Vísir - 15.09.1961, Side 16

Vísir - 15.09.1961, Side 16
vísim Föstudagur 15. september Hægri stefna. NÝLEGA er komið út á veg- um Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, bæklingur með tveim erindum, sem flutt voru á þjóðmálaráðstefnu félagsins á s.l. vori. Nefnast erindin „Hægri stefna“, eftir Eyjólf Konráð Jónsson, ritstjóra, og „Velferðarríkið“ eftir prófessor Ólaf Björnsson. Þá er einnig komið út á veg- um félagsins nýtt tölublað af VÖKU, blaði lýðræðissinnaðra stúdenta. Er í ritinu m. a. frá- sögn og myndir frá Þjóðmála- stefnunni í vor sem og allar á- lyktanir hennar. Bæði ritin fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Bóka- búð ísafoldar og Bókabúð Lár- usar Blöndal, Vesturveri. Nýjar lækka * morgun skýrðu stjórn- arblöðin frá því aS ákveSiS hafi veriS aS gefa bílainn- flutning í landiS frjálsan á nýjan leik, eftir 30 ára haftatímabil. HafSi um þetta veriS tekin endanleg ákvörSun síSdegis í gær og þá jafnframt tilkynnt aS viSskiptamálaráSuneytiS myndi í dag gefa út til- kynning um þetta. Sú til- DAUÐADOMAR í TYRKLANDi. BAYAR, fyrrverandi forseti Tyrklands, Menderez, fyrrv. forsætisráðherra, Zorlu, fyrrv. utanríkisráðh. og 7 menn aðrir voru í morgun dæindir til líf- láts. Dómarnir voru felldir í réttinum á Yassiada-ey í Marm arahafi, þar sem landráðarétt- arhöldin svonefndu hafa átt sér stað. Verði dómarnir stað- festir af Gurgel forseta, mun þeim sennilega verða fullnægt eigi síðar en annað kvöld. Stjórn Menderez var steypt af stóli fyrir 11 mánuðum og munu verða felldir alls um 600 dómar yfir mönnum er studdu við Maríu. í fegurðarsamkeppni Norð urlanda, sem haldin verður liér í Reykjavík í næstu viku mætast þær í fyrsta skipti María Guðmundsdóttir feg- urðardrottning íslands og danska stúlkan Brigitte Hei- berg. Næst munu þær hittast næsta sumar á heims-fegurð- arsamkeppninni á Long Beach. Brigitte átti að fara á Langasand í sumar, en þá kom í Ijós, að hún var of ung, aðeins 17 ára svo að för hennar var frestað til næsta sumars. stjórn Menderez. Fara aftökur fram á Imrali-ey, verði þeir staðfestir. Danska blaðið BT birti ný- lega þessa mynd af Brigitte og skýrir frá því um leið, að hún sé talin ein fegursta stúlkan sem Danir hafa sent til keppni. Álítur BT að hiin hafi mikla möguleika til að vinna fegurðarsamkeppni Norðurlanda. og notaðar bifreiðar i verði kynning barst Vísi árdegis í dag. Nú geta menn farið inn í hverja þá bílaverzlun sem þeir óska og keypt þar bíl, og mun þá viðkomandi bílaumboð sjá um útvegun nauðsynlegra gjaldeyris- leyfa og annað sem með þarf. Á undanförnum árum hafa verið í umferð svonefnd A og B leyfi til innflutnings á bíl- um frá Vesturlöndum. í ár hef ur þessi innflutningur orðið mestur frá V-Þýzkalandi, á Volkswagenbílum og í morgun skýrði umboðið Vísi svo frá, að í ár hefðu 300 bílar verið flutt ir inn. Árni Bjarnason sölustj. sagði í morgun að hann hefði verið búinn að selja 12 bíla fyrir kl. 11,30 í morgun. Þeir munu kosta núna 120 þús. kr. Sveinn Ólafsson forstj. Ford- umboðsins, sagði: að með þessu frjálsræði á bílainnflutn ingnum myndi skapazt hér, sem og annars staðar, eðlilegt ástand í þessum