Vísir - 31.08.1961, Síða 5

Vísir - 31.08.1961, Síða 5
Fimmtudagur 31. ágúst 1961 VÍSIR i Leið okkar lá í höfuðdráttum upp með svokallaðri Hölkná, talsverðu vatnsfalli og einu því stórgrýttasta sem ég hef séð bíl leggja út í. Yfir hana urðum við að fara þrisvar og tjölduðum loks á bakka hennar norðan við svokallað Sauðafell, en hægra megin við það og nokkru sunnar gnæfði Snæfell með snæ- þaktar gnýpur sínar við himin. Lengra varð ekki komizt á bílum sökum sand- bleytu. Vorið hafði verið kalt, snjóa leyst seint og klaki ekki kom-inn úr jörðu. En þetta gerði lítið til, við vorum komin í land hrein- dýranna, og heldur ekki langt úr tjaldstað upp að Snæfelli ef sú leið yrði valin. Snæfell er hæzta fjalí landsins ef undan er skilið Vatnajökulssvæðið, rúmlega 1800 metrar á hæð. Vegna þess hve fjallið liggur langt úr alfaraleið, er það sjaldnar klifið en efni standa til, því enda þótt nokkuð bratt sé upp á það, er það engan veg- inn torgengið og þarf ekki klifurgarpa til. Meira að segja er ekki langt síðan að farið var með hest í taumi þangað upp. Eftir það hét hesturinn Snæfell. Fyrsti maður sem vitað er til að hafi ætlað að klífa Snæfell var Sveinn Pálsson læknir. Fylgdi því í þann tíma mikil ótrú að ganga á fjallið, og ef út af var brugð- ið átti að skella á fárviðri. Á þessu fékk Sveinn Pálsson að kenna á eftirminnilegan hátt. Þegar hann var lagður í göngu sína upp á Snæfell 3. september 1794 gerði svo mikið rok að illstætt var, og stundum óstætt með öllu. liggja í á meðan veðurofsinn var sem óskaplegastur. Þeg- ar nokkuð tók að slota sneri Sveinn ofan og sagði síðar að Snæfell væri fyrsta fjall- ið, sem hann hefði gefizt upp við. Hann taldi það og hæzt fjalla • á íslandi, nokkru hærra en sjálfan Ör- æfajökul. Að morgni 6. júlí s.l. þeg- ar við skriðum úr svefnpok- unum okkar á bökkum Hölnár var veður musku- legt og þoka grúfði niður í miðjar hlíðar Snæfells og þó öllu betur. Guðmundur gætti til veðurs, en svipur- inn á Guðmundi var jafn ó- ráðinn og þokugúlpurinn á Snæfelli og við biðum lengi milli vonar og ótta hvað gera skyldi unz fararstjórinn kvað upp úr um það, að ekki yrði gengið á Snæfell, heldur skyidi hreindýra leitað. Ég hygg að vísu að suma hafi langað til að reyna gönguþol sitt á Snæfelli, en fleirj munu þó hafa fagnað þeim málalokum að freista skyldi hreindýraleitar. Það var raunar búið að segja okkur það áður að það væri síður en svo öruggt að við sæjum hreindýr. Það væri ekki alltaf sem þau héldi sig á þessum slóðum nema því lengra væri gengið, það væri auk þess erfitt að koma á þau auga, því svo samlit væru þau mosanum, loks væru þau ljónstygg og að sama skapi frá og svo yfir- máta þefvís að þau findu mannaþef í margra kíló- metra fjarlægð. Eina von manns var það að þau sjái illa og ef vindurinn stendur af þeim er ekki óhugsandi að Hreindýrið að dauða komið eftir eltingarleikinu við Snæfell. Varð hann að kasta sér flöt- um í hvössustu hviðunum til þess að fara sér ekki að voða. En þetta var þó ekki nema undanfari þess sem á eftir kom, því að nokkru síð- ar komst veðrið í algleym- ing, hvessti enn betur og reif freðinn skara af snjónum og þeytti í andlit Sveins. Varð þá hvorki komizt áfram né hörfað til baka svo hann varð að grafa sér holu til að komast í námunda við þau. Það eru nærri 200 ár liðin frá því hreindýr voru fyrst flutt til íslands en rneir en hálf þriðja öld að sú hug- mynd skaut fyrst upp koll- inum að flytja þau hingað. Það var Páll lögmaður Vída- lín sem fyrstur varpaði þess- ari hugmynd fram svo vitað sé. Fyrst voru hreindýr flutt til ísiands árið 1771. síðan aftur 1777, 1783 og síðast 1787. Það er stofninn af síð- asttalda hópnum sem nú lifir hér á landi og eru bæki- stöðvar hans sem kunnugt er á svæðinu við norðaustan- verðan Vatnajökul. Annars hafa hreindýr iifað í Rang- árvallasýslu, í Vestmanna- eyjum, á Reykjanesskaga, í HenglafjöRum, við Þing- vallavatn, Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum, en hafa á öllum þessum stöðum dáið út fyrr eða síðar. Á öræfun- um norðan og norðaustan við Vatnajökul hafa þau hinsvegar