Vísir - 15.09.1961, Síða 2

Vísir - 15.09.1961, Síða 2
VlSIR Föstudagur 15. septemb'er $[961] nr 1 (D Uj I )mm i *'-Gr*'n w ig{3 Hástökkvarinn, bandaríski, John Thomas, er einn úr hópi þeirra blökkumanna, sem við íþróttir fást, og hafa óbilandi trú á vitamínpillum. Hann tekur þær næstum í tíma og ótíma, og telur sig hafa gott af. FRJALSIÞROTTAAFREKIN: Hver er þáttur bætiefna? Hugleiðingar og rabb þýzks íþróttafréttaritara rnn gildi „vitamína" fyrir keppendur Það hefur mikið verið um það rœtt i röðum íþróttamanna á undanfömum árum, hvort, og að hve miklu leyti það sé rétt- lœtanlegt að snœða að staðaldri vítamin, gjarnan þá í pillum, sem innihalda nœr allar teg- undir þeirra bætiefna, sem lik- aminn þarfnast daglega, auk ýmissa málma og málmsalta. Það mun staðreynd, að sum efni eru nauðsynleg öðrum fremur í líkamanum, m. a. til þess að forðast meiðsli} svo sem vissar tegundir málma, sem geta komið í veg fyrir tognanir. En spurningin er, hvort það bœtir árangur iþróttamanna, að taka inn sérstaklega það, sem telst lágmark af bætiefnum, auk þess sem líkaminn kann að vinna úr fœðunni. Einn af blaðamönnum þýzka blaðsins „Sport Illustrierte“ var viðstaddur morgun einn í sum- ar, meðan bandaríska landsliðið í frjálsum íþróttum dvaldi í Þýzkalandi, þegar verið var að gefa liðsmönnum inn slíkar pill- ur, og i því sambandi ræddi hann við nokkra af keppendum, ! og hvað þeir álitu um bætiefna- ( gjafirnar. Er gengið hafði verið um og dreift pillum, fyrst hvítum, síð- an rauðum og loks grænum, tók hann tali stangarstökkvarann I Uelzes. I . j „Eg trúi ekki á þær, eins og sumir aðrir,“ sagði hann. „Það eru vissulega mörg vitamín, cal- cium, fosfór og jafnvel eggja- 1 hvítuefni í þeim. Meira virði |er samt að hafa trú á, að þessi efni auki á getu manns. Aðal- lega eru það blökkumennirnir, sem hafa óbilandi trú á þessum J meðulum. Ég hef verið 12 ár| í Bandaríkjunum og vandistj þessu fljótlega, en samt er ég of tortrygginn til þess að leggja of mikið upp úr þe.ssum ,,með-1 ulum“, Það er fyrst og fremst annað sem kemur tii greina. Ég legg aðaláherzluna á þá tilsögn, sem maður fær, bæði Ihina tæknilegu og einnig þá | uppbyggilegu. sem er kannske ^tðallega andleg, og gefur það sjálftraust, sem til þarf Ég hef æft stangafstökk í fimm ár, og það var fyrst þegar ég fékk til- sögn hjá sama þjálfara, Aubrey Dooley, að ég fór að ná ein- hverjum árangri. Pillurnar kunna að vera ágætar, en það er annað, sem gerir útslagið." Blaðamaðurinn spurði þýzka landsliðsþjálfarann Heinz Sch- lund, hvort þýzku íþróttamenn- irnir tækju líka pillur. „Nokkr- ir gera það,“ sagði hann, „en menn mega ekkj rugla þessu saman við deyfilyf af neinu tagi. í þessum pillum eru hins vegar bætiefni og þau geta ver- ið mjög hjálpleg, þótt það sama eigi ékki við hvern og einn í þeim efnum. Sá, sem ekki hef- ur á þessu trú, ætti ekki að taka þær.“ Þá hitti blaðamaðurinn að máli spretthlauparann Manfred Germar. Hafa pillur gefið yður kraft og léttleika? „Það getur verið að pillurnar hjálpi mörgum," sagði hann, „en það sem máli skiptir, er að mað ur geti lagt allan sinn kraft í hlaupið. Ef maður getur æft í trú á sjálfan sig, keppt — og sofið vel, þá er það ábyggilega meira virði en þessi undrameð- ul“. Undarlega að farið. EINS og skýrt var frá í gær, náði Þorsteinn Löve, sem nú er » keppnisbanni, vegna meints brots á íþróttaregl- um, 55,07 m kasti í fyrra- dag. Vitað var að Þorsteinn tók ekki þátt í sjálfri keppn inni, eins og að líkum læt- ur, heldur kastaði utan hrings. Nú hefur blaðið fregnað, að sú mæling hafi ekki far- ið fram á sama hátt, og mæl ingar hinna. Kast Þorsteins var ekki mælt af starfs- mönnum við innanfélagsmót heldur síðar, er keppendur og starfsmenn voru farnir. Skyldu menn hafa þetta í huga, þegar þessi afrekstala er íhuguð, því að þrennt ber til sem ekki gerir kast sam bærilegt. Keppandinn er í banni, kastið er ekki mælt af starfsmönnum — og ekki var kastað úr hring. VIV%\WWVWWWUVVVWVW.- * * v BRI»r,EÞATTl]R y ^ $ VÍSIS $ ^ Ritstjóri Stefán Guðjohnsen. Eins og kunn- ugt er unnu ítalir alla sína leiki í heims- meistara- keppninni með töluverðum yfirburðum. í leik sínum við Bandaríkja- menn höfðu þeir 116 punkta yfir og skapaðist sá mismunur aðmiklu leyti út af slemmum, sem ítalirnir sögðu en Banda- ríkjamenn sögðu ekki. í eftirfarandi spili réði val á opnunarsögn því hvort slemma náðist eða ekki. Staðan var allir utan hættu og suður gaf. 4 D-9-6-4 ^ G-3 4 D-8-4-3 Jf. G-10-8 4 Á-7 4 6-4 4 K-G-10-9-6 4 Á-K-4-3 4 5 Á-K-D-9-8-5-2 4 5-2 4 D-9-2 Suður Vestur Norður Austur 1 hjarta pass 2 lauf 2 spaðar 3 hjörtu 3 spaðar 4 tígiai pass 4 grönd pass 5 laui pass 6 hjörtu pass pass pass Massimo D’Alelio frá Ítalíu valdi að opna á einu hjarta á suðurspilinu; Paul Hodge frá Bandaríkjunum opnaði á fjór- um hjörtum. Eins hjartasögnin framkallaði fjölda sagna, sem að lokum leiddu til slemmu. Vestur spilaði út spaðafjarka og ásinn í borði átti slaginn Suður tók trompin og þrjá hæstu í laufi. Þar eð laufin féllu gaf suður einn tígul ofan í fjórða laufið og vann spilið auðveldlega. Jafnvel þó að lauf- in falli ekki hefur sagnhafi 50% möguleika að hitta rétt á tígulinn, svo að slemman verð- ur að teljast góð. Þegar Bandaríkjamaðurin opnaði á hindrunarsögn á spil in, pössuðu allir og auðvitað vann hann einnig sex. Var það fjögurrahjarta opnuninni að kenna að slemman náðist ekki? Var það norðri að kenna, vegna þess að' hann reyndi ekki slemmuna? Vann Ítalía á spil- inu vegna þess að 1 hjarta er betri sögn á spilin en 4 eða voru Bandaríkjamenn aðeins óheppnir? Þessum spurningum er erfitt að svara, en persónu- lega finnst mér að pass norðurs við fjögurrahjarta opnuninni sé í daufara lagi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.