Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 06.09.1961, Blaðsíða 10
1P VtSIR Miðvikudagur 6. sept. 1961 sér nægja vélarlaus farartæki til að komast upp í háloftin. Einn þcirra er t.d. franski stjörnufræðingurinn, Audouin Doll- fus, sem er hér í kúlunni á loftbelg sínum og skrafar við föður sinn, Charles Dollfus, sem einnig er stjörnufræðingur. Dollfus ætlar að komast upp í 65,000 feta hæð til að ná ljósbrotamæl- ingum af Venus, en það verður ekki gert nær jörðu vegna truflana andrúmsloftsins. Kúla Dollfus er hengd neðan í 25 litla loftbelgi. Það veitir meira öryggi en ef allt gasið væri í einum, stórum belg. lesturinn gleymdi ekki Ovenjuleg eftirköst éhapps við Elliðaár, í júlímánuði varð það slys við Elliðaár, að ekið var aftan á hest, sem maður var þá ein- mitt að ríða yfir aðra brúna. Bifreiðin hafði farið hægt, þegar þetta varð, svo að hest- urinn mun hafa meiðzt lítið eða ekki, en hann varð ofsa- Slökkviliðið á ferð. Slökkviliðið var tvívegis kvatt út síðdegis í fyrradag.. Klukkán 18.45 höfðu krakkar kveikt í rusli á Kirkjusandi í fjörunni fyrir neðan Afurða- sölu SÍS og varð af talsvert bál. Þótti tryggara að fá slökkvilið- ið til að kæfa eldinn og fyrir- byggja að neistaflug ylli í- kveikju í nærliggjandi húsum. Réttum tveim stundum síðar var slökkviliðið kvatt í Kamp Knox 24 C, en þar hafði kvikn- að i sóti í reykháf. Búið var að slökkva þegar slökkviliðið k'om á vettvang og tjón annað- hvort lítið eða ekkert. lega hræddur, jós og prjónaði og stökk út af veginum niður háan bakka. Fór svo af þessum sökum, að maðurinn, Ragnar Kvaran flugstjóri, sem er al- vanur hestamaður, losnaði úr söðlinum og datt af baki. Fy'rir nokkrum dögum ætl- aði Ragnar með hesta sína inn fyrir Elliðaár, eins og þegar slyáið varð, en hann hafði áð- ur gengið úr skugga um, að hesturinn, sem fyrir óhappinu varð, virtist hafa jafnað sig til fullnustu af „sjokkinu", sem hann hafði þá orðið fyrir. Gekk ferðin að óskum vestan úr bæ, þar sem Ragnar hafði hesta sína, og þar til komið var inn að Elliðaám. Þegar við hestin- um blasti brúin. þar sem ó- happið hafði orðið tók hann að skjálfa eins og hrísla í vindi og fékkst ekki úr sporum, hvernig sem að honum var lát- ið. Varð Ragnar um síðir að taka þann kostinn að ríða út fyrir veginn og yfir árfarveg- inn fyrir neðan brúna. Þegar sú leið var farin og brúin að baki. jafnaði hann sig fljótlega. Þar er enn eitt dæmi þess, að ástæðulaust er að tala um skynlausar skepnur Pétur F. 1. Það hefur dregizt lengur en ætlað hafði verið, ýmsra or- saka vegna, að hripa þessi minningarorð. Pétur Vilhelm Jensen, svo hét hann fullu nafni, var fædd- ur 1. desember 1874, og lézt 26. júlí s.l., 86 ára að aldri. Var banamein hans heilablæðing. Hann var fæddur á Eskifirði. Foreldrar hans voru Jóhanna María — dóttir Péturs Vilhelms ísfjörð, sem átti Eskifjörð og verzlaði þar, og Jens Péturs Jensen þeykir. Systkin voru 7, 3 stúlkur og 4 piltar. Elztur bræðranna var Karl. Hann átti Kúvíkur við Reykjafjörð á Ströndum og verzlaði þar til dauðadags. Næstur var Pétur Vilhelm, þriðji Kjartan, hann dq ungur, fjórði bróðurinn var Þór Brand, sem nú er einn á lífi þeirra bræðra. Hann var lengi Þjóðgarðsvörður á Þing- völlum. Fór orð af því, hve starf hans þar hefði orðið staðn- um til mikilla endurbóta og þrifa svo þess bæri lengi menj- ar. Pétur Vilhelm Jensen var aðeins 14 ára er Tryggvi Gunn- arsson tók hann með sér til Kaupmannahafnar til þess að læra brúarsmíði. P. V. J. lauk því námi sínu á 5 árum, og kom heim til Eskifjarðar árið 1895. Var þá lítið um brúagerð- ir á íslandi, og sneri Vilhelm sér að húsasmíðum. Smíðaði hann mörg hús á Austurlandi og víðar. Vilhelm Jensen, svo var hann tíðast nefndur, var traustur maður í hvívetna, vinfastur og vinvandur, ávallt og allsstaðar drengilegur, dáðríkur í við- skiptum og starfsorkan svo sem |þrotlaus. Af vinum hans var honum áreiðanlega minnisstæð- astur Einar Jónsson mynd- höggvari. Þeir urðu félagar og vinir í Kaupmannahöfn. Mun því einkum hafa valdið líkt skapferli og hörð lífskjör beggja. Vinátta þessara félaga entist til æviloka. Ekkja Vil- helms á dásamlegt listaverk, í glæstri umgerð sönnun þessa. Á baki verksins stendur skrifað með eigin hendi Einars: „Þessa mvnd nefni ég: Frá rnyrkri til lióssins. giöf til æskuvinar míns Vilhelms Jensen“. Foringjaskipti í íhaldsftokki. Gunnar E. Hecksher pró- fessor hefur teki'ð við forustu íhaldsflokksins sænska. Fyrirrennarinn, Jarl Hjalm- arsson, baðst lausnar 22/8 af „einkaástæðum“. — Hinn nýi flokksformaður á sæti i efri deild þjóðþingsins. Minningarorð: Jensen 12. 