Vísir


Vísir - 15.09.1961, Qupperneq 10

Vísir - 15.09.1961, Qupperneq 10
10 VISIR ( st framfara Frh. af bls. 7. átti að sjálfsögðu að standa undir þessum auknu útgjöld- um, en vegna aflabrestsins og verðfallsins hefur fram- leiðsluverðmætið minnkað í stað þess að vaxa. Viðbótin við bátaflotann er yfir 70 bátar, flestir meira en 50 br. rúmlestir að stærð. Telja má, að a. m. k. 50 af þessum bátum séu hrein viðbót við bátaflotann, eða nettóaukn- ing hans. Rekstrarútgjöld hvers báts á ári að hlutum og mannakaupi ekki með- töldu, er um 1,6 m. kr. og af- skriftir og vextir af stofnfé um 460,000 kr. (hvort- tveggja reiknað á verðlagi því, er ríkjandi var fyrir gengisbreytinguna 4. ágúst s.l.). Heildarkostnaður á bát er því um 2 m. kr. og um 100 m. kr. fyrir alla 50 bát- anna. Við togaraflotann hafa bætzt sex skip, en ekkert helzt úr lestinni. Rekstrar- útgjöld hvers togara ásamt afskriftum og vöxtum af stofnkostnaði, en fyrir utan mannakaup, er tæpar 12 m. kr. á ári, eða 70 m. kr. fyrir öll skipin. Einhvern frádrátt má gera hér, vegna þess að ekki voru allir togararnir gerðir út allt árið, en viðbót við rekstrarútgjöld togar- anna, afskriftir og vextir af stofnkostnaði er þó a. m. k. 50 m. kr. Þannig hafa út- gjöld vegna flotans aukizt um a. m. k. 150 m. kr. Af því sem hér hefur verið sagt, er Ijóst, að áhrif afla- brests. verðfalls og aukins kostnaðar vegna stækkunar flotans* til rýrnunar á af- komu sjávarútvegsins nema samtals um 320 m. kr., sé árið 1961 borið saman við árið 1959. Er þetta um 13% af framleiðsluverðmæti sjáv- arafurða og 4—5% af þjóð- arframleiðslunni. Það getur hver og einn gert sér í hug- arlund, hversu auðvelt það sé fyrir þjóðarbúskapinn að bera 13—19% almennar kauphækkanir jafnhliða slíkri minnkun framleiðslu- verðmætis og aukningu kostnaðar. 10. Markmið viðreisnarinnar. Markmið viðreisnarinnar var tvíþætt. Annars vegar að forða frá yfirvofandi greiðsluþroti og treysta fjárhag landsins út á við; hins vegar að skapa heil- brigðan grundvöll fyrir framförum og bættum lífs- kjörum á komandi árum. Um fyrra atriðið þarf ekki að fjölyrða. Traustur fjár- hagur út á við er lífsnauð- syn lítilli þjóð, sem halda vil] virðingu sinni meðal annarra þjóða og varðveita sjálfstæði sitt. í þessu efni hefur náðst mikill árangur á þeim stutta tíma, sem liðinn er síðan yiðreisnin hófst, enda þótt enn vanti mikið á, að fjárhagui'inn sé orðinn nægilega traustur. Efnahagslegar framfarir hafa orðið miklar á íslandi s. 1. áratug og lífskjör batnað verulega. Þessar framfarir áttu sér stað fyrst og fremst á árunum 1953—55 og má rekja þær að verulegu leyti til hagstæðra utanaðkomandj áhrifa, þ. e. a. s. bættra afla- bragða, hagstæðara verðlags og varnarliðsvinnunnar, auk þess sem áhrifa þeirrar jafn- vægisstefnu í efnahagsmál- um, sem fylgt var fyrst eftir 1950, gætti mjög á þessu tímabili. Síðan 1956 hefur vöxtur þjóðarframieiðsl- unnar verið tiltölulega hæg- ur og hægari en i öllum þorra landa Vestur-Evrópu enda þótt aflabrögð og verð- lag væru hagstæð fram til ársins 1960, Árangurinn várð ekki betri en þetta þrátt fyr- ir það. að fjárfesting á þess- um árum var hlutfallslega meiri á íslandi en í flestu.m löndum öðrum og því meiru til kostað en víðast annars staðar til að auka þjóðar- framleiðsluna. Ástæðan fyr- ir þessu var ekki sízt sú, að langvarandi verðbólga og uppbótakerfið höfðu færl allt efnahagslífið úi skorð- um, dregið úr hagkvæmni í atvinnurekstri og