Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 6
6 VISIK Miðvikudagur 6. sept. 1961 HUGRUN: Sflu rSntt á sIhtíii ii hafði synt inní varð eftir. Þannig var mér hent í sjóinn aftur. Fyrstu dagana fann ég ekki mjög mikið fyrir band- inu. Ég hugsaði um það eitt að komast sem lengst frá þessum hræðilega stað. En eftir því sem ég stækk- aði varð þrengingin meiri. Ég sem hafði hlakkað til að verða stór, leit nú aldrei glaðan dag. Þrautimar urðu meiri og meiri. Ég fann, hvemig bandið skarst inn í líkama minn og særði hold og bein. Hvers vegna eru mennimir svona miskunnar- lausir, — getur þú sagt mér það ? Ekki hafði ég gert þeim neitt. Ég var bara saklaus lítill kópur. Ég veit að það em ekki allir menn svona, ég hef séð menn sem líta vin- gjarnlega til mín. Ég hef leg- ið hérna .á skerinu tímunum saman, í þeirri von að þeir tækju eftir þjáningum mín- um, að þeir sæju, hvað amaði að mér. Þeir hafa víst haldið að ég lægi hér vegna þess að ég væri svona gæfur, og hændur að þeim og þeir hafa þess vegna ekki viljað, að það kæmi að mér styggð. Hvern- ig áttu þeir að vita að ég þyrfti að lúta þessum illu ör- lögum. Ég hef oft óskað þess að ég gæti hrópað til þeirra um hjálp. En við selirnir getum ekki talað. Við verðum að láta okkur nægja það að vera bara selir. Ef ég væri maður, myndi ég vilja vera góður maður, og láta gotf af mér leiða. Ég held að mennimir haf i hæfileika til þess og þeim færi það betur en grimmdin og kæruleysið. Ekkert hafði ég til saka unnið, annað en að vera til. Ég finn að ég muni ekki lifa lengi hér eftir. Ég get ekki lýst þjáningum mínum. Sár- in mín eru djúp, og sjórinn saltur. Ef þú hefur fengið salt í sár getur þú rennt grun í það, hvað ég hef liðið. Smátt og smátt hefur bandið skorizt inn í líkama minn. Því dýpra, eftir því sem ég varð stærri. Viltu skila til mannanna, að ég biðji þá að gera aldrei svona Ijótt aftur. Skilaðu til þeirra, að ég biðji þá að vera miskunnsama, ekki einungis hver við annan, en líka við okkur, sem erum minni mátt- ar... Ég rumska við það að stór fiskifluga sezt á nefið á mér. Svo þetta var þá draumur, mjög undarlegur draumur. Eða var það ekki draumur? Ég lít fram í skerið, og hvað sé ég? Sel. Ekki ber á öðru. Þá hlýtur þetta að hafa verið veruleiki. Selurinn hef- ur hugsað svona sterkt til mín. Selir hugsa áreiðanlega. Hann hefur skriðið upp í sker ið, meðan ég sat þarna og dottaði. Ég rís á fætur, og geng fram og aftur í fjörunni. Það er stutt og grunnt á milli skers og lands. Ég fer úr sokkunum og veð fram. Sjór- inn ervolgur. Mér þykir gam- an að busla í volgum sjó. En í þetta sinn finn ég ekki til neinnar ánægju. Ég er ótta- slegin og eftirvæntingarfull. Ég vona, að selurinn sé ó- meiddur. En því miður er að- koman Ijót. Það er hyldýpi þjáninga í fallegu augunum hans. Hann mænir til mín og væntir líknar. Ég sé teygju- bandið djúpt inn í sárinu, sem nær utan um hann allan. Svo hroðaleg er aðkoman, að nokkur af rifjum hans hafa sagazt í sundur... Þennan sama dag fara nokkrir góðhjartaðir menn fram í skerið, til þess að binda enda á þjáningar hans. Það var ekki til nema ein leið, úr því sem komið var. Nú hefi ég komið áleiðis skilaboðunum frá helsærða málleysingjanum á skerinu. Saklausa selkópnum sem hlakkaði til að verða stór... • 1 frétt frá Nýju Dehli segir, að Franska olíustofnunin, sem er ríkisstofnun, hafi heitið Ind- landsstjórn aðstoð við olíuleit í Jaisalmerhéraði I Rajasthan- ríki. Franska stjórnin leggur fram gjaldeyri, sem nemur 8 miUjónum dollara til þessara framkvæmda. • Leonid I. Brezhnev forseti So- vétrikjanna er væntanlegur í opinbera heimsókn tU Finn- lands 22. sept. og dvelst þar í Iandi vikutíma. • Launakröfur 1.5 millj. opin- berra starfsmanna á Bretlandi liafa verið „frystar“, þ. e. stjómin fellst ekki á neinar launahækkanir fram yfir það, sem liún þegar hefur fallizt á, meðan Selwyn Lloyd er að rétta við fjárhaginn. ( ' , Ég er orðin þreytt eftir langa skemmtigöngu á ströndinni. Ég dreg andann djúpt og teyga að mér hress- andi sjóloftið. Ég fæ mér sæti á steini í fjörunni. Öldumar hoppa léttilega uppí fjöru- grjótið. Lágvær sjávarniður- inn gerir mig syfjaða. Sólin skín, og fuglamir kvaka. Fiskifluga suðar yfir höfði mér, hún er stór og bústin og marglit í sólskininu. Nokk- ur drifhvít ský ber við bláan himinn, eins og svanir á flugi. Ég horfi á þau þar til þau greiðast í sundur og hverfa út í fjarskann. Skammt und- an landi