Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. sept. 1961 VÍSIR 5 Sleipnisslysið: Deiit um 1,3 millj. króna tryggingu. ALLAR líkur benda til þess að ágreiningur muni rísa út af greiðslu vátryggingar á v.b. Sleipni, sem sökk í gær, þar sem skipið hafði hvorki tilskil- ið leyfi til fiskflutninga né heldur aukatryggingu svo sem venja er, þegar um slíka flutn- inga er að ræða. Þetta sagði Páll Sigurðsson, forstjóri Samábyrgðar íslands í viðtali við Vísi í morgun. Hann sagði ennfremur að trygg ingarfélagið hafi ekkert vitað um þessa síðustu ferð skipsins fyrr en skipið var komið á haf út, og þá aðeins frétt um hana af tilviljun í gegn um blaða- skrif. Tryggingarfjárhæðin nemur 1.300.000 krónum og er skipið endurtryggt hjá ýmsum aðil- um. Áður en greiðslur trygging arfjárins fara fram þarf allt að Rússar sprengdu ■ Frh. af 16. síðu: sem kjarnorkusprengingarnar voru framkvæmdar. Lewis Strauss greinir nú frá því í fyrsta skipti, að nákvæmt mælitæki hafi sýnt að verulegar sprengingar hafi verið íram- kvæmdar í Sovétríkjunum á þeim tíma sem þær áttu að liggja niðri. Hætta fyrir öryggið. Hann segir, að með þessum sprengingum sé hætta á því, að Rússar hafi getað framleitt og fundið upp ný kjarnorkuvopn og feli það í sér verulega hættu fyrir öryggi Bandaríkjanna, að Rússar hafi getað haldið til- raunum og rannsóknum áfram á sama tíma og slíkar rannsókn- ir voru algerlega stöðvaðar í Bandaríkjunum. Hótanir Krúsévs. Blaðamaður U.S. News and World Report spyr Strauss þá, hvers vegna Rússar hafi farið að gefa út tilkynningu sína um að þeir myndu hefja kjarnorku- vopnatilraunir að nýju, fyrst þeir hafa alltaf haldið tilraun- unum áfram. Það sem Rússar eru að gera núna er ekkert nema ógnunar- herferð gegn þjóðum heims. Þessi tilkynning var ekki nauð- synleg til að halda tilraunum áfram, en Rússar hyggjast beita ógnunum til að hræða þjóðir heims. Annað dæmi um þessar ógn- anir Rússa, telur Strauss vera yfirlýsingar Krúsévs um risa- atómspi’engju. Auðvitað er hægt að eera kjarnorkusprengj- ur af hvaða stærð sem er, en þó er of mikið gort og ógnana- svipur í yfirlýsingu Krúsjeffs. vera á hreinu um gildi trygg- ingarinnar, en Páll kvaðst ekki sjá að svo væri í þéssu tilfelli. Hann sagðist heldur ekki sjá fram á annað en að hér yi'ðu dómstólar að skera úr. Vísir reyndi í morgun að ná sambandi við Árna Böðvarsson útgerðarmann sem er einn af eigendum Sleipnis og leita á- lits hjá honum uin þetta mál, en blaðið náði ekki til hans. Ný lög- reglustöð. Á fundi bygginganefndar Reykjavíkurbæjar^ er haldinn var nú um síðustu mánaðamót, var lögð fram umsókn frá húsameistara ríkisins, um leyfi til að hefja framkvæmdir við byggingu nýrrar lögreglustöðv- ar fyrir Reykjavík. Lögreglustöðin á að rísa á hinni gömlu lóð Gasstöðvar- innar við Hverfisgötu. Verður byggingin öll rúmlega 1640 fermetrar. í umsókn húsa- meistara er talað um leyfi fyrir byggingu hluta af allri stöðv- arbyggingunni. — Var málinu vísað til bæjarráðs. Útvarpið. Frh. af bls. 7. athyglisverðar tillögur. Ekki get ég frekar rakið þetta ágæta erindi, en það var flutt af ein- stakri hreinskilni og glöggum skilningi á miklu og viðkvæmu vandamáli. Ég vona aðeins að sem flestir hafi lagt við eyra. Ævar R. Kvaran, leikari flutti þáttinn „Úr ýmsum átt- um“ og rabbaði um borgir. er sokkið hafa í djúp hafsins og viðleitni fornleifafræðinga til að grúska í þeim Þetta var nokkuð