Vísir - 15.09.1961, Qupperneq 5
Föatudagur 15. september 1961
VÍSIR
FÁHEYRÐUR STRÁKSSKAPUR
Björgunarsveit Vestmannaeyja
göbbuð í aftaka sjögangi.
AFSPYRNUVEÐUR gekk yfir
Ves.tmannaeyjar í fyrradag og
fyrrinótt og sjógangurinn var
afskaplegur.
Um það leyti sem veðrið var
hvað mest sáu Vestmannaey-
ingar neyðarblysum skotið á
loft. Eru þetta blysljós, sem
bátar hafa jafnan með sér þeg-
ar þeir fara á sjó og skjóta úr
til þess gerðum byssum ef þeir
lenda í sjávarháska. Ljósin eru
rauð á lit og svífa drykklanga
Viðtalið við
Jóhann
Hafstein.
í viðtali, sem Vísir átti
við hinn nýja dómsmála-
ráðherra Jóhann Hafstein í
gær féll niður hluti sam-
talsins, sökum mistaka við
umbrot í prentsmiðju.
Er Jóhann Hafstein
hafði rætt um hið nýja
starf og þau átök, sem
framundan eru á stjórn-
Jóhann Hafstein
málasviðinu vék hann að
starfi sínu í Utvegsbankan-
um á þessa leið:
Ég sakna þess, heldur Jó-
hann áfram, að fara héðan
úr Útvegsbankanum. Hér
hefi ég verið frá því 1952 og
líkað hér mjög vel og átt að
' fagna góðu samstarfi við
starfsmenn bankans, held ég
að mér sé óhætt að segja.
Vænt þykir mér um að Jón-
as G. Rafnar, alþingismaður
hefur verið valinn til þess
að gegna störfiun banka-
stjóra þann tíma, sem ég
sinni ráðherrembættinu.
stund í loftinu í einskonar fall-
hlíf.
Var tveimur skotum skotið
í Vestmannaeyjum um tíuleyt-
ið í fyrrakvöld með nojckurra
mínútna millibili og bárust
blysin inn yfir kaupstaðinn og
féllu þar niður. Töldu menn
víst að bátur væri 1 sjávar-
háska fyrir utan og og björg-
unarsveitin kvödd á vettvang.
Bjuggust menn til að sigla út
úr höfninni í leit að hinum
nauðstadda farkosti þrátt fyrir
aftaka veður.
En áður en af því yrði kom
í ljós að skotið hafði verið úr
landi, austan til á Heimaey, og
þarna mun hafa verið a.m.k.
um einn drukkinn sjómann að
ræða, sem tekið hefur neyðar-
skotsbyssu úr báti og gert sér
leik að því að gabba björgun-
arlið Eyjamanna.
Eru menn mjög reiðir út af
þessu tiltæki mannsins og
telja það flestum glæpum
verra, því það gat riðið á lífi
margra manna ef illa hefði til
tekizt.
í þessu veðri var sjógangur
meiri en gerist á sumrin eða
haustin og var brimið óskap-
legt. Sáust kvikur við Yzta-
klett sem gengu upp í græn
grös, en svo hátt gengur sjór
ekki nema í allra mestu aftök-
um á vetrum.
í Vestmannaeyjahöfn var
geysimikið flóð, enda stór-
streymt, og kalla Eyjarskeggj-
ar það sjófyllu. Þá myndast
og geysilegt sog og við það
vilja bátarnir slást saman og
brotna. f þetta skipti varð þó
ekki um alvarlegt tjón að
ræða, en menn vöktu yfir bát-
unum um nóttina til öryggis.
Landlega hefur verið undan-
farna daga sökum veðurofsans
en í morgun fóru fyrstu bát-
arnir út á veiðar aftur.