beint fjár- festingu inn á rangar braut- ir. Og það var orðið aúgljóst í ársbyrjun 1960, og raunar fyrr, að hinna slæmu áhrifa verðbólgunnar og uppbóta- kerfisins á vöxt þjóðarfram- leiðslunnar myndi gæta æ meir á komanai árum, jafn- hliða því sem verðbólgan lamaði sparnaðarviðleitni innanlands og eyðilagði láns- traust þjóðarinnar erlendis. Mikið átak var því nauð- synlegt til þess að koma efna- hagslífinu á ný í heilbrigt horf og skapa grundvöll fyrir vaxandi þjóðarframleiðslu óg bættum lífskjörum. Þétta var annað höfuðmarkmið viðreisnarinnar, sem þó var ekki hægt að búast við að næðist fyrr en að nokkrum tíma liðnum, jafnvel þótt engin óhöpp kæmu fyrir. Þá fyrst gat skapazt grundvöll ur kauphækkunar, er leitt gæti til bættri lífskjara. Reyndin hefir orðið sú, að viðreisnin hafði tiltölulega fljótt veruleg áhrif í þá átt að bæta hagkvæmni í at- vinnurekstri og beina fjár- festingu á eðlilegri brautir. Sparnaður jókst, jafnramt því sem lánstraust þjóðar- innar erlendis var endur. reist. Um teljandi aukningu þjóðarframleiðslu gat þó ekki verið að ræða fyrst í stað, allra sízt þegar til kom afla- brestur og verðfall. Það var því augljóst, að á þessu ári og því næsta máttu ekki eiga sér stað verúlegar kaup- hækkanir, ef hægt ætti að vera að ná þeim þýðingar- miklu mai’kmiðum, sem við- reisnin stefndi að, og þar með að ná raunverulegum kjarabótum fyrir almenning. í þeim viðræðum, sem ríkis- stjórnin átti með fulltrúum verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda á sl. vetri, voru færð skýr rök fyrir því, að við hagstæðar ytri kringum- stæður væri ekki hægt að búast við, að þjóðarbúskap- urinn þyldi meiri kauphækk anir en 3% á ári til jafnaðar án þess að kæmi til verð- bólgu innanlands og greiðslu vandræða út á við. Jafn- framt var á það bent, að við núverandi aðstæður væru slíkar kauphækkanir raun- verulega of háar, en nokkuð meiri kauphækkanir ættu að geta orðið mögulegar, þegar áhrifa viðreisnarinnar tæki að gæta meir. ekki sízt ef aflabrögð bötnuðu os> verð- lag erlendis hækkaði. Þrátt fyrir þetta tjáði ríkisstjórn- in sig fúsa til að stuðla að 3% kauphækkun á þessu ári og jafnmiklum kaup- hækkunum á næstu tveimur árum, enda þótt ljóst væri, að slíkar kauphækkanir hlytu í bili að torvelda það, að náð yrði öðru höfuðmark- miði viðreisnarinnar, að treysta fjárhag landsins út á við. Eins og kunnugt er, höfnuðu verkalýðsfélögin til- lögu vinnuveitenda um 3% árlega kauphækkun, og báð- ir aðilar höfnuðu tillögu sáttasemjara um 6% kaup- hækkun nú og 4% hækkun að c.ri. 11. Nauðsyn gengisbreytingar. Það ei kunnara en frá þurfi að segja að endalok kaupdeilnanna urðu þau, að fyrst samvinnufélögin og síðan aðrir atvinnurekendur sömdu við verkalýðsfélögin um kauphækkanir og aðrar kjarabætur, er fafngiltu 13—19% kostnaðaraukn- ingu atvinnurekenda. Jafn- framt því var gert ráð fyrir 4% viðbótarkauphækkun á næsta ári. Þessar launa- hækkanir, sem verkalýðs- félögin sömdu um, gátu að sjálfsögðu ekki takmarkazt við meðlimi þeirra eina. Samkvæmt gildandi lögum hlutu bændur að fá sam- svarandi tekjuhækkun. Svip- aðar launahækkanir hlutu einnig að verða hjá opinber- um starfsmönnum eins og kornið hefir á daginn. Það mátti ennfremur vera ljóst, að ýmiskonar sjálfstæðir at- vinnurekendur, eins og t. d. kaupmenn, myndu ekki una öðru.en ná tilsvarandi tekju- hækkun. Samkvæmt út-' reikningum Framkvæmda- bankans þýðir 1 % launa- hækkun, er þannig dreifist til nær