fróðlegur lestur, þótt oft áður hafi Ævar haldið hlust endum fangnari en nú. Af tónlistinni minnist ég sér staklega á „Ástir galdramanns ins“ eftir Manuel de Falla, sem mér fannst fagurt og sérkenni legt verk, sem alltaf er gaman að heyra. Ungu stúlkurnar sáu svo um léttu lögin fyrir unga fólkið sem lokaði fyi'ir kamm- ertónleikana í fyrrakvöld, en þeir, sem hlustuðu á kammer- tónleikana hafa hefnt fyrir, með því að loka fyrir unga fólkið í gærkvöldi. Hann ér lítill friðurinn i tónlistarheim- inum sem og í öðrum heimum. Þórir S. Gröndal. Mynd þessi, sem Hrafnkell Guðjónsson stýrimaður á flugbátnum Rán tók í gær, sýnir að það var allkröpp bára á hafinu suðaustur af íslandi í gær, þegar sex skipbrotsmenn af Sleipni voru þar einir á valdi hafsins. Björn Haukur skipstjóri sagði Vísi þó í morgun, að liann og félagar lians hafi aldrei æðrazt. Myndin var tekin þegar bandaríski tundurspillirinn Ketchner kom á vettvang. Hvítur hringur sýnir gúmbjörgunarbátinn. Ekkert markvert — Framh. af 1. síðu. Hræddir við blaðamenn. — Hvenær urðuð þið varir við lekann? — Það var kl. 6—7 um morg j uninn. Þá kom 1. vélstjóri og, kvartaði yfir leka. Annars á ég | ekkert að vera að segja ykkur 1 blaðamönnum þetta. Það kem- ur allt saman öfugt og snúið hjá ýkkur eins og venjulega. — Voruð þið með mikinn fai’m? — Nei, við vorum með tóma fiskkassa I Réttur í navigasjón. — Þeir segja ókkur í land- | helgisgæzlunni, að staðará- kvörðunin þín hafi vei’ið ná- kvæmlega rétt. — Já, ég er vanur því að vera réttur í navigasjóninni. Ég var alveg viss um staðsetn- inguna. — Ertu gamall sjómaður? — Ég byrjaði á sjó fimmtán ára. Skipinu hvolfdi. — Þið voruð lengi á skipinu þó að það væi’i að sökkva? — Ég fór ekki frá borði fyrr en það sökk, Því hvolfdi og rétt um leið stökk ég í gúmbátinn hjá félögum mínum. Aldrei hræddir. — Þekkirðu hann Lárus Þor steinsson hjá Landhelgisgæzl- unni? Björn Haukur, skipstjóri. — Já, ég þekkí hann. Ég var sjálfur einu sinni hjá Landhelg isgæzlunni. — Hann þekkti þig líka. Hann var í Rán og sá þig veifa. Hann segir að það hafi bjargað ykkur, að þið voruð komnir svo stutt frá staðnum, þar sem Sleipnir sökk. — Jæja, við voi’um aldrei neitt hræddir. Við vissum að neýðarskeytin höfðu heyrzt og vorum í engu efa um að okk- ur yrði bjargað. Lítið blautir. — Hvernig var aðbúðin á gúmbátnum? — Ágæt, við vorum lítið blautir og við hlýjuðum okk- ur. Svo vil ég bara biðja þig um að birta í Vísi beztu þakkir okkar fyrir mjög góða aðhlynn ingu bæði í bandaríska herskip inu og á Heklu. Allir vildu allt fyrir okkur gera. Við skiptum samt ekki um föt á bandaríska skipinu af því að svo skammt myndi verða þangað til við kæmum um borð í Heklu. Og svo að lokum sagði Björn Haukur við fréttamann Vísis, skaltu eiga mig á fæti ef þú aflagar þetta eitthvað í blað- inu. Þá skal ég mæta þér eins og sjómaður. — Þakka þér fyrir Björn, — ég vona að það verði óhætt fyr ir mig að mæta þér. ‘ ★ Um kl. 9 í moi'gun hafði Haukur skipstjóri talað heim til konu sinnar frú Kristínar Halldórsdóttur. Það lá ágæt- lega á honum, sagði Kristin. Við töluðum aðeins stutt sam- an. Hann spurði um hagi okk- ar heima, og kvaðst vonast til að hann kæmi í kvöld, en það gæti dregizt fram undir mið- nætti að skipið kæmi. Jilkynning. I.O.O.F. 9 — 143968% — K.R. — Innanfélagsmót í dag kl. 6 í 800 m. hl. Stjórnin'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.