Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 10
»p V I S I R -imintudagur 5. október 196 ••••••:••••: ;v:..:.:.:.;.:.: .......... Guðmundur Benediktsson: Sitjandi kona (járn). (Á 15 ára afmælissýningu Myndlistarskólans). * Læturðu strákinn- Pramh af 9. síðu. þig við listinni, Guðmundur? - - Eg var smástrákur, þeg- ar eg fór fyrst að móta í gips, var oftast að þessu í eldhúsinu. Einu sinni sem oftar hafði eg verið að bar- dúsa með gips í eldhúsinu og var búinn með mynd, harð- ánægður, en gipsið auðvitað út um allt eldhúsborðið. Þá kom frænka mín í heimsókn, og hún gat nú ekki annað sagt við mömmu en þetta: „Heyrðu góða. Af hverju læturðu strákinn útsvína borðið svona fyrir þér?“ Þetta var víst fyrsta viður- kenning, sem eg fékk fyrir listina. En það var erfitt um vik að læra eitthvað á þess- um árum, engir myndlistar- skólar og kreppa í landinu, þegar maður var að komast á legg og langaði til að læra þessa list. — Fylgdust þið bræðurnir yfirleitt að? — Já, oftast var það. Við vorum saman undir handar- jaðri Karls og Marteins, og nutum svo kennslu Ásmund- ar í Myndlistarskólanum, og auðvitað búum við alla tíð að því. Jón hafði fyrr farið út fyrir landsteinana til að lit- ast um. En svo tókum við báðir þátt í hópferð Mynd- listarskólans til Englands og Frakklands, sem verður okk- ur áreiðanlega ógleymanleg. Við skoðuðum margar sýn- ingar á leiðinni, í Edinborg og London. Af enskum mynd- höggvurum fannst okkur skemmtilegastur Richard Butler, sem gerði minnis- merkið um pólitíska fang- ann, sérkennilegur listamað- ur og frjáls í iúlkun. Líka var gaman áð skoða verk Barböru Hepwood. Hún er dálítið lík Henry Moore, en létt og fíngerð listakona. Þegar við komum til París- ar, vorum við daglega á söfnum, eyddum venjulega öllum formiðdeginum þar og heimsóttum vinnustofur frægra manna, t. d. rúm- ensku hjónanna Istrati og Dumitresco, og danska lista- mannsins Robert Jacobsen, sem búsettur er í París. Þá sáum við heilar syrpur eftir Herbin og skoðuðum mörg verk eftir hina miklu mynd höggvara Rodiri, Brancusi og Zadkine. — Og til hverra fannst ykkur mest koma? — Það er mjög erfitt að gera upp á milli þeirra. Þeir eru allir snillingar og þó á- kaflega ólíkir. Rodin, hinn fíngerði hugsuður, hinir nýrri kraftmiklir br’autryðj- endur. Þeir hafa allir sín sérkenni, og það eru áreið- anlega bezt áhrifin af fjöl- breytninni. — Þetta vil eg taka undir, grípur Jón fram i. Það sem mestu máli skiptir í verkun um er, að listamaðurinn sé sannur. Ef það er fyrir hendi, skiptir ekki máli eftir hvaða stefnu eða stíl er unnið. Það sem eg leitast við, er að komast í samband við efnið sem eg vinn úr, ná hrynj- andi og línu í verkið. — Hvernig tekst ykkur að sameina daglega stritið og listina? — Víst er um það, að okk- ur langar til að gefa okkur alla við listinni, brauðstrit og lisþ er tvennt. Það þýðir t. d. ekki að ætla sér að vinna að listaverki þegar maður er þreyttur. Og högg- myndalistin er að því leyti strembnari sem tómstunda- verk, að hún er erfiðari, dýr- ari og rúmfrekari. — Hvað hefir orðið ykkur helzta hvatning til að halda áfram? — Það ei- Ásmundur. Hann vildi að við héldum áfram og hefir alltaf hvatt okkur. í hvert sinn sem hann sá eitthvað gott hjá nem- endum sínum varð hann svo innilega glaður og ' örvandi. Hann er