul, að mínar umvandanir komi miklu til leiðar við þetta fólk, en það er raun að því að það skuli ekki reynast eins miklir aufúsugestir og vonir stóðu til. En við alla þá, sem þurfa að greiða götu þessa fólks, selja því gistingu, mat eða annað, vil ég segja þetta: Sýn- ið þessu fólki fulla kurtedsi og gefið því góða fyrirgreiðslu. En i öllum bænum komið fram við það af fullri einurð og festu og látið það ekkd vaða uppi. Það er eina framkoman, sem Þjóðverjar skilja og virða. Á Hótel KEA á Akureyri hefur orðið mikil breyting til batnaðar og mun fyrst og fremst að þakka því að nú er loksdns komið þar vínveitinga- leyfi. Þau tvö kvöld, sem ég sat þar um síðustu helgi á kvölddansleik var margt um manninn og glatt á hjalla. En 'nú brá svo við að þar sást enginn miður sín af áfengi og var þó vín á flestum borðum. Brennivínsflöskurnar voru horfnar undan borðunum og einnig lýðurinn, sem áður setti svip sinn á þessi samkvæmi. Þegar dansleiknum var lokið kl. 1 tæmdust húsakynnin á skammri stund, nú voru eng- ar róstur og stympingar í göng- um og stigum eins og oft bar við áður. Hótelstjóri og yfir- þjónn sögðu breytinguna ótrú- lega mikla, nú væri loksins kominn sá svipur á hótelið, sem á því ætti að vera. Það er enginn bar í hótelinu ennþá og ég er á þeirri skoðun að máske sé betra fyrir KEA að hafa hann ekki. Ég vil einnig geta þess að ég fékk sérstak- lega góðan mat þai-na nú og yfirleitt þótti mér dvölin þar hin ánægjulegasta. Víðförli. Kekkonen skálar við Föstbræður. ÞANN 8. september mun karlakórinn Fóstbræður fljúga rakleitt frá Reykja- vík til Helsingfors. Er það fyrsti áfanginn í hinni miklu söngför kórsins um Finnland en þó aðallega um Sovétrík- in. Sú ferð mun taka alls þrjár vikur og verður ferðazt víða í kommúnistalýðveld- inu. Nýlega bárust kórnum þær fregnir að Kekkonen Finnlandsforseti byði kórn- um heim til kokteildrykkju meðan kórinn dvelst í Hels- ingfors. Mun það þó ekki al- siða þar í landi að söngkór- um á ferðalagi sé boðið rak- Ieitt heim í forsetahöll, en Kekkonen er eins og allir vita hinn mesti íslandsvinur og sótti Island heim í á- nægjulegri ferð fyrir nokkr- um árum. í Helsingfors mun kórinn halda eina tónleika og vænt- anlega einnig syngja í finnska ríkisútvarpið. Námsstyrkur. TÉKKNESK stjórnarvöld hafa boðið fram styrk handa íslend- ingi til náms í Tékkóslóvakíu skólaárið 1961—1962, og nem- ur styrkurdnn 600 tékkneskum krónum á mánuði. Skólagjöld þarf ekki að greiða. Styrkurinn veitist til hvers konar náms sem unnt er að stunda við háskóla í Tékkósló- vakíu. Til inngöngu í listahá- skóla þarf að þreyta dnngöngu- próf. Umsóknir um styrkinn send- ist menntamálaráðuneytinu fyr ir 15. sept. n.k., og fylgi stað- fest afrit prófskírteina, svo og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu vdð Lækjar torg, og hjá sendiráðum íslands erlendis. I gær leyfði sg t mér i að draga í efa, að báðir gætu haft rétt fyr- ir sér, próf. Þórhallur Vilmundar- son og Árni Óla ritstj. um tilkomu fyrstu, útlærðu Ijósmóðurinnar í bænum, því ártöl þau, sem þeir nefndu, voru ekki þau sömu. Próf. Þórhallur hefir nú bent mér á, að ljósmóðir sú, sem hann nefndi, Margarethe Catherine, * gift Ben. Magnús- syni, hafi verið nefnd sem fyrsta ljósmóðir landsins, en ekki bæjarins, því hún hafi bú- ið úti á Seltjarnarnesi, en til landsins hafi hún komið 1761. Það er því líka rétt hjá Árna, að fyrsta lærða ljósmóðirin hafi sezt að í Reykjavík 1803. Bið ég viðkomandi velvirðing- ar um leið og ég færi hverjum aftur sína Ijósmóður. í fréttaauka, sem Stefán Jónsson tók upp á sýningar- déild Ríkisútvarpsins á Reykja víkursýningunni, spurði hann m. a. útvarpsstjóra að því, hvort afmælisútvarpsstöðin gæti orðið vísir að útvörpun annarrar dagskrár á degi hverjum. Útvarpsstjóri tók ekki fyrir það, en benti þó á erfiðleika á að fá efni í tvær dagskrár. Finnbogi Bernódusson í Bol- ungarvík flutti frásöguþátt af heljarmennum og