Vísir - 15.09.1961, Page 15

Vísir - 15.09.1961, Page 15
Föstuaagur id. sept. íyei VlSIR 15 Ástin sigrar IViary Burchelt. — Ég verð að vinna dálitla stund ennþá, en það er eng- in ástæða til að þú gerir það. Það er bezt að þú farir heim. — Nei, þakka þér fyrir, sagði hún og brosti. — Það er engin ástæða til að þú þrælir hérna lengur. — Ef þú getur unnið á- fram, get ég það áreiðanlega líka. — Þú hefur alltaf búist við því af einkaritara þínum. Nú varð þögn en svo sagði hann, í hálfkærhtgi: — Ertu að gefa í skyn að ég hafi verið vinnuharður? — Vitanlega ekki! sagði hún. — En hjónabandið hef- ur ekki gert mig svo ósjálf- bjarga, að ég geti ekki unn- ið alveg eins og áður, það er allt og sumt, sagði hún. Hann hafði ýtt stólnum aftur og kom nú til hennar. — Ég var of vinnuharður áð- ur, er það ekki? — Nei, sagði hún og hélt áfram með það, sem hún var að gera. — Jú, ég gerði það áreið- anlega. En ég man að þú sagðir einhvern tíma að þér félli vel að vinna hjá mér, og ég held að þú hafir sagt það satt. — Víst var það satt. Hún óskaði að hann færi aftur í sætið sitt en stæði ekki svona nærri henni. — Erica, líttu á mig! — Hvers vegna? spurði hún og átti bágt með að dylja hve órótt henni var. — Af því að ég bið þig um það, ritari minn. Og hlýðni er það fyrsta sem maður krefst af einkaritaranum sínum. Hún leit á hann og sá að bros var í augum hans, en það kom afar sjaldan fyrir. — Finnst þér skemmtilegra að vinna fyrir mig en eiga náðuga daga heima? spurði hann. — Já, tvímælalaust, stam- aði Erica. — Þú ert skrýtin, sagði hann og beygði sig og kyssti hana. Hún sagði ekkert — hún vissi ekki hvað hún átti að ! segja. Svo rétti hann úr sér og 'ðr aftur að skrifborðinu sinu Skömmu síðar heyrði hún '?,nn blaða flausturslega í inhverium skjölum, draga 't skúffur og hrinda þeim n aftur. — Hvað var það, Oliver? \gði hún loksins. — Æ. betta afstyrpii. sagði hann erprilegur. — Hún var ' irðulagin á að leggja alla ’iuti á skakkan stað. Ekki munt þú vita hvað orðið er af bréfinu frá Mervin & Kas- kaU? Þessu viðvíkjandi fram- haldssamningnum, manstu ? — Ég held að ég viti það, sagði hún og fór að skjala- skápnum, sem stóð út við gluggann. Hann horfði á hana og gremjan breyttist í eins konar kátínu. — Hérna er það, sagði hún og rétti honum bréfamöppu. Nú skellihló hann. — Þú ert dæmalaus, Er- ica. Hann tók um hönd henn- ar og hélt í hana um stund. Svo leit hann yfir efsta bréf- ið í möppunni. — .Já. það var betta bréf. sem ég átti við. Hvernig gazt þú vit\ð hvar hún hafði látið það? — Hún hafði ekki látið það neins staðar. Ég fann það hérna í draslinu á borðinu og skrásetti það. — Mér hefði sízt af öllu dottið í hug að leita að bréf- inu þarna, sagði hann. — Hún gat aldrei lagt nokkurn hlut á réttan stað. Hún var svo gerólík þér. Stutt augnablik snart höf- uð hans handlegginn á henni. Erica horfði á hann og augnaráðið var viðkvæmt. Hún gat séð að hann var þreyttur, og að honum þótti gott að snerta hana. Og hún §KYTTIJRNAR ÞRJAR 70 „Nú fáum við að sjá síðasta þátt harmleiksins", sagði Winter háðulega, þegar hann sá Mylady lyfta hnífnum, „en treystu því, John, hér rennur ekkert blóð" — Mylady vissi, að hún væri neydd til að sýna áþreifanlega hug sinn og stakk því hnífnum í brjóst sitt. „Hún hefur drepið sig", æpti Felton. Til allrar hamingju, eða réttara sagt, eftir kænlegan útreikning, var hnífnum stungið í járnplötu, sem huldi brjóst hennar og án þess að skera kjólinn þrýstist hnífurinn aðeins i kjötið milli rif-1 beinanna. Þó að Winter grunaði að sárið ‘ væri meinlaust, náði hann þó í lækni, sem átti að vera hjá henni yfir nóttina. Mylady sendi hann fljótlega heim. Henni fannst hún þyrfti að safna eins miklum kröftum yfir nóttina eins og hægt væri, því allt gat skeð. Um klukkan tíu brast á þrumuveður, og skyndi- lega sá hún andlit Feltons fyrir utan gluggann „Kyrr", sagði hann lágt, „ég verð að fá tíma til að saga járnstengurnar í sund- ur, ég banka þegar ég er búinn". Næstu mínútur voru eins' og heiit ár og hún beið í