Vísir


Vísir - 23.10.1961, Qupperneq 9

Vísir - 23.10.1961, Qupperneq 9
Mánúdagur 23. október 1961 V í S 1 R til gúðs á skömmum tíma. fremur en minnkað frelsi í viðskiptum, en að því viljum við stefna. Við álítum höft neyð arúrræði. Við teljum rétt að efnt sé til samráðs við verkalýðssamtökin með það fyrir augum, að fram- kvæmd kaupgjaldsstefnunnar gæti orðið miðuð við jafnvægis- búskap og sem stöðugast verð- lag. Okkar stefna er ekki sú, að kaupgald sé lögbundið. Við teljum að launþegasamtökin hér verði að sjá hvað þeim og þjóðinni er fyrir beztu í kaup- gjalds og atvinnumálum á sama hátt og gerist í okkar nágranna- löndum. Við vitum, að að því hlýtur að koma, að verkalýðs- hreyfingin hér starfi sem hags- munasamtök, en ekki sem upp- lausnartæki stjórnarandstöð- unnar á hverjum tíma undir á- hrifum kommúnista.“ Þetta er annar tónn en við höfum heyrt úr sömu átt nú frá stjórnarandstöðunni og sama manni! Myndi það ekki vera eitt meginböl stjórnmálaþroskans hér á landi, er sömu menn dæma sambærileg atvik með gagnólíkum hætti, eftir því, hvort þeir eru í ríkisstjórn, eða í stjórnarandstöðu. Þegar litið er um farinn veg, má okkur Sjálfstæðisfólki vera ljóst að framundan er örlaga- þrungin barátta. Við þurfum að snúa bökum saman til varnar þeirri viðreisn, sem lagður var grundvöllur að. Það er ekki enn of seint að takast megi far- sællega — en þá verður að mæta sérhverri tilraun til ó- hæfu og skemmdarverka með óbilandi samstöðu og festu svo að .alþýða manna glat- ist ekki ávextir þeirra aðgerða, sem einar megnuðu að rétta við úr fárhagslegu öngþveiti. Og ef einhver skyldi efast — þá má minnast fyrri úrræða eða úrræðaleysis vinstri stjórn- arinnar og spyrja jafnframt nú- verandi stjórnarandstöðu: Hver eru ykkar ráð? Á þau er aldrei minnzt! Þá lék ráðherrann næst að ýmsum þeirra mála, sem stjórn- in hefur átt við að glíma og til meðferðar eru eða þarfnast úr- lausnar. Um skattamálin og launa- málin sagði ráðherrann: „Tekjuskattur hefir verið felldur niður á almennum launatekjum, auk annarra um- bóta á skattskyldu einstaklinga Og útsvarslöggjöfin í veiga- miklum atriðum leiðrétt og samræmd um gjörvallt landið. Því er stöðugt haldið fram af stjórnarandstöðunni, að breyt- ingarnar á skattalöggjöfinni séu einskis virði fyrir hina lág- launuðu, en hafi aðeins orðið þeim að gagni, sem hærri tekj- ur hafa. Það er þó ekki véfengt að með breytingu tekjuskatts- laganna hafi tekjuskattur verið afnuminn af almennum launatekjum, og auðvitað hef- ur það sína mikilvægu þýðingu fyrir almenning. En þá er því haldið fram, að skattur þeirra, sem hafi hærri tekjur, lækki meira að krónutölu og sé þessi breyting því aðallega slíkum til hagsbóta. Eg vil leyfa mér að víkja nokkuð að þessu atriði, en ég gerði mjög eindregið grein fyrir skoðun minni hér- aðlútandi undir meðferð máls- ins á Alþingi og vil árétta það sem ég sagði þá, sem var í meg- inatriðum eftirfarandi: Eg álít, að það sé rétt stefna og nauðsynlegt að breyta til frá því sem verið hefur, að draga úr hinum óhóflegu skattaálögum bæði tekjuskatti og útsvari á hærri tekjum, og tel það hina mestu meinsemd, sem verið hefur í okkar þjóð- félagi, hvernig stefnt hefur verið í þessum efnum á undan- förnum árum. Eg benti á, að ef menn hefðu álitlegar tekjur 90—100 þúsund krónur, þá væri þeim gert að greiða all- háa upphæð í tekjuskatt, og útsvar, en þegar kæmi fram yfir slíkt tekjumark, þá verk- aði löggjöfin í þá átt, að gjöra mjög lítilsvirði þá nýju tekju- öflun, sem til viðbótar kæmi. Eg benti á það dæmi til saman- burðar, að hjón með tvö börn hefðu annars vegar 200 þúsund krónu tekjur en önnur hjón með tvö börn 100 þúsund krónu tekjur. Þarna væri mismunur tekjuöflunarinnar 100 þúsund krónur. Þegar báðir aðilar væru hinsvegar búnir að greiða skatta sína, tekjuskatt og út- svar, þá væri mismunurinn að- eins 38 þúsund. Ef hjón með tvö börn, sem hefðu 200 þús- und krónu tekjur væru borin saman við hjón með 90 þúsund