Vísir


Vísir - 15.09.1961, Qupperneq 9

Vísir - 15.09.1961, Qupperneq 9
Eöstudagur 15. september 1961 VÍSIR i VIK1NGAFERÐIR TIL VESTURHEIMS. Rœtt við Trygyva J. Oleson prófessor. Hér er staddur þessa dagana dr. Tryggvi J. Oleson prófessor í sagn- fræði við Manitobahá- skóla í Kanada og með honum kona hans Elva og börn þeirra tvö, á leiS til Englands. Margir íslendingar kann- ast við Tryggva prófessor sem rithöfund, því að hann er höfundur tveggja síðustu bindanna af Sögu íslendinga í Vesturheimi, er út komu hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs fyrir nokkrum árum. Enda þótt hann tali íslenzku eins og innfæddur, hefir hann alið allan sinn aldur í Vesurheimi og reyndar faðir hans líka, Guðni Oleson (ættarnafnið er til orðið úr föðurnafninu Eyjólfsson). Guðni var líka kunnur fyrir ritstörf, skrifaði marga ára- tugi greinar í vestur-íslenzku blöðin og kaflar eru líka eft- ir hann í sögu Vestur-íslend- inga. Tryggvi er sérfræðing- ur í miðaldasögu, sem hann hefir kennt við Manitoba- háskóla nokkur ár, en þar áður kenndi hann við háskól- ann í Vancouver i British flutti seinna til Argyle. Pabbi, Guðni Júlíus, var yngsta barn hans af síðara hjónabandi. Hann varð fyrst bóndi í Hólabyggð, fluttist svo til Glenboro og bjó þar til dauðadags. Þar á mamma konuna heim í átthaga henn- ar í Eyjafirði. Og eg skal segja þér það, að börnin okk- ar kunna að meta ísland sem vert er. Tómas sonur okkar, 15 ára, sagði í gær- kvöldi, að af öllum þeim borgum, sem hann hefir heimsótt, þykir honum eng- in jafn skemmtileg og Reykjavík, nema þá máske heimaborgin hans, Winni- peg. Hann sagðist jafnvel vilja setjast hér að, ef hann gæti fengið vinnu hérna, það sagði hann nú, drengur- Oleson fjölskyldan: Tómas, Tryggvi, Signý og Elva. heima enn, Guðrún Tómas- ^dóttir Jónssonar frá Hólum í Hjaltadal. Kona mín, Elva Hulda Eyford, var dóttir Gríms Sigmundssonar Ey- ford, sem kom vestur 1893 og dó í Winnipeg 1938; hann var fpá Ytri-Reistará í Eyja- firði. Hann stundaði framan af kennslu vestra lengst af inn. Svo var Signý dóttir okkar, sem er bara 8 ára, ósköp hrifin af kindunum sem hún sá, þegar við fórum austur fyrir fjall í gær með Gils Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra Menningar-1 sjóðs. Við erum, í fáum orð- um sagt stórhrifin af íslandi og finnst ekki ofsögum sagt af gestrisni fólksins. — Hvert er til Englands, spyrja? erindi ykkar ef eg má Columbia og hann kenndi klassisk fræði við Jóns Bjarnasonar skóla tvö síð- ustu árin, sem hann starfaði í Winnipeg, og þá var séra Runólfur Marteinsson skóla- stjóri og kenndi íslenzku. Vísir hitti prófessor Tryggva stundarkorn að máli í gær að Hótel Borg þar sem hann býr þessa fáu daga, sem hann dvelst hér að þessu sinni. — Hvaðan eruð þið hjón ættuð af íslandi? — Eg er ættaður af Aust- urlandi og úr Skagafirði, en kona mín úr Eyjafirði. Afi hét Eyjólfur Jónsson fæddur í Skriðdal í Suður-Múlasýslu 1833, fluttist vestur um haf 1878 og nam land í Vóines- byggð í Nýja íslandi, en störf við Járnbrautarfélagið, skrifaði margar ritgerðir í blöð og tímarit. Móðir Elvu, Sveinbjörg Pétursdóttir, var frá Kálfafellsstað í Suður- sveit. Elva tók B.A.