Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. sept. 1961 VÍSIR 7 Nehru forsætisráðherra Ind- lands sagði að ákvörðun Rússa hefði komið eins og reiðarslag, og Nasser forseti Egyptalands sagði, að hún væri kjaftshögg Rússa til hinna hlutlausu frið- elskandi þjóða. Fór Nasser sér- staklega hörðum orðum um framkomu Rússa í afvopnunar- málunum.' Tito forseti Júgóslavíu setti ráðstefnuna. Hann sagði, að j aldrei hefðu horfurnar í heirn- i inum verið uggvænlegri en nú. Styrjaldarhættan væri að nálg- ast hámarkið og hefðu aldrei frá því fyrir síðustu heims- styrjöld heyrzt þvilíkar stríðs- hótanir sem nú. Hér taldi Tito, að hinar hlut- lausu þjóðir heimsins hefðu hlutverki að gegna, að beita áhrifamætti sínum til að lægja stríðsólguna. Vildi hann að Bernabé González Chapa og tvær myndir hans f Ásmundar- sal: „Mexikanskt landslag“ og „Fjöll í rauðum og bláum litum“. Mexikönsk málverk i Ásmundarsal. . Á laugard. opnar mexikanskur listmálari, Bernabé Gonzálcz Chapa, sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu, og er það í fyrsta sinn, sem maður frá „latnesku“ Ameríku heldur málverkasýningu hér á landi. Listamaðurinn sýnir þarna myndir frá heimalandi sínu, New York og myndir, sem hann hefur málað hér síðan hann kom hingað í vor eð leið. Hingað kom hann m.a. til að heimsækja vin, sem hann eignaðist vestan hafs, Halldór Hansen, yngri, þegar hann var við sérnám í læknisfræði vestra fyrir fáum árum. Dvölin her varð lengri en hann ætlaði í fyrstu, og hann er viss um að koma hingað aftur áður en langt um líður. Og enda þótt honum þætti landið kaldrana- legt í fyrstu, „þá eru þó alténd húsin hlý, og gott að vinna hér,“ sagði hann við frétta- mann Vísis í gær. González Chapa lærði fyrst að mála' í Mexikó-borg, en fór síðan til New York og lagði stund á listsögu við Columbia- háskólann, og þar kynntist hann Halldóri Hansen. Hann hefur áður heimsótt París, og eftir rúman mánuð fer hann þangað til framhaldsnáms. — Sýning hans í Ásmundarsal stendur til 10. september. Kalli frændi hlutlausar þjóðir mynduðu öfl- ug samtök innan vébanda Sameinuðu þjóðanna til að varðveita friðinn. Sumarbústað „stoliö.” í FYRRAKVÖLD hafði rnaður nokkur komið á lögreglustöð- ina og kvartað yfir því að stol- ið hafi verið sumarbústað hans. Hafði hann staðið við Elliðaár, steyptur í hólf og gólf. Jarðrask á staðnum benti til að beitt hefði verið jarð- ýtum við að nema bústaðinn á brott. í morgun var rannsókn þessa máls enn ekki hafin hjá rannsóknaílögreglunni. En sú tilgáta var sennileg að bú- staðurinn, sem mun hafa verið „stríðs fyrirbrigði“, hafi verið fjarlægður af bæjarvinnu- mönnum. Fyrst nokkur orð um þul- ina í fullri vinsemd. — R a g n a r T. Árriason hef- ir undanfarið lesið fréttirn- ar í hádegi og um kvöldmat. Honum hættir mjög við að mislesa og fipast, þótt hann hafi annars skýra og ágæta rödd. Máske eru handritin óglögg, eða þá að hann kynnir sér ekki innihald ið fyrir lestur. Þessum ágalla getur hann auðveldlega kippt í lag. Mér finnst tilhlýðilegt að bjóða nýja kvenþulinn (þul- una?), Fríðu Björnsdóttur, vel komna að hljóðnemanum, en hún hefir nú siðari hluta sum- ars, flutt fréttirnar um kaffi- leytið. Fríða les skýrt og greini lega, án misfella, en mér finnst hún mega slá örlítið af hraðanum, því henni er oft ein um of mikið niðri fyrir, svo maður heldur,' að komið sé stríð. Við æfinguna verður hún ábyggilega fyrirmyndar þulur. Fréttunum frá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöldi