Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur G. septcmber Sáu fyrsta snjó- inn í morgun. FRÉTTARITARI Vísis á Húsavík símaði í morgun, að þar væri farið að hausta að. Við sáum fyrsta nýfallna snjóinn í morgun, sagði hann. í nótt snjóaði niður í miðjar hlíðar í Kinnarfjöllum, svo hér er haustlegt til fjalla að líta í dag. RUSSAR SPRENGDU t atómsprengjur í laumi. Einn fremsti kjarnorku- málasérfræðingur Banda- ríkjanna, Lewis L. Strauss hefur haldið því ákveðið fram í blaðasamtali við límaritið U.S. News and World Report, að Rússar hafi allan tímann haldið uppi kjarnorkuvopnatil- raunum á laun. Strauss sem fyrir nokkr- um árum var formaður kjarnorkunefndar Banda- ríkjanna segir, að Rússar Bogason og Co. felldu 10 Kreindyr. Hreindýraveiðarnar eru nú í fullum gangi og í gær- kvöldi kom til Reykjavíkur einn leiðangur, sem verið hafði undir stjórn Agnars Bogasonar ritstjóra Mánu- dagsblaðsins. Voru þeir félagar þrír saman og felldu alls 10 dýr í fjögurra daga veiðiferð. Auk Agnars voru í förinni Þorsteinn S. Thorarensen, full- trúi við Borgarfógetaembættið og Matthías Einarsson. 'Fylgd- armenn höfðu þeir félagar tvo, þá Friðrik Stefánsson á Hóli í Fljótsdal og Kjartan Bjarna- son. Fóru þeir á hestum til veiðanna og voru á suðuröræf- um sunnan Snæfells og Jökuls ár. Sáu þeir mikið af hreindýr- um, m.a. fjóra stóra hópa sem í voru allt að 90 'dýr og fjöl- marga smærri. Féllu 10 dýr, þar af 4 stórir tarfar. Notuðu veiðimenn lögboðin skotvopn, en það eru langdrægir rifflai; af gerðinni 30006, með sjón- auka. Voru dýrin skotin á 100 til 200 m færi. Kjötið var flutt til byggða og fryst en verður síðan flutt flugleiðis í kjötbúð- ir hér í bænum. Annar leiðangur hreindýra- veiðimanna er nú á fjöllum. Munu það vera Akureyringar en ekki er vitað um veiði þeirra. Leyft er í ár að fella 600 dýr en veiðitímanum lýkur 20. sept. Undanfarin ár hefir aðeins um helmingur þeirra dýra verið felldur sem leyfður hefir verið. muni algerlega hafa svikið hið þegjandi samkomulag sem gilti milli stórveldanna síðustu 34 mánuði um stöðvun kjarnorkutilrauna. Ekkert lilé. Hann segir að vísu, að ekki sé hægt að fá örugga sönnun fyr- ir þ'essu. Hún geti aðeins fengizt með því að fara á staðinn þar Framh. á 5. síðu. Strauss kjarnorkufræðingur. Byrjað á fiskmiðstöð fyrir Rvík. næstu daga. ★ Dómsmálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt þá ráðstöf- un Kennedys forseta að skipa blökkumanninn Jam- es B. Parsons dómara sam- bandsréttár / Norður-Illinois. Blökkumaður hefur aldrei fyrr verið skipaður dómari í sambandsrétti í Bandaríkj- Innan fárra daga verða hafnar framkvæmdir við byggingu sérstakrar fiskmiðstöðvar fyrir alla fiskdreifinguna hér í Rvík, en hún verður í Örfirisey. Bæjaryfirvöldin munu styðja fyrirtæki þetta, því útgerðar- ráð hefur samþykkt að mæla með því að Reykjavíkurbær gangi í ábyrgð fyrir 1,5 millj. kr. láni eða lánum til bygging- arinnar. í hinum fyrsta áfanga verður auk fiskmóttökunnar, farsgerð reykklefar, . fiskþurrkun og söltun. Ari Magnússon fisksali, for- maður stjórnar Fiskmiðstöðvar innar h.f., sagði í morgun í sam tali við Vísi, að byrjað yrði á fimmtudag eða föstudag. Við vonumst til að Ijúka við grunn- inn, sem verður 1400 fermetrar fyrir áramótin. Þá er ætlunin að fyrsti áfangi byggingarinnar verði fokheldur orðinn 31. maí næstkomandi, sagði Ari. Birgir Frímannsson hefur tekið að sér framkvæmd- irnar, sem áætlað er að kosti nær 4 milljónir króna. Hlutlausir ræða I# E B/f r r Kennedy og Krusev, Um klukkan 5 í morgun var þetta götuljós keyrt niður, á horni Klapparstígs og Laugavegar. Ástæðan til þessa óhapps var sú áð til slagsmála kom í bílnum, í aftursætinu, en við það fipaðist ökum^nninum. Eins og sjá má slengdist ljósastólpinn í sýning- larglugga og braut hann. Slys hlauzt ekki af. (Ljósm. Vísis I.M.) Kennedy Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir, að sér væri á- nægja að hví, að þeir kæmu á fund hans Sukarno forseti Indó nesíu og Keila forseti Mali. og stingur upp að viðræðufund- ur þeirra verði eflir um það iiil viku. Um það var rætt á Belgrad- ráðstefnunni, að forsetar ofan- nefndra ríkja færu á fund Ken- nedy, en Nehru forsætisráð- herra Indlands og Nkrumah for sefi Ghana á fui.d Krúsévs, til þess að fá þá til að koma sam- an á „toppfund“. Nú er Belgradráðstefnunni I lokið og hefur verið birt sam- ! eiginleg yfirlýsing, þar sem i eindregið er óskað eftir slíkum j fundi þeirra í von um, að það j yrði til að afstýra styrjöld, sem myndi tortíma þjóðum heims. Mikill ágreiningur var hvort taka skyldi upp í yfirlýsinguna fordæming á nýlendustefnu, en leiðtogar Afríku þjóða höfðu bitið það í sig, að fá henni fram- gengt, en aðrir voru því mót- fallnir, Nehru og fleiri, og var þessu líkt við að „lemja dauð- an hest“ — en samkomulags vegna var þetta tekið með, en stærsta mál ráðstefnunnar var að áliti Nehrus: Styrjöld eða friður. — Fyrst var haldinn margra klukkustunda lokaður fundur um yfirlýsinguna, svo opinn, og loks fæddist yfirlýs- mgin, en fæðingin var mjög erfið. SV-gola, að með um. Hiti 8— 10 stig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.