Framh. af 1. síðu.
að Pétri og Páli úti í bæ leik-
ritið til lesturs. Þetta er hel-
ber lygi. Þjóðleikhúsið hefir
undir höndum eintökin af leik-
ritinu og þau hafa ekki farið til
annarra en þýðenda minna og
útgefenda. Ég get sagt yður
það, að aðalpersónuna samdi
eg með það í huga, að Lárus
Pálsson léki þann karl, en svo
varð Lárus að leggjast á sjúkra-
hús um stundarsakir, og það
verður Jón Sigurbjörnsson, sem
fer með hlutverkið. Já, þetta
með efni leiksins, það er tæp-
lega hægt að endursegja skáld-
verk með fáum orðum, það
verður að lesa þ-ð, heyra og
sjá, til að nokkurt gagn sé að.
Já, sko, þetta fjallar nokkuð
um vandamál skreiðarfram-
leiðanda, sem er áð reyna að
koma sér upp kúltúrpersónu,
allskyns undarlegt brask í sam-
bandi við það, sem tekur á sig
hlægilegustu myndir. Hvað
þfjfuðpersónan heitir? Eg get
sVo sem sagt yður það, það er
kúnstner Hansen, hann er hinn
móralski ás verksins, sérkenni-
legur karl, sem Lárus átti að
leika. Svo eru tyær mæðgur
utan af landi, sem búa í bragga,
kaupmannsekkj a með dóttur
sína, tveir sérkennilegir kaupa-
héðnar og þeirra hyski, já, og
söngkennari er þar líka. Það er
ýmislegt skoplegt, en alvaran,
þjóðfélagsádeilan er mergurinn
málsins. Nú fer að styttast í að
allir geti svo séð þetta hver fyr-
ir sig. En að hér séu raunveru-
legar lifandi persónur til að
benda á, hvað þá vinafólk mitt,
það er af og frá. Það er hörmu-
legt að einhverjir snápar gangi
lausir til að terrorisera, hræða
alsaklaust fólk og verða sjálf-
um sér til háborinr.ar skamm-
ar.
Áfengií á sama
stað.
Áfengiseinkasalan liefur í
langan tíma haft huga á því
að fjölga útsölustöðum sínum
eða breyta eitthvað til með þá,
og hefur nokkrum sinnum verið
auglýst eftir húsnœði fyrir slíka
útsölu.
Hingað til hefur ekki tekizt
að fá hæfilegan stað, því að
ekkert hentugt húsnæði hefur
fengizt. Eitt höfuðskilyrði fyrir
góðum útsölustað er að góð bíla-
stæði séu fyrir hendi, því að
allur meginþorri viðskiptavina
kemur akandi 1 bílum, enda vör-
uraar -fyrirferðarmiklar og
þungar. Þar til slíkur staður
finnst, er sennilegt að Reykvík-
ingar þurfi að sækja sína sterku
drykki áfram niður á Skúlagötu
eða inn á Snorrabraut.
Orðrómur komst á kreik
um skrímsli í Bassenth-
waite-vatni nýlega, en það
er í Cumberland, Englandi.
Froskmenn köfuðu, en urðu
ekki varir.
Norræn fegurðarsam-
keppni í It'eyLjavík
í næstu viku verður efnt til
fegurðarsamkeppni Norður-
Ianda. Er það fyrsta samkeppni
sinnar tegundar og mun hún
fara fram hér í Reykjavík.
Keppnin á að fara fram í
Austurbæjarbíói á fimmtudags-
Leiðrétting.
í FREGN hér í blaðinu í
gær var sagt að heildarverð
afurða bænda myndi verða
900 milljónir króna, ef geng
ið yrði að kröfum þeirra um
breytingu á verðlagsgrund-
vellinum. Rétt er að heildar
verðmætið er í dag 900
milljónir. Kröfur bænda um
30—35% hækkun á verði
landbúnaðarafurða nema
270—315 mi'llj. króna, sem
bætist þá við þessa tölu.
kvöld, en kynningar- og krýn-
ingarhátíð verða að Hótel
Borg á föstudags- og laugar-
| dagskvöld. Lýkur þeim sam-
jkomum með því að „Ungfrú
1 Norðurlanda“ verður krýnd á
Hótel Borg seint á laugardags-
kvöldið.
María fyrir ísland.