staðið af sér jafnt hallæri sem ofveiði og virð- ast dafna þar ágætlega. Var þó um skeið komið svo að stofninn var nær aldauða, og er ekki lengra liðið en á að gizka 20 ár, eða rúmlega það. Var talið að þá væru ekki nema um 100 dýr, að meðtöldum kálfum til í landinu. Þótt mörgum illt ef dýrin dæju með öllu út og að því bæði hneisa og tjón. Á Alþingi 1939 bar fyrsti þingmaður Sunnmýlinga, Eysteinn Jónsson, fram frumvarp til laga um friðun hreindýra og eftirlit með þeim, en samkv. lögunum þó heimilt að veiða hrein- tarfa eftir atvikum. Þá var það sem hreinkýr heyrðist kveða þessa vísu við dóttur sina: Minnugur skyldir þú mey- hreinn, manns þess, sem heitinn er Eysteinn; tók hann í taumana þar sem tarfarnir áttu sér harem. Síðustu árin hefur verið reynt að fylgjast með aukn- ingu hreindýrastofnsins með því að ljósmynda þau úr lofti og telja síðan dýr- in á myndunum. Er talið að fyrir tveimur árum hafi stofninn verið kominn í nær hálft þriðja þúsund dýr. Og úr því að hreindýrin eru orðin svona mörg í land inu hversvegna skyldum við þá ekki fá tækifæri til að sjá eitthvað af þeim? Við röltum vonglöð af stað með Guðmund Jónasson í farar- broddi. Hann hafði að vísu ekki þefgáfu hreindýranna, en hundraðfalda sjón, og það var líka nokkurs um vert. Við námum st-aðar í sunn- anverðu Sauðafelli. Þaðan sá vítt yfir og Guðmundur kvaðst illa trúa öðru en það- an mætti sjá hreindýr ef vel væri gáð. Sú varð og raunin. Guðmundur var fljótur að koma auga á nokkur dýr á grasgeira fyrir sunnan og neðan okkur. Litlu seinna kom hann auga á hóp litlu fjær, með á að gizka 30—40 dýrum. En sjáið þið þarna! hrop- aði einhver upp Og þar gaf á að líta. Á flatri melöldu norðan í svokölluðu Hafurs felli, og tiltölulega skammt frá okkur rásaði hreinhjörð — og ekki nein smáræðis hjörð, heldur 300—400 dýr í einni halarófu, endalausri lest í leit að haga. Þessi sýn var fyrir okkur meira virði en orð fá lýst. En þótt hreindýrahjörðin héldi hópinn hélt Guðmund- ur Jónasson sinni hjörð ekki saman. Þeir fótfráu úr hópn um tóku til fótanna eins og byssubrenndir og hver vildi verða öðrum fljótari til að komast í námunda við hrein dýrin og skjóta á þau — úr myndavél. Þeir úr hópnum, seni ekki höfðu hæfileika til þolhlaups fengu nokkra huggun í því að lesa kröft- ugar bölbænir yfir þeim sem.fljótari voru að hlaupa, báðu þá aldrei þrífast og ósk uðu þess af heilum hug að þeir kæmust aldrei nálægt hreindýri. Aldrei vissi ég hvernig veiðiferð þessari og kapp- hlaupi lyktaði, sumir komu hróðugir til baka og kváð- ust hafa náð ódauðlegum listaverkum á ljósmynda- filmuna, en einn kom þó miklu sigurstranglegastur úr þessari keppni, því hann kom labbandi með hreindýr á bakinu — hafði sprengt það á hlaupum. Og ef ein- hvern tíma í framtíðinni á að senda íslending til að kepoa á Olymníuleikum í þolhlaupi þá leitið uppi' hreinsprenginn frá Snæfelli! Færeyski málarinn Sig- mund Petersen, sem byrjaði að sýna málverk sín á Mokkakaffi í gær. Hann er einn af þremur listmálurum Færeyinga, sem hafa fram- faíri af list sinni. Þær munu hanga í kaffistofunni næstu tvær vikur. Síðan lieldur Petersen aftur til Færeyja. Ávarp Kishi í Caux. Frétt frá CAUX í Svisslandi, hermir að Nobusuke Kishi, fyrr- verandi forsætisráðhrra Japans, hafi ávarpað fulltrúafund Sið- væðingarhreyfingarinnar og þar lýst yfir eftirfarandi m. a.: „Sérhver stjórnmálaleiðtogi í heiminum verður að gera sér grein fyrir hversu unnt verði að leysa heimsvandamálin án þess til heimsstyrjaldar komi. Vér verðum öll að tileinka okkur hugsjónastefnu Sið- væðingarinnar og láta áhrifa hennar gæta í einka- og fjöl- skyldulífi okkar, í þjóðlífinu og svo á alþjóðavettvangi. Siðvæðingarhugsjónin skín björt og fögur sem Stjarna norðursins og vísar okkur á réttar brautir.“ Hann skýrði frá því, að á- form væru á döfinni um að reisa Siðvæðingarmiðstöð í Japan, til þjálfunar manna til forustustarfa, ekki aðeins í Japan, heldur Asíu allri. Með þessu væri virðingu mikilmenn- isins Fi-anks Buchmanns verð- ugur sómi sýndur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.