Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 1
Ekkert merkilegt — skipið orðið gamalt sagði Björn Haukur skip- stjóri í radíó- samtali í morgun — Hvers vegna sökk Sleipnir? Þetta var fyrsta spurn- ingin sem fréttamaður Vísis bar upp við Björn Hauk Magnússon skip- stjóra, í radíósímtali við hann, þar sem hann var staddur um borð í Heklu. — Það er ekkert sér- stakt að segja um það. Það kom leki að skipinu og það sökk. Það er ekk- ert merkilegt, þetta var orðið gamalt skip. Framh. á bls. 5. Uppdráttur þessi sýnir staðinn þar sem Sleipnir sökk og það víðtæka björgunarstarf sem var hafið. BIORGUNARMONNUM BER HEBUR. Landhelgisgæzla Islands og Björgunarlið Varnar- Iiðsins á Keflavikurflug- velli unnu mjög gott starf í gærdag, þegar þeim tókst á skömmum tíma að finna gúmbjörgunarbátinn með sex skipsbrotsmönn- um af vélbátnum Sleipni, sem sökk um 200 mílur suðaustur í hafi. Víðtæk leit úr lofti var á byrjunarstigi, sagði Lárus Þorsteinsson skip- herra á Rán. Við vorum að skipta leitarsvæðinu niður á milli okkar, við og bandarisku flugvélarnar. Við ætluðum að leita á svæði sem var 40 mílur á lengd og 30 milur á breidd, og var fyrir aústan og vest- an staðinn þar sem skipið sökk. En við fundum gúmbátinn í fyrstu „renn- unni“. Skipbrotsmenn veifuðu Kom. bandarísk flugvél. ekki auga á bátinn um leið? — Jú, við höfum séð hanh samtímis. Við urðum fyrst var- ir við eitthvað á Radartækið í 7 mílna fjarlægð og úr 5 mílna fjarlægð sáum við bátinn. Bandaríska Radar-flugvélin varð hans vör um leið, ,en þar sem við vorum lægra urðum við fyrri til að koma niður að bátnum. — Sáuð þið skipverjana greinilega? — Já, já, svarar Lárus. Þeir veifuðu til okkar með hönd- unum og ég þekkti skipstjór- ann, Björn Hauk. Hann er gam all félagi okkar úr Landhelgis- gæzlunni, var stýrimaður á Þór og Óðni. Nákvæm staðsetning. Það tókst sannarlega vel til, heldur Lárus áfram, að við skyldum finna gúmbátinn svona fljótt og er áreiðanlegt að það er tvennu að þakka. Skipstjórinn á Sleipni hefur gefið upp nákvæma staðsetn- ingu bátsins þegar hann var að sökkva og þá hafði rekið að- eins stutt frá bátnum vegna þess að þeir voru hjá honum eins lengi og þeir gátu hald- izt. Mér óar við því, sagði Lár- us hvernig það hefði farið ef gúmbátinn hefði rekið lengra frá staðnum, þvi að hafið er svo geysistórt og erfitt að finna slíka smáskel sém er falin ein- hversstaðar í víðáttunum. Senditæki ; gúmbáta. Þótt vel tækist til nú, seg- ir Lárus Þorsteinsson, skul- um við láta betta okkur að kenningu verða. Það er ó- viðunandi ástand, að ekkert senditæki sé í gúmbjörgun- arbátunum. Það verður að IE1 $U iiC Kennedy Bandaríkjafor- setí tilkynnti í gærkvöldi, að hann hefði tekið á- kvörðun um það, að hafnar yrðu að nýju tilraunir með kiarnorkuvopn, neðanjarð- ar, og hafin aftur störf í rannsóknarstofum, er að slíkum tilraunum lúta. Forsetinn kvaðst eigi hafa séð sér annað fært en stíga þetta skref nú, þar sem Rússar héldu áfram tilraunum Sínum í gufu- hvolfi jarðar, með hættu- legum afleiðingum vegna setja það ífjög, að allir gúm björgunarbátar séu með lítil senditæki. Slík tæki eru fyrir nokkru komin á mark- aðinn. Vísir vill leggja áherzlu á það, að mjög gott starf var unnið skjótt og vel af Landhelgisgæzlunni og Varnarliðinu í gær. Það geislavirkra áhrifa, en sú leið sem hann hefði valið að gera tilraunirnar neðan- jarðar firrti mannkyn hættunni af geislaverkun- um. Kennedy endurtók, að tilboð hans og Macmillans til Krúsévs um samkomulag um bann við tilraunum i gufuhvolfinu, stæði til laugardags 9. sept. eins og áður var boðað. Enn sagði for- setinn, að ákvörðunina hefði hann tekið vegna þeirra skyldna sem á honum hvíli gagnvart Bandaríkjaþjóðinni og öllum frjálsum þjóðum, að gæta öryggis þeirra, og þetta muni allir sanngjarnlega hugs- hafði stórkostlega þýðingu hve fljótt var brugðið við. Þrjár flugvélar Varnarliðs-1 ins fóru af stað, tvær frá Keflavík og ein frá Skot- landi og skip voru strax reiðubúin að koma til hjálpar. andi menn sjá og skilja. Forsetinn tók ákvörðun sína að afstöðnum löngum fundum með helztu ráðunautum sín- um á sviði landvarna og ör- yggis, en þeir fundir hófust þegar eftir að Kjarnorkuráð Bandaríkjanna hafði tilkynnt, að Riissar hefðu sprengt þriðju kjarnorkusprengjuna yfir sov- ézku landi í Mið-Asíu. Þetta var ekki stór sprengja, á „milli lítilla og meðallagi stórra.“ . í brezka útvarpinu í morg- un var sagt, að sovétþjóðinni og fylgiþjóðum Rússa hefði ekki enn verið skýrt frá þvi, að sovétstjórnin væri byrjuð kjarnorkuvopnatilraunir á ný að boði Krúsévs. Kennedy \ :5ar spreng •ardar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.