Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Miðvikudagur 6. sept. 1961 Stutt heimsókn að Reykjum þar, sem ræktun kjötfugla er að hefjast Hvað er eðlilegra, en að við sem fáumst við búskap hér á lancjj reynum að hagnýta okkur reynslu og þekk- ingu hinna háþróuðu landbúnaðarþjóða, að svo miklu leyti sem sfíkt fellur inn í hérlenda staðhætti, sagði Jón Guðmundsson á Reykj- um í Mosfellssveit, er hann um daginn sýndi ljósmyndara og blaða- manni Vísis álitlegan hóp af hvítum hænum og rauðbrúnum. Þetta voru nýir landnemar í hinu stóra hænsnabúi hans, Fuglakynbótabú- inu að Reykjum eins og það heitir í símaskránni. Á undanförnum árum hafa blöðin sagt mikið frá holda- nautum, jafnvel „holdaönd- um“, sem Þorvaldur í Síld og Fiski ræktar í stórum stíl á búi sínu suður á Vatns- leysuströnd. En þessi hvítu og rauðbrúnu hænsni, sem Jón sýndi okkur upp hjá Reykjum á dögunum, eru „holda“-hænsni, — kjötfugl- ar, sem eingöngu vegna hins Ijúffenga og holla kjöts eru ræktuð í stórum stíl í Dan- mörku og Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. ★ Ekki skluð þið í blaðinu segja, að þetta séu hin fyrstu kjöthænsni hér á landi, því mér er kunnugt um að Magn- ús Stefánsson, húsvörður í Stjórnarráðinu, átti slík hænsni í eina tíð. Þessi kjöt- hænsnahóur er um 100 fugl- ar. Þeir eru nú um 13 vikna gamlir. Eggdn keypti ég frá Danmörku. Að vísu voru all- miklu fleiri egg keypt, en þau eyðilögðust af völdum verkfallsins í júnímánuði sl. Þessar hvítu hænur sem þið sjáið 'heita Plymouth Rock. Rauðbrúnu hænurnar heita New Hampshire. Þetta eru nöfn sem fræg eru þegar um er að ræða holda-hænsni eins og þið sögðuð áðan. Þessar hænur ná slátur- þroska á 10 vikum, en þá þykir kjötið bezt, Eru hæn- urnar þá rúmlega kíló, en hanarnir aftur á móti um hálft annað kg. Ef þær fengju að lifa og taka út vöxt sinn, þá myndu hænurnar ná 3 kg. þyngd eða þar um bil og hanarnir um 4 kg. Venju- leg varphæna, 14 vikna gömul, eða skulum við segja kjúklingur eins og það heitir á máli matsveina veitingá- húsanna, er kringum 1 kg. Tíu vikna kjöthæna ætti að hæna t. d. öll miklu stærri og líkamsbygging hennar öll miklu meiri en venjuleg varphæna. Sjáið t. d. lappirn. ar á þessari hænu og berið þær saman við lappirnar á varphænunum. Það er mik- ill munur á hve lappir kjöt- hænunnar eru sverari og sterklegri. Bringan er þykk, falleg og kjötmikil á þessari hænu. Finnið bara sjálfir! • * Þessar hænur mínar eiga að mynda stofninn að því kjötfuglabúi, sem eg hyggst koma hér á fót á næsta ári. Jón sagði, að miðað við út- reikninga í vinnulaunum við rekstur slíks bús, fóðurþörf og fleira, myndi verðið á hænsnakjötinu verða milli 50 og 60 kr.. Það verður ó- svikið hæsnakjöt það. Já, þeir sem bragðað hafa kjöt af þessum holdahæns- um, fá jafnan vatn í munn- inn þegar þeir heyra á þau minnzt, skaut I. M. ljósmynd ari inn í samtalið. Við höfðum orð á því við Jón, að okkur virtist sem hænurnar lægju við opið. Kvaðst hann gera það til Jón