einu svitakófi.: Loksins var Felton búinn að saga tvær stengur svo Mylady gat smeygt sér út. I hugleiddi hve vel öllu hefði miðað áfram síðan hann bað hennar, spottandi og hryss- ingslegur í senn. Og hún tók eftir að nú var hann farinn að nota höndina með hanzk- anum þegar hann blaðaði í möppunni. Það sýndi að hann þóttist öruggur þegar hún var nærri. — ÖIl bréfaskiftin ættu þá að vera hérna? sagði hann hægt. — Það var víst heima hjá mér sem við töluðum um þetta, fyrst, var ekki svo ? Áð- ur en við giftumst, ef ég man rétt. Ég skrifaði smá- greinar mér til minnis þá, held ég. Þær ættu að vera hérna líka . .. — Æ, hérna kemur það. Og... Hann stanzaði. Og Erica stirðnaði allt í einu af hræðslu. Því að milli neðstu miðanna lá grátt umslag. Hún vissi hvað þetta var, jafnvel áður en hann sneri því við og sá franska frí- merkið. — París. Tuttugasta sept- ember, las hann úr póst- stimplinum. — En þá... Hann spratt upp og lá við að hann hrinti henni um leið. — Þá hefur bréf frá Dredu komið sarnt! Hún steinþagði. Hafði enga hugmynd um hvað hún ætti að segja. Hún hélt bara niðri í sér andanum og horfði með skelfingu á hann er hann leit ofan í umslagið og sá að það var tómt. — En hvar í ósköpunum er sjálft bréfið ? Umslagið hefur verið rifið upp . . . Hann þagnaði aftur. Svo leit hann dökkum augunum á hana, og nú sá hún svip sem hún hafði aldrei séð áður. •— Kvöldið sem ég hafði þe§sa skjala- möppu heima hjá mér, var það þú sem opnaðir póstinn. Ég man það núna. Ég var kallaður eitthvað frá. Hún kinkaði kolli. Hann gekk fast að henni og horfði svo kuldalega og ógnandi á hana að hún varð lafhrædd. — Prakkarinn þinn! sagði hann hægt. — Hvar er bréf Dredu ? — Brunnið, hvíslaði Erica. — Brenndirðu það? Bréf frá Dredu til mín! Hann greip harkalega um úlnlið hennár og sneri á og þving- aði hana til að horfa fram- an í sig. — Nei — Nei, ekki ég. Það varst þú sjálfur sem brennd- ir það, muldraði hún sneypu- leg. — Ekkert bull! hvæsti hann hás. — Hvað ertu að fara? — Það lá á skrifborðinu þínu. Ég hafði bögglað því saman. Og svo notaðir þú það — til að kveikja í vindl- ingnum þínum. Ég var að tala i símann þá stundina. — Er þér alvara að segjá að þú hafir látið mig brenna bréfið? Og að þú hafir vitað síðan, að ég hafði brennt bréf, sem ég hafði beðið eftir árum saman? Hún gat ekki forðað sér undan heiftarlegu augnaráð- inu. — Ég — ég vissi ekki.. . sagði hún og tók andköf. — Hvað vissjr þú ekki? Áttu við að þú hafir ekki vit- að hvað stóð í bréfinu ? Hafð- irðu ekki lesið það? Hún reyndi að losna úr takinu, en hann hélt fast. — Hafðirðu lesið bréfið? — Nei! 1 hræðslufátinu greip Erica til lyginnar, og á samri stundu fann hún að þetta var það versta sem hún gat gert. Nú varð stutt þögn, en svo sagði hann þumbaralega: — Þá finnst mér einkenni- legt að þú skyldir böggla því saman. Hvað segir þú um það? - — Æ ... stundi Erica. Svo hrópaði hún í örvæntingu: — Jæja, ég las það! — Einmitt. Og af því að þú varst afbrýðisöm, ómerki- leg • ■ ■ — Oliver! En hann hélt áfram, eins og. hann hefði ekki heyrt neitt: Siglingafræð- ingar úreltir ? Nokkrar líkur eru á því, að 60 siglingafræðingar hjá Trans World Airlines munu leggja niður vinnu innan skamms. Orsökin til þess er sú, að í athugun er nú hjá fyrir- tækinu, að koma fyrir sjálf- virkum tækjum í vélum sín- um, sem myndu þá að mestu eða öllu leyti gera venjulega siglingafræðinga atvinnu- lausa. Ekki er ennþá séð fyr- ir endann á þessu máli, sem vakið hefuir*talsverða athygli vestan hafs. Þjófur á námsstyrk. Fyrir nokkru kom kana- diskur stúdent til Oxford, og er það ekki sérlega í frásög- ur færandi. Hitt vakti meiri atliygli, að hann hafði ekki dvalið nema tæpan sólar- hring í borginni, er hann vaí kominn undir manna hendur. Stúdentinn, Terence Baily, 24 ára gamall, gekk nefnilega inn í bókabúð fyrsta daginn og stal tveimur bókum. Það sem gerði atburðinn jafnvel enn athyglisverðari, var að hann var kominn til Oxford á skólastyrk.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.