fjallaði þar mest um Jón nokkurn Friðriks- son, en af honum kunni hann margar sögur. Þáttur þessi var hljóðritaður í sumar véstur í Bolungarvík og ætti útvarpið að gera meira af því að láta taka upp slíka þætti, því fjöldi Fölsuð skjöl notuð sem áróðursvopn. í CENTO-löndunum fran og Pakistan hefur verið tilkynnt, að það séu fölsuð skjöl, sem Rússar hafa sagt frá í útvarpi og sýnt erlendum blaðamönn- um, og sanna eiga áform Cento um kjarnorkuárás á Sovétrík- in. Hin varnarbandalögin, Nato og SEATO eru sökuð um sams konar áform. Rússar halda því fram, að ef til ófriðar kæmi sé áformið að leggja í auðn með kjarnorku- sprengjum breitt belti innan landamæra írans og Pakistans, sem sovézkum her yrði ekki kleift að fara yfir. í Ankara var sagt, að hér væri verið að beita gömlu áróðursbragði. í London var sagt, að ekkert væri um slík skjöl vitað, en hitt væri kunnugt að fölsuð skjöl hefðu verið 1 umferð mán uðum saman. í fréttafyrirlestri í London í morgun var vikið að veilunum í staðhæfingum Rússa. M. a. væri sagt, að bandamenn hyggð ust leggja í auðn belti innan sinna eigin landamæra. Ef slík árás væri fyrirhuguð væri eðli legra að álykta, að hún væri gerð á belti innan landamæra fjandmanna en innan eigin landamæra. Væri óskiljanlegt, ef Vesturveldin stæðu að baki árásum sem legðu í auðn land fólks, sem þau vilja og þurfa að halda sem vinum. Taldi fyrirlesarinn þó víst, að ásökunum í garð Vestur- veldanna yrði útvarpað dag- lega til landamærahéraða ír- ans og Pakistan. Myndi hér vera stílað upp á að kosningar eru í báðum þessum löndum í haust, en auk þess kunni að hafa verið gripið til áróðursins sem vopn í Berlínafmál- inu. !manna kann frá mörgu furðu- legu að segja. Afmælisútvarpið var helgað Reykjavíkurskáldunum í gær- kvöldi. Ég heyrði hluta af upp- lestri Þorsteins Ö., en hann las bæjarlýsingu eftir Gest Páls- son. Sigurður A. Magnússon flutti síðan inngangserindi um ung Reykjavíkurskáld og gat hann þess helzt, að Reykjavík ætti furðulega lítinn þátt í skáldskap ungu skáldanna, sem flest væru þó búsett í bænum. Næst fengum við að heyra lítið sýnishorn af þeim skáldskap sem bundinn var blessaðri borginni. Anna Stína Þórarins- dóttir og Erlingur Gíslason lásu fyrst ljóð eftir nokkur atóm- skáld. Voru þetta furðuleg Ijóð, en sem betur fer flest stutt. Almúgi manna mun lítið hafa botnað í framleiðslu Jóns Ósk- ars, Sigfúsar Daðasonar, Einars Braga og Stefáns Harðar Grímssonar, og ekki auðvelt að sjá, hvernig hægt var að telja þessi ljóð beint fjalla um bæinn eða vera helguð honum. Kvæði Matthíasar Jóhannesen voru heldur auðskildari, þótt skugg- ar hyrfu þar inn í hvíta sól, og mávar elskuðust með gulu nefi. Það, sem gaf þessari kynningu á ungu skáldunum gildi, var smásaga Ástu Sigurðardóttur, „Gatan í rigningu“, sem var ágætlega lesin af Önnu Stínu. Þetta er mjög sérstæð saga úr Reykjavíkurlífinu, og munu ekki margar hafa verið ritaðar af sama sjónarhól. Auk þessa heyrðum við svo Pál Theódórsson, eðlisfræðing flytja enn eitt af sínum ágætu erindum um tækni og vísindi, en hann talaði um geislavirk efni. f lok þáttarins talaði hann lítillega yfir hausamótum stjórnarvaldanna vegna skiln- ingsleysis þeirra á rannsóknar- starfsemi, sem hann sagði að þyrfti að fimmfalda fjár- framlög til, ef vel ætti að vera. Einnig minntist hann á lélegan aðbúnað og tækjaskort hjá þeim vísindamönnum, sem hér ynnu. Voru þetta allt orð í tíma töluð. Tónlistin var margbreytileg, en fegursta verkið fannst mér eftir Samuel Barber, flutt af Eastman Rochester hljómsveit- inni. Líka voru leikín lög eftir íslenzka höfunda, og gæti ég vel trúað, að það mætti syngja eitthvað af atómkvæð- unum áðurnefndu við skissurn- ar fimm eftir Fjölni Stefánsson. Að lokum var svo útvarpað frá harmóníkutónleikum utan úr heimi, og þykir mér líklegt, að það hafi glatt einhvern upp til sveita. Þórir S. Gröndal.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.