á Reykjum með eina Plymouth Rock hænu. Lappirnar eru sterklegar. duga 3—4 manna fjölskyldu í máltíð. ★ Eins og þið sjáið sagði Jón Guðmundsson, og krækti með hænsnakrók í eina fal- lega, hvíta hænu, þá er þessi Þessi stóru og stæðilegu systkini eru orðin 3 mánaða. Eftir aðra þrjá verður haninn orðinn um 4 kg., en hænan um 3 kg. þess að stofninn yrði sem heilsuhraustastur, en að sjálfsögðu er það undirstöðu- atriði að góðum árangri, að stofninn sé hraustur. Hvenær koma svo hæn- urnar á markaðinn? Það verður ekki á þessu ári svo neinu nemi að minnsta kosti. En talaðu við mig um páskana næsta ár, þá verð eg sennilega aflögu fær. Síðan skoðuðum við hænsnabúið, en þar eru nú líklega 900—1000 hænsni, þau elztu eins árs, en yngstu aðeins nokkurra daga gamlir ungar. Uppi á loftinu eru út ungunarvélarnar og opnaði Jón eina þeirra og sýndi okkur allmörg egg. Þeir eiga að koma út á morgun. — Já þeir ætla ekki að láta á sér standa, því fyrsti unginn er búinn að brjóta gat. á skurn- ina og lokaatlaga við að brjótast út í heiminn er haf- in. — Við vesturhlið hænsnahúss- ins var jarðrask nokkurt. Kvaðst Jón vera búinn að grafa þar fyrir álitlegri við- bótarbyggingu. Þar verður m. a. fullkomið sláturhús fyrir búið, með tilheyrandi kæli- og frystiklefum. Nauð- synlegt er fyrir búið að vera búið að koma sér upp slíku sláturhúsi þegar kjotfram- leiðslan hefst í stórum stíl. I Hanarnir voru í svaka stuði og göluðu mikið. Sumir báru þess órækt vitni, að þeir höfðu slegizt upp á líf og dauða út af einhverri hænunni. En nú voru þeir að gleyma óförum sínum, þó kamburinn væri blóðstork- inn. Reigðu þeir sig og gól- uðu á hænsnaprikunum fyrir sjarmerhvítar hænur, sem voru með kamba sem höfðu yfir annað augað eins og ungu stúlkurnar báru Gretu- Garbo-Alpahúfurnar í gamla daga. Moskvubúar vilja kynnast Frökkum. Þrátt fyrir allar tilraunir j selja bækur með óhróðri og níði stjórnarvalda kommúnista til um Frakka úti fyrir dyrum sýn- að draga úr aðsókn að franskri sýningu í Möskvu, sprengir að- sóknin af sér öll bönd. Sýning þessi fjallar um dag- legt líf í Frakklandi í dag, og sjá kommúnistar mjög eftir að hafa leyft hana, því að þótt hvers kyns áróðurstækjum sé beitt til að sannfæra almenning um, að þarna sé ekki um rétta mynd af Frakklandi að ræða, er aðsóknin um 75.000 manns á degi hverjum. Yfirvöldin hafa reynt að takmarka aðsóknma við 40.000 manns á dag, en að- göngumiðasalan hefur verið næstum tvöfalt meiri. Þá hafa stjórnarvöldin einn- ig reynt að hamla gegn áhrif- um sýningarinnar með þvi að ingarhallarinnar, en salan ekki borið árangur. MAFIA sýnt í tvo heimana ftölsk stjórnarvöld hafa sent herlið til PartinicQ fyrir sunn- an Palermo á Sikiley. Þar hefur bófafélaginu MAFIA haldizt uppi í 10 ár að hindra gerð fyrirhleðslu til myndunar lóns fyrir orkuver. Var ákveðið að láta til skarar skriða og hafa hervörð á vinnu svæðinu til þess að sýna MAFIA í tvo heimana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.