Vísir - 31.08.1961, Síða 7

Vísir - 31.08.1961, Síða 7
Fimmtudagui' 31. ágúst 1961 VÍSIR 7 Þegar 22. flokksþing Komni- únistaflokks Sovétríkjanna kcmur saman í október næst- komandi munu sennilega tveir menn í því verða látnir víkja úr æðsta ráðinu. Annar þeirra er Averki B. Aristov, sem í febrúar s.l. var sendur sem ambassador Sovét- ríkjanna til Varsjár — í eins- konar útlegð. Enginn vafi er, að hann fær reisupassa úr ráð- inu, en ef til vill er nokkur vafi um hinn, hinn aldna Otto W. Kuusinen, sem eitt sinn 'var yfirmaður Komintern og sagði erlendum kommúnistaflokkum fyrir verkum. Sterkar líkur eru a. m. k. fyrir því, að hann verði látinn draga sig í hlé. Það, sem mest er þó rætt um í sambandi við þetta er hvaða menn Krúsév velur í stað þess- ara tveggja, og efast enginn um, að hann muni nota tæki- færið til þess að velja dygga fylgismenn í staðinn fyrir þá. Flokksþingið mun samþykkja stefnuskrá Krúsévs, sem fyrr hefur verið getið, og að líkind- um velja nýja miðstjórn. Eftir fréttum frá Moskvu að dæma virðist nokkur óánægja ríkjandi yfir áformi Krúsévs að takmarka starfstíma sumra flokksforingja í embætti. Aristov hafði yfirumsjón með embættismönnum og rekstri þeirra sem varamaður Krúsévs, AHir jafnir í Angola? Eftir seinustu fréttum að dæma eiga nú allir að verða jafnir í Angola og öðrum portú- gölskum nýlendum. í Portúgal hefur verið birt tilskipun þess efnis, að í portú- gölskum löndum skulir allir hér eftir njóta jafnra borgara- legra réttinda. Felld verða úr gildi öll lög, sem verið hafa því til hindr- unar, að blökkumenn gæti mannast og menntast. Tekið er fram, að hin nýja tilskipun nái til undantekning- arlaust allra í nýlendunum, hver sem litarháttur manna er. í Rússneska lýðveldinu, en var sendur til Varsjár eftir að starf- semi flokksins i lýðvel^linu hafði verið harðlega gagn- rýnd. Sú var tíðin, að Krúsév notaði hann til þess að gera ræka ýmsa, sem fallið höfðu í ónáð hjá honum. Það var í maí 1960, sem þeir Nikolai I. Belyayev og Alex A. Kirichenko voru op- inberlega reknir úr fram- kvæmdastjórninni, en höfðu þá rauriverulega vérið valdalausir í nokkra mánuði. Belyayev þótti hafa staðið sig illa sem fokksforingi í Kazakhstan, en Kirichenko hafði sig svo mjög í frammi í framkvæmdastjórn- inni, að Krúsév þótti ráðlegast að losa sig við hann. í stað þeirra voru teknir í hana: Alexei N. Kosygin, Dmitri S. Poyanskf og Nikolai V. Pod- gorney. — í ágúst 1960 dró Klimenti E. Voroshilov mar- skálkur sig í hlé. Sumir ætla, að breytingarn- ar kunni að verða víðtækari — fleiri verði að víkja, en aðrir efast um það. Um eitt eru menn sammála: Allar breytingar verða miðaðar við að treysta Krúsév í sessi. Dr. Cheddi B. Jagan hinn nýi forsætisráðlierra Brezku Columbíu hyggst fara til Wasliington í nóvember og óslca eftir efnahagslegri að- stoð. Stjörnubíó s ý ni r mynd er n e f n i s t Paradísareyj- an. Enskur lá varður er á skemmtisigl- .ngu í Kyrra- hafinu, ásamt þrem dætrum sínum, tveim til- vonandi tengdasonum og þjón- ustufólki. Skip hans ferst, og hann lendir í bát með dætrun- um, tengdasonunum, einni þjón ustustúlku og butler sínum (því miður þekki ég ekkert is- lenzkt orð yfir butler). — Þau taka land á eyðieyju. Butlerinn (Kenneth More) hefur ráð und ir rifi hverju, eins og hinn frægi Jeeves hjá P. G. Woode- house, 1 og undir hans stjórn tekst þeim að koma sér vel fyrir og eru þar hamingjusöm í tvö ár. Butlerinn er ekki að- eins stjórnandi þeirra, heldur yfirmaður, og kalla þau hann governor, en lávarðurinn er herbergisþjónn hans. Elzta dótt irin (Sally Ann Howes, sem tók við af Julie Andrews, sem „Fair Lady“ á Broadway) verður ástfangin af butlernum, og stendur giftingarathöfn þeirra yfir, þegar sést til skips, sem bjargar þeim, svo að at- Kal’í frændi höfnin fer út um þúfur. Tekur þjónustufólkið þá aftur sitt fyrra sæti. Myndin er víða fyndin og i alltaf ske;mmtileg. Undir-' straumur alvöru er þó áber-; andi. Myndin ekki aðeins' held ur fram, heldur reynir að sanna, nauðsyn stéttaskipting- j ar. í Englandi hefur lávarður- inn sína þjóðfélagsstöðu, erfða að vísu, en ósannað er að það sé óheppilegt eða óeðlilegt. Á eyjunni er butlel'inn allsráð- andi, vegna þess að hann er einn fær um það. Að hann ekki lét sér nægja að stjórna hin- um, en gerði þau að undir- mönnum, er