Vísir - 15.09.1961, Síða 1
I
!
-Maður barinn og rændur.
LJÓST er af þeim fréttum, sem
blaðið hafði í morgun af strand
ferðaskipinu Heklu, sem nú er
á Ieið til Noregs, að skipið hef-
ur hreppt hið versta veður. KI.
9 í morgun var skipið 60 sjó-
mílur SA af Dyrhólaey. KI. 11
voru 10 vindstig hjá skipinu.
Kröpp Iægð um 500 km SA af
Hornafirði olli þessu óveðri,
sem var á stóru svæði. Fór
lægðin með 60 km. hraða í átt
upp að landinu. Var kominn
stormur á SA-Iandi í morgun.
í gærkvöldi kærði maður
nokkur í Vesturbænum til rann
sóknarlögreglunnar, líkams-
árás og rán, er hann hafði orð-
ið fyrir vestur á Landakotstúni,
nokkru eftir miðnætti aðfara-
nótt fimmtudagsins.
Maðu'rinn kvaðst hafa verið
á lieimleið og gengið eftir stein-
lagða stígnum yfir túnið. Hafi
hann ekki vitað fyrri til en á
hann var ráðizt og honum veitt
höfuðhögg svo þungt að hann
féll til jarðar og rotaðist. Telur
hann sig hafa legið góða stund
meðvitundarlaus. Er hann kom
til meðvitundar á ný komst
hann fljótt að því að peninga-
veski hans, með 900 krónum,
var horfið, einnig hattur hans.
Við höggið hafði tanngarður í
neðra gómi hrokkið út úr mann-
inum og enn fremur var gerð
tilraun til að ná af honum arm-
bandsúri.
Maðurinn komst heim til sín
hjálparlaust, en gat engar upp-
lýsingar eða lýsingu gefið á
árásarmanninum.
H. K. L.
((Smábæjarkjaftatíkaræði“
Segir Kiljan um blaðaskrif um Strompleik.
„ÞaS eina, sem rétt
hefir verið sagt frá efni
þessa leikrits míns, er það,
aS þetta er gamanleikur
með alvarlegum undirtón,
nánar tiltekiS þjóSfélagsá-
deila, og þaS er fyrst og
fremst hún, sem er aSal-
áhugamál mitt í verkinu,“
sagði Nóbelsskáldið Halldór
Kiljan Laxness í einkaviðtali
við Vísi í morgun, þegar frétta-
maður spurði hann um
„Strompleik“ og allar þær til-
gátur, sem komið hafa fram
um efni hans, síðast í morgun.
— Hvernig stendur á allri
þessari leynd um leikritið?
— Mér hefir skilizt, að Þjóð-
leikhúsið vilji hafa þann hátt
á, þegar það fær ný íslenzk
leikrit til sýningar, að ekkert
verði gert opinskátt um efni
þeirra, og ég hef farið eftir því.
En svo skeður þetta furðulega,
að einhverjir blaðamenn í
Reykjavík eru haldnir alveg ó-
trúlegri róghneigð í sambandi
við leikrit mitt og gefa í skyn,
að það fjalli um ákveðna fjöl-
skyldu, sem hefir verið vina-
fólk mitt mörg ár. Þetta er al-
veg fádæma ósvífið. Það er
hreint enginn tengiliður milli
persóna leikritsins og þessara
vina minna. Ég set aldrei lif-
andi persónur inn í verk mín,
svo að það er hreint enginn
sem getur bent á þær í verkum
mínum og sagt, þarna eru þær.
Ég á ekki orð til að lýsa
hneykslun minni út af þeim
kjaftasögum, sem ganga staf-
laust um bæinn í sambandi við
þetta leikrit og alsaklaust fólk,
það er . svo gersamlega fyrir
neðan allar hellur, svo vansæm-
andi er það að slíkt skuli koma
upp í stað, sem á að heita borg.
Þetta er bara smábæjar-kjafta-
tíkaræði, sem gripið hefir lítil-
fjörlegustu karla. Og kalla
þessi ósköp blaðamennsku!
— Hvað segið þér um þær
„upplýsingar“, sem Morgun-
blaðið gefur \ í dag um efni
leiksins og persónur?
— Flest af því er aukaatriði
utan við meginefnið, og því
miður ekki laust við, að það
sé verið að sneiða áðurnefnt á-
gætis vinafólk mitt, og það er
vart hægt að koma nokkrum
vörnum fyrir, þegar svona eit-
urtungurógur er gosinn upp.
— Væri nú ekki bezt, svo
sem komið er, að segja saklaus-
gar ljosmyndan Visis
leit inn á Norrænu
myndlistarsýninguna * Iista-
safninu í gær, var þessi lag-
lega stúlka að skoða högg-
myndirnar á ganginum í
krók og kring, og tj,l að slá
tvær flugur í einu höggi,
hætti Ingimundur ekki fyrr
en hann náði báðum á eina
mynd, ungfrúnni, Krist-
jnu Þorsteinsdóttur (kölluð
Kiddý og vinnur í Hljóð-
færaverzlun Sigríðar Helga-
dóttur) og myndinni „Þrí-
hljómur” eftir sænska
myndhöggvarann Ame Jon-
es. Þessi fallega fyrirsæta
á máske eftir að koma við
sögu myndsjárinnar á mánu-
dag.
um lesendum hið sanna um
helztu persónur leiksins?
— Þá man ég eftir því, að
eitt Reykjavíkurblaðið var að
þvaðra um það, að ég hafi lán-
Framh. á 5. síðu.
51. árg. Föstudagur 15. septenjber 1961. — 211. tbl.
VÍSIR