krónu tekjur, þá væri mismun- urinn á brúttó tekjunum 110 þúsund krónur, en þegar báðir aðilar eru búnir að greiða skatta og útsvar, þá var mis- munurinn ekki orðinn nema 44 þús. krónur. Slík „nývilúer- ing“ eða jöfnun á tekjum manna er að mínum dómi mjög skaðleg þjóðfélaginu. Við bú- um við sömu meinsemdina á hinni opinberu launagjöggjöf okkar íslendinga. Það hefur verið gengið alltof langt í þá átt að jafna launin. Á undan- förnum árum hefur alltaf sótt í það horf, að þeir lægra laun- uðu nálguðust meir og meir þá hærra launuðu og að ef ein- hverjar almennar launabreyt- ingar hafa verið gerðar, hafa iðulega þeir, sem komnir voru yfir visst tekjumark, verið settir hjá. Það hefur þótt vin- sælt hjá tungumjúkum stjórn- málamönnum að þykjast með þessu vera að vernda lítilmagn- ann en leggja byrðarnar á breið ari bökin. En í þessu felst blekking, eins og menn munu sjá, ef þeir þora að horfast í augu við raunveruleikann og leggja frá sér lýðskrumið. — Þetta hefur beinlínis leitt til þess, að þeir sem eru í æðstu og ábyrgðarmestu stöðum og mestur vinnuþungi liggur á og þurfa t.d. oft að vinna eftir- vinnu en fá aldrei neitt greitt fyrir hana sérstaklega, eru í raun og veru orðnir launalægri, heldur en þeir sem eru undir- menn þeirra og í lægri launa- flokkum. Þetta hefur í æ ríkara, mæli leitt til þess, að það hef- ur orðið nær ógjörningur að fá hæfa og góða menn, til þess að gegna hinum ábyrgðarmeiri trúnaðarstöðum. Þetta er sama meinsemdin, sem áður gætti í skattalöggjöfinni. Þetta á ekki aðeins við í hinu opinbera lífi, heldur annars staðar og slíkt leiðir ekki til velfarnaðar. — Þetta verður til þess að eyða verðmætum í þjóðfélaginu og draga úr eðlilegri þróun, og dregur einnig á eftir sér marg- ar miður skemmtilegar afleið- ingar. Þær þjóðir, sem lengst eru á veg 'kohm'ár'liafa farið allt öðru vísi að. Það er alkunnugt, að það er ákaflega mikili launa- mismunur í Bandaríkjunum, en það er þó sú þjóð, þar sem almenn velmegun er einna mest. Það er einnig viðurkennt, að í Sovétríkjunum er senni- lega meiri launamismunur en í nokkrum hinna kapítalistisku ríkja, og hefur það verið veiga- mikill þáttur í efnahagslegri uppbyggingu þeirra, einmitt að greiða meira fyrir vel unnin störf bæði með akkorðsfyrir- komulagi og á annan hátt. Þó að veruleg leiðrétting hafi fengizt á þessari meinsemd með breytingu tekjuskatts- og útsvarslaganna í tíð núverandi ríkisstjórnar, þá búum við enn í þessu efni við slíka erfiðleika í launamálum, að til vandræða : horfir. Sérmenntað fólk unir ekki hag sínum og leitar sér : jafnvel atvinnu erlendis og : nefni ég í þvi sambandi bæði verkfræðinga og lækna, en mál : ið er miklu víðtækara. Það er i eitt veigamesta viðfangsefni að : fá úr þessu bætt, en það verð- i ur erfitt og gerist ekki i skjótri í svipan og verður með engu ! móti framkvæmanlegt, ef nú : er kippt stoðunum undan þeirri ] efnahagslegu viðreisn og til- i raun til þess að skapa jafnvægi í í fjárhagsmálum okkar, sem j núverandi ríkisstjórn og stuðn- i ingsflokkar hennar hafa stefnt s að og munu stefna að á næst- f unni. 1 Eitt hefir þó áorkast í launa- r málunum. Enda þó að augljóst i ■ væri, að ekki myndi þykja i vinsælt í upphafi, var hið t gamla vísutölukerfi afnumið i þannig, að óheimilt hefur ver- í ið síðan að miða kaupgjald við ! breytingar á vísitölunni. En - reynzlan hafði í raun og veru i sannað, að það vísitölukerfi, i sem hér hafði ver.ið í gildi síð- ; an í byrjun heimsstyrjaldar- ; innar síðari, hafði síður en svo orðið launþegum til neinna . varanlegra bóta, en undirrót : óeðlilegrar verðþenslu og ör- yggisleysis i efnahagsmálum. Um innflutnings- og gjald- eyrismálin, sagði ráðherrann: , „Lögleidd hefir verið algjör- lega ný skipan innflutnings- og gjaldeyrismála. Innflutn- ingsskrifstofan var lögð niður, en gjaldeyrisbönkunum falin framkvæmd innflutnings- og gjaldeyrismála og fjárfesting- arhömlum aflétt. Raunverulega hefur verið gefinn frjáls