-próf frá Manitobaháskóla. Við kynnt. um$t, þegar við kenndum bæði í Jóns Bjarnasonar skól- anum í Winnipeg. — Er þetta fyrsta sinn, sem þú heimsækir ísland? — Nei, eg hefi komið hing- að einu sinni áður, fyrir 5 árum, og varð svó hrifinn af landi og fólkinu hér, að eg gat ekki stillt mig um að koma hér við í leiðinni og er ákveðinn í að stanza hér aft- ur að vori, þegar við höld- um heim eftir vetursetu í Englandi. Þá ætla eg að dveljast lengur og fara með — Þangað fer ég til að rannsaka sögu Englendinga á 11. öld, verð við það grúsk í British Museum í London í vetur. Þannig er mál með vexti, að nú er að hefjast út- gáfa sögu Kanada, sem verð- ur í 16 bindum, og eg á að skrifa 1. bindið, um fyrstu ferðir víkinga vestur og landnám hvítra manna í Kanada. Eg hefi unnið að þessu síðustu fimm árin. — Eru margir prófesorar af íslenzkum ættum starf- andi við Manitobaháskóla núna? — Já, þeir eru líklega ná- lægt 15, flestir í raunvís- indum, læknis- og búnaðar- fræðum og byggingarlist, víst ekki aðrir í húmanísk- um fræðum en við Haraldur Bessason. Hans starf er ágætt, stúdentatalan í ís- lenzku fer vaxandi, og flest- ir af íslenzkum ættum, en þó líka af öðrum þjóðernum. Þó er því ekki að neita, að stöðugt fækkar þeim vestra, sem tala íslenzku, og er að vísu eðlilegt. En unga fólkið vill þó gjarnan muna upp- runa sinn og . ættarland. Tímaritið „Icelandic Cana- dian“, sem kemur út á ensku og fjallar um íslenzk málefni og fólk af íslenzku bergi brotið, hefir náð mik- illi útbreiðslu, einnig meðal unga fólksins, og eiga þau þakkir skildar, sem hafa rit stýrt því, Lára Goodman Salverson skáldkona, Hólm- fríður Daníelson og síðustu árin Walter Líndal dómari. — Hvað er annars að segja um sögu Vestur-íslendinga? Er henni lokið frá þinni hendi? — Mér var ekki falið að skrifa nema 4. og 5. bindi sögunnar, en enn skortir á, að öllum íslendingabyggðum vestra hafi verið gerð skil. T. d. ér Vatnabyggðin í Saskatchewan eftir, og þar voru íslendingar býsna fjöl- mennir. Heldur hafa ekki verið gerð nein skil.íslend- ingabyggðunum vestur á Kyrrahafsströnd. Frá þess- um byggðarlögum má áreið- anlega efna 1 tvö bindi til viðbótar, og svo þarf að koma nafnaskrá yfir ritið, ef vel á að vera. Vonandi sér Þjóðræknisfélagið um, að þetta verk verði unnið áður langt um líður. Nú er maður kominn að sækja mig. Og þú ert víst búinn að þurrausa mig. Vertu blessaður og eg vona að hitta þig aftur hér á Fróni að sumri. 13. smábarnavöll- urinn opnaður. Nú hefir verið tekin upp smábarnagæzla á leikvellinum við Njálsgötu. Hafa þess vegna verið gerð- ar ýmsar breytingar á vellin- um, t. d. sett girðing þvert yfir völlinn ,svo að vellinum er nú skipt í tvennt. Verður smá- barnagæzlan á austurhluta vall arins, en vesturhlutinn verður opinn leikvöllur. Þá hefur leik- tækjum verið fjölgað, og eru þó nokkur leiktæki ókomin. Eru nú smábarnagæzluvell- irnir 13 talsins, auk tveggja valla, sem eru starfræktir að- eins á sumrin. (Frá Leikvallarnefnd Reykjavíkur). Að leggja bílum rétt. Þessi mynd var tekin suður lijá Miðbæjarbarnaskólanum í fyrradag. Eins og bílnurn hefur verið lagt við gangstéttina, má ekki leggja bílum. Þeir verða að skáskera akbrautina, sem VW ekur eftir en slíkt er ekki leyfilegt, enda beinlínis hættulegt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.