A fegurðarsamkeppni þessari
koma fegurðardrottningar frá
öllum hinum Norðurlöndunum
og eru þær væntanlegar með
flugvéi Loftleiða frá K.höfn á
miðvikudaginn. íslenzki þátt-
takandinn verður María Guð-
mundsdóttir. Keppt verður um
verðlaun og eru þau frí ferð til
Mallorca á vegum ferðaskrif-
stofunnar Sunnu. Það er Einar
Jónsson framkvæmdastjóri, sem
hefir beitt sér fyrir þessari
norrænu keppni.
Dómnefndin.
í keppninni munu stúlkurnar
bæði koma fram í kjólum og
baðfötum. Dómnefndin verður
skipuð einum fulltrúa frá
hverju Norðurlandanna, en
formaður hennar verður Jón
Eiríksson læknir. Dómnefndin
ræður ein úrslitum, en áhorf-
endum mun þó gefast kostur á
að láta álit sitt í ljós.
í dómnefnd keppninnar eru,
fyrir Danmörk, Asta Stoklund,
er vinnur í danska sendiráð-
inu í Reykjavík, fyrir Finnland
Barboro Skogberg, lyfjafræð-
ingur, fyrir hönd íslands Jón
Eiríksson, læknir, sem er for-
maður dómnefndarinnar, fyrir
Noreg Hans Danielsen, formað
ur fyrir Normarislaget i Reykja
vík, og loks fyrir hönd Svíþjóð-
ar einn af starfsmönnum SAS
flugsamsteypunnar.
Bilar
Frh. af 16. síðu:
uðum bílum einnig hafa áhrif.
Vísir sneri sér í morgun til
Bílasölu Guðmundar og innti
eftir því, hver áhrif hinn
frjálsi innflutningur myndi
hafa á sölu á notuðum vögn-
um.
Guðmundur svaraði því til,
að vafalaust myndi draga eitt-
hvað úr sölu á notuðum vögn-
um, og salan á nýjum vögnum
aukast. Hins vegar taldi hann
að ekki myndi verða um sér-
stakt verðfall að ræða á not-
uðum bílum, nema þá kannske
mjög nýlegum vögnum, en
verð á þeim hefur verið all-
hátt. í slíkum tilfellum myndu
menn vafalaust heldur kaupa
nýja vagna.
Hins vegar sagði Guðmund-
ur, að alltaf væri mikil eftir-
spurn eftir notuðum vögnum,
hjá þeim sem ekki hefðu efni
á að kaupa nýja.
■
Geislavirkni
Framh. af 4. síðu.
[ ínurit 2 sýnir mánaðar-
meðaltöl á geislavirkni í
lofti hér á landi frá október
1958 til júní 1961. Nokkur
hlé urðu á mælingum vegna
endurbóta á mælitækjum. •—
Línuritið sýnir sömu ein-
kenni og línurit 1. Um mitt
ár 1959 fellur geislavirknin
snögglega og hefur haldizt
mjög lítil síðan. Á þessu ári
hefur hún verið um 0,01
pc/m3.
Eftirtektarvert er, að
geislavirkni hér á landi er
allmiklu lægri en í Evrópu
yfirleitt. Geislavirkni er tölu
vert meiri á belti milli 30°
og 50 breiddargráðu en utan
þess.
Stafar þetta einnig af gerð
gufuhvolfsins, sem áður var
getið.
Síðustu mælingar Eðlis-
fræðistofnunar • háskólans
sýna, að dagana 8.—11.
september var geislavirknin
í lofti um 0,01 pc/m3, nema
10. september, en þá jókst
hún nokkuð, en hækkaði aft-
ur næsta dag. Er því greini-
legt, að áhrifa frá fyrstu
kj arnorkusprengingum Rússa
er farið að gæta hér. Áhrifa
frá stóru megatonna sprengj.
unum, sem sprengdar voru
9. og 12. september mun ekki
gæta fyrr en seinna í þess-
i um mánuði.
Rétt er að leggja álierzlu
á, að geislun frá kjamorku-
sprengingum fram til þessa
er aðeins mjög lítill hluti
af þeirri geislun, sem kemur
frá náttúrunni og mannkynið
hefur búið við frá örófi alda.
Verður fjallað nánar um
þetta í grein, sem mim birt-
ast í blaðinu á næstunni.
Magnús Maguússon.