málum. Verð á notuðum bílum yrði raunveru- legt. Fyrst í stað mun eftir- spurnin verða nokkur. — Víst er að almenningur fagnar þessu frjálsræði í við- skiptum með bílana, sögðu þeir, því á því sviði hefur ým- islegt verið misbrestasamt, eins og oft vill verða þegar slík höft eru á sem verið hafa. Friðrik Kristjánsson hjá Ford umboði Kr. Kristjánsson sagði að með þessu væri bílverð lækkað um 10%. — Á nýja verðinu mun Ford-Anglia kosta 128.000 en Taunus-stat- ion sem er mjög vinsæll um 171 þús. Af þeim hafa í ár ver- ið ■ fluttir inn nokkuð á annað hundrað bílar. Friðrik kvað telja víst að menn færu sér hægt fyrst í stað við bilakaup. enda svo langt liðið á árið og menn vilja bíða fram á vetur er hin nýja árgerð kemur. Þá myndi fyrir- sjáanlega lækkað verð á not- Framh. á bls. 5. Hann velti bílnum stúlkurnar síuppu. í GÆRKVÖLDI tókst öku- manni nokkrum með snarræði sínu að forða slysi á stúlkum, er voru á gangi á Grensásveg- inum. En það kostaði stór- skemmdir á bílnum. Maðurinn hafði blindazt af Ijósi frá bíl sem kom á móti honum. Hann sveigði út að kantinum, en um leið sá hann hvar tvær stúlkur voru rétt framan við bílinn. Ökumaður- inn snarbeygði frá þeim, og varð sú beygja svo kröpp, að bíllinn valt. Ungu stúlkurnar hljóðuðu upp yfir sig en bílnum hvolfdi rétt hjá þeim, en þær sluppu ómeiddar. Einnig slapp ökumaðurinn lítið meiddur. Bíllinn, Skoda-sendiferðabíll, R-5920, stórskemmdist. Natúralistarnir stofna félag. ölga i listaheiminum. Allmikil ólga er í hinum íslenzka myndlistarheimi þessa dagana. 1 ráÖi er að á morgun verði stofnað nýtt myndlistarfélag sem aðallega munu standa að þeir málarar sem ekki mála abstrakt. Forgöngumenn hms nýja félags eru þeir Guðmundur frá Miðdal, Finnur Jónsson og Sveinn Björnsson. Verður stofnfundurinn í Tjarnarkaffi. Orsökin til félagsstofnunar- innar mun vera sú að nokk- urrar óánægju hefir gætt með- al „natúralistanna“, og hefir þeim þótt sem þeir væru hafðir útundan þegar opinberar sýn- ingar eru haldnar, en abstrakt- mennirnir fengju tiltölulega meira veggpláss. Höfuðfélag listamanna. er Félag íslenzkra myndlistar- manna. Auk þess hafa tvö smærri félög verið til, Nýja myndlistarfélagið, þar sem Jón í Blátúni gegndi formennsku og Jón Engilberts sfóð einnig að og Óháðir listamenn, en það voru þeir Finnur Jónsson, Guð- mundur frá Miðdal, Gunnlaug- ur Blöndal og Ríkarður Jóns- son. Nú er í ráði að sameina nat- úralistana í einu félagi er gæt.i hagsmuna þeirra og sjái um sýningar á verkum þeirra. ■jf Indverska stjórnin hefnr boðið geimfaranum GAGAR- IN til Indlands. Næturklúbbur — með frönskum kokkum ? Takmark Ragnars er að koma hér upp veitingastað á heims- mælikvarða. Það hefur flogið fyrir að Ragnar hugsi sér að fá leyfi til að reka þarna næturklúbb. Nylega mun Kagnar Þórðarson í Markaðnum hafa tekið Framsóknarhús- ið á leigu og hyggst hann koma þar upp nýjum veit- ingastað. Ragnar mun ætla ser að gerbreyta húsinu að innan með það fyrir augum að koma upp fyrsta flokks matsölustað. Hann hefur ýmislegt á prjónunum í því sambandi, að fá franska matsveina og sitthvað fleira.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.