Vísir - 29.08.1961, Side 6
6
VISIR
Þriðjudagur 29. ágúst 1961
Þér finnst konan þin
vera fallegasta konan í
heiminum ..'. eða þér
fannst hún það einu sinni.
En upp á síðkastið eru
komnir drættir í andlit
hennar og þreytusvipur.
Göngulag hennar er líf-
laust og hún er orðin full
af leiðindum. Þá kemur það
að Iitlu gagni, þó hún hafi
verið fríð.
En þú getur hjálpað
henni til að öðlast gleði
sína að nýju, hjálpa henni
til að yfirvinna þreytuna
og fá líkamlega heilbrigði,
með því að kenna henni
að slappa af og hvíla sig
og gera vissar líkams-
hreyfingar sem eiga að
hvíla og stæla líkamann.
annarri hlið til hinnar. GeriS
þetta oft og í takt, en setjið
enga áreynslu í hreyfinguna,
iátið höfuðið velta máttlaust
og árangurslaust.
Súrefni í líkamann.
Dragið hægri fótinn varlega
upp, þannig að hnéð kreppist
og snúi upp, en ilin snúi að
gólfinu. Dragið vinstri fótinn
varlega upp með sama hætti.
Látið síðan iljar og hæla mæt-
ast og hnén falla út til hliðar.
Andið hægt og djúpt að yð-
ur og lyftið handleggjunum
hægt um leið. Andið frá yður
og látið armana siga. Endur-
takið þessa hreyfingu nokkr-
um sinnum um leið og þér
andið og lyftið örmunum smám
saman hærra.
Með þessum djúpa andar-
drætti fyllið þér líkamann af
súrefni.
Svo andið þér einu sinni
mjög djúpt að yður. Samtím-
is og þér andið aftur frá yður,
skuluð þér lyfta vinstra fæti
svo hnéð komi upp að brjóst-
inu. Andið enn að yður og látið
fótinn síga aftur niður á gólf-
ið. Endurtakið þessa hreyf-
ingu mörgum sinnum og með
báðum fótum til skiþtis. Gerið
eins og þér væruð
og látið andar-
með.
Nú skaltu kenna konunni
þinni hreyfingar, sem eru ætl-
aðar til að styrkja bakið, —
hreyfingar sem eiga að hjálpa
henni til að ganga bein.
Hæg gönguæfing, sem fyllir
þreyttan líkama hennar súrefni
Þessi hreyfing getur með tím-
anum hjálpað konu þinni til
að halda höfðinu hátt.
Taktfastar hreyfingar.
Þessar hreyfingar hefjast
einnig með því að liggja á bak-
inu.
Dragið hægri fótinn að yður,
svo hnéð standi upp. Lyftið
vinstra fæti og látið hann á
hægra læri, eins og sýnt er á
teikningum, sem hér fylgja.
Látið fótinn vera þar nokkurn
tima en síðan síga niður á gólf-
ið. Endurtakið þetta nú með
þvi að lyfta hægra fæti upp á
vinstra læri og svo koll af kolli.
Hér fylgir samskonar önd-
unarhreyfing og áður. Andið
að yður um leið og þér látið
fótinn siga en frá yður um leið
og þér lyftið fætinum upp á
lærið. Og gerið þetta mörgum
sinnum.
Nú verður þetta dálitið
flóknara
Látið vinstri fótinn hvíla á
hægra læri, andið djúpt að yð-
ur. Lyftið handleggjunum svo
að þeir standi beint upp. And-
ið frá yður um leið og þér lát-
ið armana síga. Endurtakið
þetta nokkrum sinnum. Skiptið
um fótstöðu þannig að setja
hægri fótinn á vinstra lærið og
endurtakið armhreyfingarnar.
Mjaðmahreyfingar.
Ef konan þin þjáist af bak-
verk, getur eftirfarandi hreyf-
ing verið hjálpleg, en munið
hér sem annars staðar að gera
þetta ekki harkalega.
Setjið annan fótinn á hitt
lærið eins og þér gerðuð hér að
Þarf að lagfæra
göngulagið?
Nú skulum við snúa okkur
að göngulagi og höfuðstellingu.
Er göngulag konunnar þinn-
ar slæmt ? Gengur hún með
bakhlutann aftur, barminn
spenntan fram og höfuðið fram
á við? Jæja, þá getur verið að
sumt af veikindum hennar og
þreytu stafi beinlínis frá
göngulaginu.
Ef vaxtarlag konunnar er
farið að verða breiðara og
þykkara vegna göngulagsins,
þá er kominn tími ti) að þú
ráðleggir henni að gera lík-
amsæfingar, eins og þessar:
Leggist á gólfið. Réttið hand-
leggi og fætur út í hvíldar-
stöðu. Látið höfuðið velta frá
A þessum tveimur myndum
sést æfing, sem reynist oft vel
til að Iosna við bakverk. En
fara verður hægt og varlega í
hana fyrst í stað eins og allar
líkamsææfingar. Hreyfið fram-
leistinn eins og myndin sýnir.
framan. Standið þar í hælinn
en hreyfið framleistinn upp og
niður um öklann taktfastri
hreyfingu. Meðan þessi hreyf-
ing fer fram eru armarnir
fyrst niður með síðunum, síðan
fyrir ofan höfuð en áf ram hvíla
þó enn á gólfinu.
Þessi hreyfing réttir úr
hryggnum og dregur inn mag-
ann.
Nú er komið að því að hún
læri að teygja sig og velta sér
til þess að fá rétt líkamslag.
Liggið á bakinu, iljar við
gólf og hné upp. Teygið úr
hægra fæti svo jarkinn nemi
við gólf og dragið hann síðan
aftur til baka í sömu stöðu
og áður og síðan með vinstra
fæti og koll af kolli. Við þetta
kemur rugg-hreyfing á mjaðm-
imar.
Þegar þér hafið endurtekið
þetta nokkrum sinnum, gerið
þá sömu hreyfingu aðeins
breytta þannig að {óturinn
komi ekki við gólf, heldur sé
um 10 sentimetra fyrir ofan
gólfið og gerið þá hreyfingu
einnig mörgum sinnum.
Nú skuluð þér enn hafa fæt-
urna í sömu stöðu og áður, ilj-
ar við gólf og hné upp, látið
handleggina liggja máttlausa
meðfram síðunum. Hreyfið
mjaðmirnar hægt og rólega út
til hliðanna, taktfastri hreyf-
ingu sitt til hvorrar handar.
Hafið hnén máttlaus og lofið
þeim að fylgja mjöðmunum ti)
skiptis niður á við.
Haldið þessari mjaðmahreyf-
ingu áfram og látið hnén smám
saman síga nær og nær gólf-
inu og færið armana smám
saman út frá síðunum, fyrst í
axlarhæð og síðan upp fyrir
höfuðið, en. armarnir eiga all-
an tímann að hvíla á gólfinu.
Velta á báðar hliðar.
Og nú kemur lokaæfingin.
Liggið á bakinu, lyftið
hnjánum upp að brjóstinu og
haldið örmunum upp fyrir
höfuð, en látið þá hvíla á gólf-
inu. Andið djúpt að yður og
veltið yður lítið eitt yfir á
aðra hliðina. Andið frá yður
um leið og þér teygið arma
og fótleggi fram á við.
Nú hvílir allur líkaminn í
jafnvægi efst á mjaðmarvöðv-
anum. Endurtakið þessa hreyf-
ingu til hinnar hliðar o. s. frv.
. Nú hafið þér lært undir-
stöðuhreyfingarnar í þessari
æfingaraðferð.
Hvernig geturðu hjálpað
konunni að halda æskunni