fannst mér ofaukið. Við vorum nýbúin 43 skipsfarmar fisks úr Eyjum. Athafnalífið í Vestmanna- eyjuni hefur aldrei verið fjör- ugra en í sumar. Þar hefur ver- ið að jafnaði meira að gera en á vetrarvertíð. Unnið hefur ver- ið alla virka daga langt fram á kvöld og hver einasta vinnufær hendi hefur verið við störf. — Þetta byggist allt á fiski drag- nótabáta Og humarbáta. Frystihúsin hafa ekki kom- izt yfir að verka allan aflann sem borizt hefur á land og það sem umfram er hefur verið flutt út ísvarið til Bretlands- eyja. Frá því að vertíð lauk, eða frá 9. maí til 25. ágúst hafa 43 skip farið með ísvarinn fisk frá Vestmannaeyjum til útlanda. Er hér um að ræða eigin afla og ísvarinn kassafisk af dragnóta- bátum. Eru það fiskiðjuverin í sameiningu sem flytja aflann úr landi. í fyrra sumar var fiskurinn fluttur út með dönskum leigu- skipum en í sumar hafa ein- göngu íslenzk skip flutt aflann út, að undanteknum tveimur förmum sem sænskir bátar tóku. Stórtækust í flutningun- um hafa verið 250 lesta tog- skipin Margrét, Steingrímur trölli og Pétur Thorsteinsson. Ekki er annað fyrirsjáanlegt en að áframhald verði á fisk- útflutningnum fram eftir hausti, því enn aflast vel, sím- aði fréttaritari Vísis nýlega. -jfc- Fundist hafa nýjar fjölda- grafir í Póllandi nálægt Suchedniow í Kielcenfylki. Þarna munu hafa verið verið grafnir Gyðingar, sem nazistar drápu 1942—1943. að heyra um allar stríðsæsing- arnar í aðalfréttunum en feng ’ I um svo greinargoðan lestur Leifs Þórarinssonar á sprengi- ýfirlýsingu Rússa ásamt upp- lýsingum um drápskraft morð- tóla þeirra o.fl. Fólk er farið að verða slappt á taugum und- ir þessum óhugnanlega lestri, og eftir tölu Leifs í gærkvöldi sá ég nábúa minn byrja að grafa fyrir loftvarnarbyrgi í bakgarðinum hjá sér. Ef endi- lega þarf að útvarpa fréttum frá sundurlyndi SÞ, þá ætti að gera það kl.. 3 á nóttunni. Séra Áreiíus Níelsson flutti erindi um hlutverk prestsins í þjóðfélagi okkar. Hann hóf mál sitt með því að tala um ljómann og glæsjleikann, sem iék um prestana í gamla daga, þegar þleir voru mestir höfð- ingjar i sveitum og bjuggu á beztu jörðunum. Þá voru þeir hafnir yfir alþýðuna sökum menntunar sinnar. Nú væru prestsjarðirnar orðnar viða með Iélegri jörðum, en mennt- un almennings hefði fleygt svo fram, að prestsmenntunin gæfi lítið tilefni til undirgefni al- múgans við guðsmenn þjóðar- innar. Prestar nú á dögum geti hvorki vænzt þess að hljóta jarðarauð né frama og verði því eingöngu að treysta á að varðveita virðingu sína sem bezt, með því að duga vel í starfi sínu. Svo rakti hann hin- ar margvíslegu skyldur prests í þéttbýli. Prédikunin væri nú ekki lengur aðalstarf prests- ins heldur hefðu ýmis fræðslu og mannúðarmál þokað henni úr höfuðsætinu. Síðast en ekki sízt, væru margir prestar for- ystumenn við byggingar á stór um kirkjum í söfnuðum sín- um, byggingum, sem að margra dómi væru ónauðsyn- legar, og yrðu prestar oft að gangast fyrir alls konar fjár- öflunarleiðum með dyggilegri aðstoð kvenfélaga og annarra félagsdeilda innnan safnað- anna. Árelíus ræddi líka mikið um guðsþjónusturnar og hvern ig bez( mætti takastíað ná til fólksins. Hann drap á það, að sérstaklega virtust langar préd ikanir fara fyrir ofan garð og neðan hjá unga fólkinu. Stakk hann upp á stuttum en hnit- miðuðum ræðum mikið af létt um söng með þátttöku kirkju- gesta, tvísöng og jafnvel stutt- um sýningum. Finnst mér þetta Framh á 5 sfHn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.