skýtur selur upp kollinum. Mér sýnist hann horfa svo einkennilega biðj- andi til mín. Ég gef því ekki frekari gaum, en legg aftur augun. Ég gleymi stund og stað. En hvað er þetta? Er einhver að gráta? Hver get- ur það verið, sem grætur á svona fögmm degi? Hver ert þú sem grætur? Það er ég, sem ligg hérna á skerinu. Sérðu mig ekki? Nei, jú; nú sé ég þig! En hver ertu? Ég er selur. Já, nú þekki ég þig. En hvers vegna ert þú að gráta ? Mér líður illa, mjög illa. Ég er mikið veikur. Hvað gengur að þér? Ég er helsærður. Hvemig stendur á því? Það er löng saga að segja frá því, en ef þú vilt hlusta á mig, skal ég segja þér hvern- ig það atvikaðist. Ég skal hlusta, því máttu treysta. Það var bjartur og sólrík- ur dagur. Ég og móðir mín, sem var svo góð og nærgæt- in, vorum að leika okkur héma úti á sundinu. Við vor- um óttalaus og hamingjusöm. Lífið virtist brosa við okkur. Við syntum alveg upp að landi, og móktum í sólskin- inu, á milli þess sem við dýfð- um okkur. Við fómm í elt- ingarleik, og ég gleymdi að- vömn móður minnar, um að hætta mér ekki of langt frá henni. Hún kunni betur að varst hættumar. Hún vissi, að það voru til verur, sem hétu menn og að þeir hefðu það til, að vera hættulegir. Hún sagði að þeir gengu á tveimur hreifum, og að þeir legðu stundum snörur í sjó- inn. Ég var búinn að hugsa mér að vara mig á mönnun- um, en þennan dag gleymdi ég allri varkámi. Það var metnaður minn að þora sem lengst frá móður minni og látast vera duglegur kjark- mikill kópur, sem mamma gæti verið hreykin af. Ég fann hvemig líkami minn stæltist og þandist út af til- hugsuninni um að verða stór. Þá var það, sem ógæfan dundi yfir, ég fann að ég var orðinn fastur, og gat ekki losnað, hvernig sem ég barð- ist um. Ólýsanleg skelfing gagntók mig. Ég brauzt um, þar til ég gat ekki meira. Ég hugsaði um móður mína. Hvar var hún nú? Hún sem fram að þessu hafði alltaf vemdað mig frá öllum voða, var nú hvergi sjáanleg. En það var ekki hennar sök, þótt svona færi. Nú varð hún einn- ig að líða, saklaus mín vegna, hún myndi leita mín harm- þrungin, án árangurs. Og þótt hún fyndi mig, gæti hún áreiðanlega ekki losað mig. Þetta var sennilega ein af snömm mannanna. Ég veit ekki hvort þú getur skilið ör- væntingu mína. Þú sem situr þarna á steininum í f jöranni. Þú skilur það ekki, nema að þú hafir reynt eitthvað svip- að. Ég gæti trúað mönnunum til að leggja snörar hver fyr- ir annan. Ég var orðin hálfdofinn, þegar ég fann að mér var lyft upp, lengra og lengra, þar til ég var kominn upp á yfirborð sjávarins. Þá fann ég neista vonarinnar kvikna, og ég barðist um af öllum kröftum, í þeirri trú að mér tækist að losa mig. Þá var það sem ég var gripinn með hörðum höndum og ljótu orðbragði. Ég skildi að vísu ekki, hvað sagt var, en ég vissi, að það var ekki fallegt, ég heyrði það á röddinni og fann það á handtökunum. Á þessari stundu leit ég mennina í fyrsta sinn, og ég sá meira, við fætur þeirra í bátnum lá hún mamma mín hreyfingar- laus og rauður vökvi rann úr sári á höfði hennar. Ég reyndi að gefa henni merki um að ég væri í hættu, en aldrei þessu vannt sinnti hún mér ekki. Fallegu augun hennar voru eitthvað svo vonleysis- leg og sljó. Hún leit ekki einu sinni í áttina til mín. Svo undarlegá brá við að ég fór að greina orðaskil mannanna. Ég heyrði þá tala saman um að kópskömmin hefði flækzt j í netið hjá þeim, og fest sig: í einum teygjuhringnum neð-! an í því. Það væri enginn maður í honum, og því væri bezt að henda honum út aft- ur. Það væri ekki ómaksins vert að taka af honum teygj- una. Það gerði svo sem ekk- ert til hvað um hann yrði, þetta afstyrmi. Ég sá blika á hræðilega stóra sveðju sem notuð var til þess að skera sundur bandið, sem hélt mér föstum við netið, en teygjan, sem ég Um miðjan ágústmánuð vígði Sir Patric Benison, landstjóri Breta í Kenya, nýtt friðland handa villi- dýrum. Við sama tækifæri var hálfs annars árs nas- hymingskú sleppt á hinu girta svæði, og var ætlazt til þess, að hún færi strax að fá sér að drekka úr vatnsbólinu, sem sjá má á myndinni. En „kusa“ var ekki á því, hana langaði víst til, að heilsa eitthvað upp á tvífætlingana, sem höfðu haft hana í haldi, svo að Benison (annar frá hægri) og förunautar hans urðu að forða sér upp á kassann, sem nashyma hafði verið í. Þar urðu þeir að dúsa í 20 mínútur, en þá leiddist henni þófið og hélt Ieiðar sinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.