snillingur í list sinni og guil af manni. Svo er hann svo ákaflega skemmtilegur maður, að hann verður öllurn ógleym anlegur sem kynnast honum Við, sem höfum verið nem endur hans, stöndum í óbæt anlegri þakkarskuld við hánn. Ef við hefðum ekki notið kennslu hans og hvatn ingar, hefðu verk okkar ekki verið talin þess virði að stilla þeim unp á Norður landasýningunni nú þrisvar í röð, fyrst í Gautaborg 1957, þá í Odense 1959 og svo á sýningunni hér. — Hvenær kynntust þið Ásmundi fyrst? — Við ólumst upp beint andspænis húsinu, sem hann byggði við Freyjugötu, höfð- um hann svo að segja dag- lega fyrir augunum og verk- in hans úti í garðinum. Við af- sláttur Loft> Eeiða. Flugfélagið Loftleiðir leitar nú fyrir sér í Bandaríkjunum um heimild þarlendra yfir- valda um að mega veita fjórð- ungs afslátt á fargjöldum til námsmanna sem ferðast milli Islands og Bandaríkjanna. íslenzka ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti fallizt á þessa beiðni flugfélagsins, en til þess að hægt sé að taka þetta fyrir- komudag upp verða opinber stjórnarvöld beggja landa að samþykkja þetta. Þetta afsláttarfyrirkomulag gildir nú fyrir námsmenn, sem þurfa að ferðast rnilli íslands og annarra Evrópulanda. Ætlað er að regla þessi muni geta gengið í gildi 4. nóvem- ber n.k. Hún gildir fyrir alla námsmenn undir þrítugsaldri og maka og börn, en námsmenn á förum til Evrópulanda mega ekki vera eldri en 25 ára til að njóta þessarra fríðinda. Guðmundur Benediktsson: Sitjandi stúlka (tré). (Á fyrstu sýningunni, sem Guðmundur tók þátt í) vorum oft að snuddast kring- um hann og fá að kíkja inn á vinnustofuna hans. Hann var ósköp umburðarlyndur við okkur krakkana. En það var dálítið einkennilegt, að hann varð fyrst kennari okk- ar eftir að við urðum full- orðnir. Mikið þykir okkur skemmtilegt, að Myndlistar- skólinn skuli nú eiga heima þarna. — Þið hafið þá líka verið nágrannar Einars Jónssonar. Komuð þið ekki oft í Hnit- björg? — Nei, það var allt öðru- vísi Einar var okkur mjög fjarlægur. Við litum eigin- lega á hann eins og munk, eg held að við höfum meira að segja kallað hann það. Húsbyggingin orkaði líka á okkur eins og klaustur. Svo þegar Einar kom út, var hann í stórum svörtum frakka, og alltaf man maður eftir stóra lyklinum, sem hann hélt á og opnaði og lok- aði hliðinu með. Ekki vog- uðum við að fara inn í klaust urgarðinn. Þó var Einar víst góður maður, en feikilega fáskiptinn og ómannblend- inn. En það var gaman á sumrin, þegar hópar útlendra ferðamanna komu til að skoða þetta dýrlega safn í Hnitbjörgum. Manni fannst oftast að það væri eiginlega eingöngu útlendingar, sem kæmu að skoða safn Einars. Það ættu fleiri að gera sér það ómak. G. B. í : ‘ ‘ li ‘1 ÍI ‘‘i' ti ‘Í * ‘ • í «' ít'Ptif íx*i. h H‘ iiÁ ii, j 5Í' '. 1 “ ' |,T 'U'I»•“!' .rji Sjtjjj, r ' t 1 : i rf 'i ' ' < ’ i:iÍí:ilí:lfTflllÍ}|;iÍIÍSÍál;*ínl:í: 1 A U r X J%’ 1) — „Komdu Zomat,“ Tarzan.“ öskraði konunur frumskóg- 2) — Nótin hvíldi yfir anna. „Við skulum refsa Zimba. Wölu dreymdi brúð- þeim manni, sem kallar sig kaup sitt. 3) — En hún vissi ekki að ráðgert var samsæri gegn henni. „Wala skal ekki gift- ast utanaðkomandi manni,“ öskraði Wogg, æðsti prestur- inn. „Tunglguðinn krefst þess, að Tarzán verði fórn- að“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.