því allrar þjóðarinn- ar 30—40 millj. kr. hækkun heildartekna. Launahækkan irnar hlutu því von bráðar að leiða til 500—600 millj kr. aukningar tekna í landinu. í viðbót við þetta kemur svo sú tekjuaukning, sem stafar af auknum fjölda vinnandi fólks og þeim flutningi fólks frá verr launuðum til betur launaðra starfa, sem sífellt á sér stað. Þetta tvennt sam- tals er varla undir 300 millj. kr. á ári, þannig að heildar- tekjuaukningin er 800—900 millj. kr. á ári eða 11—12% af þjóðarframleiðslunni. Tekjuaukning af þessu tagi getur því aðeins orðið að raunverulegum og varan- legum kjarabótum, að hún eigi sér stað í aukinni þjóð- arframleiðslu. Hér að fram- an hefir verið á það bent, að vegna verðfalls og aflabrests hafi framleiðsluverðmæti þýðingarmesta atvinnuvegs þjóðarinnar rýrnað um 320 millj. kr. frá árinu 1959 til ársins 1961, þegar tillit er tekið til aukins tiikostnaðar vegna stækkunar skipaflot- ans. Nákvæmar upplýsingar eru enn ekki fyrir hendi um framleiðsluverðmæti ann- arra greina þjóðarbúskapar- ins á árunum 1960 og 1961. Þó er vitað. að í þeim grein- um hefir ekki verið um neina verulega aukningu framleiðslu að ræða, enda er gengi þeirra mjög háð gengi sjávarútvegsins. Ekki gat því hafa orðið nein sú aukning Föstudagur 15. september 1961 egra þjóðarframleiðslu, er rennt gæti stoðum undir verulega tekjuaukningu, og allra sízt jafn stórfellda tekjuaukn- ingu og hér var um að ræða. Þegar þannig horfir við, að tekjur aukast án þess að þjóðarframleiðslan aukist jafnframt, hlýtur tekjuaukn- ingin að leiða til verðhækk- anna innanlands og aukins halla á greiðsluviðskiptun- um við útlönd. Verðhækkan- irnar innanlands draga út áhrifum tekjuaukningarinn- ar á greiðslujöfnuðinn, en þrátt fyrir það mátti gera ráð fyrir, að um 300 millj. kr. af þeirri 800—900 millj. kr. tekjuaukningu, sem að fram- an getur, hefðu komið fram í greiðslujöfnuðinum á síð- ari helmingi árs 1961 og> fyrra helmingi árs 1962. Enginn gjaldeyrisforði var fyrir hendi til þess að mæta þessu. Hinar miklu kaup- hækkanir á sl. sumri voru því langt umfram það, sem þjóðarbúskapurinn þoldi. Þær gátu ekki leitt til kjara bóta heldur aðeins til verð- hækkana innanlands og greiðsluhalla út á við. Eng- inn gjaldeyrisforði var fyrir hendi til þess að mæta þeim greiðsluhalla, jafnvel ekki í skamman tíma. Þegar þannig horfir við í efnahagsmálum er aðeins eitt úrræði: breyting geng- isskráningar. Því lengur sem það er dregið að beita því úrræði, því meiri vandræði skapast. Fyrst myndast gjald- eyrisskuldir, síðan verður að setja á ströng gjaldeyris- og innflutningshöft til þess að forða frá greiðsluþroti. Séu þau höft eins ströng og nauðsyn krefur, Jeiða þau af sér vöruskort og samdrátt iðnaðarframleiðslu, bygg- inga og hverskonar fram- kvæmda. Útflutningsatvinnu vegirnir bera sig ekki og verða að draga saman seglin. Þetta eykur enn á gjaldeyr- isvandræðin, og er þá gripið til uppbóta í einhverri mynd til að reyna að halda útflutn- ingnum gangandi, og skattar lagðir á til að standa undir þeim uppbótum. Fáar þjóðir hafa eins mikla og eins bitra reynslu af slíkri þróun og einmitt íslendingar. Ríkis- stjórnin laldi það skyldu sína að bregðast fljótt við þessum mikla vanda, og gera hiklaust það, sem þurfti að gera. Dómgreind íslenzku þjóðarinnar er áreiðanlega nógu mikil til að skilja, að með því var einmitt verið að tryggja framtíð hennar og velferð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.