1874 - d. 26. 7 1961. Fyrsta húsið, sem' Vilhelm byggði, eftir heimkomuna, var íbúðarhús Karls A. Tuliníusar konsúls á Fáskrúðsfirði 1895 Hann dvaldist íReykjavík vetur inn 1895—96. Vann þann vetur hjá Einari Pálssyni bygginga- meistara, en hann fékkst ein- göngu við byggingar stórhýsa. Og þenna vetur vann hann að því að reisa Iðnó og Landshöfð- ingjahúsið. Vilhelm Jensen var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Pétur Vilhelm Jensen. Þórunn Markúsdóttir prests Gíslasonar og konu hans Mettu Einarsdóttur að Stafafelli í Lóni, ættuð úr. Borgarfirði syðra. Þau Þórunn og vilhelm giftu sig 22, maí 1896. Þau eign- uðust 7 börn, 2 þeirra dóu á fyrsta ári í Ólafsvík. Elzti son- ur þeirra var Marús kaupm. á Eskifirði, en yngstur Jens Pétur Thorberg, var skip- stjóri á Hólmaborg sem fórst með allri áhöfn í febr. 1956. — Árið 1913 slitu þau hjón sam- vistum. Þórunn dvaldist síðustu árin hjá Markúsi syni þeirra. Hún lézt í sjúkrahúsi í Reykja vík 18. marz 1941. Sumarið 1896 fluttizt Vilhelm aftur til Eskifjarðar til Otto Tuliníusar og vann við að rífa öll verzlunarhúsin á Papaósi, en þar var Otto síðasti kaupmað- urinn. Voru húsin flutt til Hornafjarðar. í Höfn í Hornafirði hóf Otto Tuliníus fyrstur manna byggð og verzlun 1897. Otto hafði með sér nokkra úrvalssfniði frá Eskifirði og fyrir voru í Horna- firði margir ágætir smiðir. Auk verzlunarhúsanna reisti hann sérstaklega glæsilegt íbúðar- hús. Munu flest þessara húsa standa enn. Otto Tuliníus var kaupmaður í Höfn til ái’sins 1901, vinsæll af viðskiptafólki öllu. Vilhelm Jensen flutti með fjölskyldu sína til Ólafsvíkur haustið 1897, á vegum Dansk- Islandsk Handels & Fiske- kompani. Hann hóf smíðar sín- ar þar með því að rífa hina gömlu Ólafsvíkurkirkju, sem komin var að falli. En svo byggði hann í staðinn nýja kirkju, sem mun standa enn. Árið 1900 flytja þau hjónin bú- ferlum til Ameríku. Settust þau fyrst að í Winnipeg, en tóku sér brátt heimaréttarland norð- an við Manitobavatn, bjuggu þar nokkur ár og áttu orðið gott bú. En „römm er sú taug ....“ ^ór svo hér. Seldu þau búið og fluttu aftur til Winnipeg með það fyrir augum að komast sem fyrst heim til gamla Fróns. Meðan þau dvöldust í Winipeg, stundaði Vilhelm húsasmíðar sjálfstætt þannig, að hann smíðaði húsin og seldi þau full- gerð og hagnaðist hann vel á þeim viðskiptum. Árið 1906 flytjast þau svo heim og þá fyrst til Reykjarfjarðar, og keypti af P. A. Ólafssyni verzl- un hans þar. ásamt. Karli bróð- ur sínum. Árið 1908 fluttuzt þau hjónin svo heim aftur til Eskifjarðar, og stofnsetti hann verzlun í-húsi langafa síns. Rak hann þar verzlun og útgerð í allstórum stíl, unz hann fluttist til Reykjavíkur 1927. Stundaði hér umboðssölu um skeið unz hann stofnaði heildsölufirmað 1947, Jensen Bjarnason & Co. Blómgaðist það vel við vaxandi vinsældar traustra viðskipta- vina. Seinni kona Vilhelms var Svava Loftsdóttir Gunnarsson- ar kaupm. í Rvík, mesta ágætis- kona og tryggðatröll. Þau giftu sig 31. des. 1943. Lifir hún mann sinn ásamt einum syni þeirra hjóna, Þóri að nafni, 16 ára gömlum. Pétur Vilhelm Jensen var hið mesta glæsimenni að vallarsýn, og mjög fríður á yngri árum svo sem meðfylgjandi mynd sýnir. Hann var snyrtimenni mikið, enda framúrskarandi listelskur, það var sama hvort um var að ræða málverk, Ijóð eða hljómlist, allt sem fagurt var, var honum sannarlega yndisauki. — Hann verzlaði, en víst var honum Ijúfara að gefa en selja, enda mun það ó- mælt, er hann rétti þeim er hann vissi hjálparþurfandi. Þau hjónin reistu sér glæsi- legt íbúðarhús að Tómasar- haga 42. Er þar allt í senn ynd- islegasta heimili. Frú Svövu er þar allt sem heilagur staður, enda ber allt þess vottinn, sér- staklega er henni allt kært, sem minnir á hinn látna ástkæra lífsförunaut. — Hún hefir nú með höndum rekstur heildsölu- fyrirtækis þeirra og allt geng- ur sinn gang. Blessist öll störf hennar og sonarins á öruggum framtíðar- vegi. Sigurður Arngrímsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.