ekkert undrunar- efni, því að sjaldgæft er að fólk láti vel að stjórn jjafningja sinna. Ekki skal neinn dómur lagður, á kenningar myndarinn ar, en óliætt er að fullyrða að fólk muni skemmta sér betur við að velta þeim fyrir sér í Stjörnubíói, en í einrúmi. í stuttu máli: Ensk kímni með innihaldi. — Ó. S. Tripolibió sýnir franska skemmti- mynd: Kvennaklúbb ínn (Club de Fremmes). — Gerist í París og:fjallar um það hvernig heill skari ungra Fréttaaukinn í gærkvöldi .var frá heim- sókn séra Em- ils Björnsson ar í hið mikla safn British Museum, en þessi frétta- auki var næsta tilgangslítill, því að séra Emil gafst vitan- lega alls ekki tími til að gefa neina hugmynd um þetta regin safn — og ekki heldur að lýsa nema annarri af þeim mynda- bókum, sem gáfu aðaltilefnið til fréttaaukans, en myndirnar úr þessum bókum mun Menn- ingarsjóður gefa út — og væri helzt, að orð séra Emils kynnu að hafa eitthvert auglýsingar- ei!di fyrir þá útgáfu. Boðað var, að Haraldur próf. Bessason talaði um Guttorm skáld Guttormsson, og síðan læsi skáldið úr ljóðum sínum. Áreiðanlega mun prófessorinn hafa litið svo á, að skáldið kynnti sig bezt sjálft, enaa mun óhætt að fullyrða, að próf essorinn hafi ekki bætt 'þar um. Guttormur er nú bráðum 83 ára. Hann er fæddur vestan hafs og hefur a!ið allan sinn al^ur vestra sem einyrki á lít- illi bújörð. En svo heitt og innilega hafa íslenzkir foreldr- ar hans unnað því landi, sem þau urðu að hverfa frá, að þeim hefur tekizt að innræta syni sínum slíka ást á íslandi, íslenzkri tungu og menningu, kvenstúdenta leysir húsnæðis- vandamá! sín. Þær setjast nefnilega að í mannlausu húsi og glíma þar við sín vandamál, það örlar sem sé allt af á því alvarlega, en samt er bragur léttleika og spaugs yfirgnæf- andi sem vera ber. Hópnum stjórnar stúlka að nafni Nicole, virðuleg og fögur, leikin af Nicole Courcel, og gerir hlut- verkinu ágæt skil og margar hinna, en lasl ekik allar. Þær eru þarna ekki á einskonar fegurðarsýningu, heldur til að sýna ólíkar stúlkur við óvana- leg skilyrði, kvikmyndahús- gestum til skemmtilegrar dægra styttingar. Og m. a. o. reglunni um „engan Adam í þessari para- dís reyndist vitanlega ekki hægt að fylgja fram. Vel gerð skemmtimynd og er að henni góð dægrastytting. — A.Th. íslenzkri bókhneigð og kveð- skaparhefð að ljómi þeirrar ástar mun lengi bera órækt vitni kjarngæðum íslenzkra manndóms- og menningarerfða. Og sannarlega er það aðdáun- arvert, hvort sem lesin eru leikrit eða ljóð Guttorms Gutt- ormssonar, hins stritandi bónda inni á mörkinni kanad- ísku, hve djúpt hugur hans hef ur kafað, hve marga og ólíka strengi mannlegra tilfinninga hann héfur slegið, hve víðtæk hefur verið viðleitni hans í leitinni að listrænu formi, og hverjum árangri honum hefur tekizt að ná. Og fyrir það ber prófessornum að þakka, að hann mun hafa átt sinn hlut í því, að okkur var gefinn kost- ur á að heyra hinn meira en áttræða öldung lesa ljóð sin, lesa hið fagra lofkvæði um Is- land, hið dulþunga harmljóð um örlög íslenzkra landnema á Sandy Bar og smellin gaman- kvæði og glettnisvísur — og loks heyra hann á sinn Ijúf- fagra og listræna hátt bjóða ís- lendingum „Góða nótt“. Eftir undurfagra og frábær- lega vel flutta músík kom að því, sem á, dagskránni var kall- að:: „Þýtt og endursagt: Kenn- ingar um heimsmyndina, greip eftir Colin A. Rorian, þýdd af Málfríði Einarsdóttur (Þor- steinn Guðjónsson flytur)“. — Lái mér hver sem vill, en það fæ ég ekki skilið, hve mjög sem einhverjir kunna að lofa lærdóm og formsnilli þessa Ronans, að slík milljóna og ljósára talnastappa sem þarna var á borð borin, fái aukið á- huga náttúi’legra hlustenda á andlegum geimferðum eða hrifni þeirra af dásemdum sköpunarvérksiris, hvort sem orðálag eins og himingeimur- inn sé „allmiklu stærri“ en okkur hefði grunað, skal fært í reikning höfundar eða þýð- anda. Eða flutningur þessa er- indis! Það verða sannarlega að vera einhver takmörk fyrir því hve mjög menn megi vera dauð vflislegir og vangefnir til radd arinnar til þess að þeim sé sleppt í útvarp, jafnvel á þeim tímum árs, sem dagskrárábyrp ir menn útvarpsins kynnu að vera í sumarfríum! Ég fékk vart notið tónsmiða Hallgáíms Helgasonar eftir geimferðina. Gúðmundur Gíslason Hagalín.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.