inn- flutningur á allt að 90% heild- arinnflutningsins. En það sem e. t. v. er ennþá veigameira er hitt, að hið nýja innflutnings- og gjaldeyriskerfi er í alla staði frjálslegra og auðveldara í framkvæmd heldur en hið gamla haftakerfi var. Þar hef- ur í senn bæði verið sparað fé ríkissjóðs í framkvæmdinni, en hitt mun þó vera miklu veiga- meira, allur sá sparnaður, sem hið nýja kerfi hefur haft í för með sér fyrir einstaklinga og stofnanir, sem að innflutnings- málunum hafa starfað. Það eru óteljandi vinnustundir, sem sþarast hafa við það að menn hafa losnað við að sitja á bið- stofum hinna opinberu úthlut- unarstofnana og jafnvel að bíða í stigum slíkra stofnana frá því eldsnemma á morgnana. Er enginn vafi á því, að hér hefur verið unnið eitt mesta þrifa- verk, enda almennt viður- kennt.“ Ráðserrann rakti síðan marga þætti viðreisnarinnar og tengdra mála. Ræddi um geng- isbreytinguna, almennu trygg- ingaraar, fjárhagsmál og bankamál. Síðan vék hann að : lánamálum atvinnuveganna og ] komst svo að orði: „Á síðasta þingi var sett 1 mjög umfangsmikil og veiga- ' mikil löggjöf til stuðnings i sjávarútvegi landsmanna, með i opnun nýrra lánaflokka í 1 Stofnlánadeild sjávarútvegsins. ! Þessi löggjöf hefur komið til < framkvæmda á þessu ári með 1 þeim árangri, að sennilega allt : að 400 millj. kr. af lausaskuld- 1 um útvegsins, sem hefur verið í honum hinn mesti fjötur um 1 fót á undangengnum árum, þar : sem hann átti lítinn kost fjár- festingárlána til langs tíma, i hefur verið breytt í löng lán { með hagstæðari vöxtum. Sam- hliða þessu hefur í raun og i veru farið fram heildarendur- S skoðun á reikningshaldi og 5 fjárhagsaðstöðu sjávarútvegs- • ins og er það hið hagnýtasta i verk til að byggja á í framtíð- i inni og hafa aliar eignir út- i vegsins verið metnar samhliða , samræmdu mati, um gjörvallt ■ land. Sett voru á liðnu sumri ■ bráðabirgðalög, sem nú eru til i meðferðar í Alþingi um hlið- i stæða löggjöf til aðstoðar ; bændum. Lánamál iðnaðarins hafa verið og eru í endurskoð- um, en Iðnlánasjóður hefur þegar verið stórum styrktur með auknu framlagi á fjárlög- um, sem nemur árlega 2 millj. kr„ en Iðnlánasjóði hefur þess utan verið útvegað erlent lán á þessu ári, sem nemur um 21 millj. kr. Lagt hefur verið fyrir þingið frumvarp til laga um Iðnaðar- málastofnun íslands og er þess vænst, að það nái nú fram að ganga á þessu þingi, en ýmra umbóta er þörf og lagfæringa á sviði iðnaðarins, sem á síð- ar,i árum hefir á mörgum svið- um náð fullkomlega sambæri- legum þroska í einstökum greinum á við erlendan iðnað og sparað þannig mikinn gjald- eyri með því að unnt hefur verið að draga úr innflutningi iðnaðarvara. En þessi atvinnu- grein er einnig, þótt enn sé í smáum stíl, að ná sér á strik ó sviði útflutnings í samkeppni við aðrar þjóðir, á grundvelli þess jafnvægis, sem þegar hefir skapazt fyrir efnahagsaðgerðir núverandi ríkisstjórnar.“ Um sparifé og reglur Seðla- bankans um vissa bindingu þess, sagði ráðherran: „Þá er vitnað í binding inn- stæðna í Seðlabankanum, sem sé landsmönnum hinn mesti fjötur um fót. Tilgangur bind- ingarinnar er tvíþættur. Ann- ars vegar að gera Seðlabank- anum kleift að beina spari- fjáraukningunni þangað sem hennar er mest þörf til útlána, og þá fyrst og fremst til sjáv- arútvegsins. Hinsvegar að hluti sparifjáraukningarinnar fari til þess að bæta gjaldeyrisstöðuna. Árið 1960 nam heildarupp- hæð bundinna innstæðna um 67 millj. kr„ en samtímis höfðu útlán Seðlabankans til banka og sparisjóða aukizt umi nokkru hærri upphæð, eða 76 millj. kr. Þessi útlánaaukning gekk fyrst og fremst til þess að gera Út- vegsbankanum kleift að mæta aukinni útlánaþörf vegna afla- brests á vetrarvertíð í Vest- mannaeyjum, þar sem ella lá við stöðvun í þessari aðal ver- stöð landsins. Um bindingu innlánsfjár í Seðlabankanum má svo sem geta þessa: Framsóknarmenn telja þetta Frb á 10. síðu

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.