Vísir - 02.11.1961, Page 5
Fimmtudagur 2. nóvember 1961
V í S I R
nnras i
Katanga
Það var tilkynnti í Leop-
oldville í dag, að herir
Kongóstjórnar hefðu í morg-
un hafið innrás í Katanga-
hérað.
Sagði Mobuto, að herinn
væri þegar kominn 50 km.
inn í héraðið og yrði sóknin
eigi stöðvuð fyrr en Katanga
hefði verið sameinað Kongó.
Flóttamenn —
Framh. at 1. síöu.
bricht: — Verkakona ein kom
til mín og spurði mig, hvers
vegna við gæturn ekki haft
frjálsar kosningar?
Þegar Ulbricht hafði mælt
þessa setningu, klappaði ég állt
í einu eins og ósjálfrátt. Eg var
eini maðurinn sem klappaði. Ul-
bricht horfði á mig grimmum
augum og það vai'ð dauðahljóð
í salnum. Ég hrökk við og
mælti eins og til að afsaka mig:
— Já, getum við ekki fengið
frjálsar kosningar.
Nei, æpti Ulbricht og síðan
hélt hann langa tölu um það
að svonefndar frjálsar kosning-
ar væru nazistískar kosningar.
— Urðuð þér fyrir óþægind-
um af þessu? ^
— Ekki þá strax á eftir, en
næsta dag, þegar ég kom til
vinnunnar var mér sagt að
koma upp á skrifstofu og varð J
ég að þola þar umtölur og ávít-
ur í 3 klst. og voru mér gerðir
þeir úrslitakostir, að innan
viku yrði ég að standa upp á
fundi starfsmanna verksmiðj-
unnar og lýsa yfir því, að ég
væri mótfallinn frjálsum kosn-
ingum. Auk þess yrði ég að
skuldbinda mig til að vera hálft
ár í sósíalistiskum ; I æfinga-
flokki. Þó hefði ég ekki flúið,
ef það hefði ekki einmitt gerzt
þá að markalínunni var lokað.
Þá þoldi ég ekki lengur við.
Missti trúna
á kommúnismanuni.
Fréttamaður Vísis snýr sér þá
að Ingrid Podlesch kvenlækni
og spyr hana af hverju hún hafi
flúið.
— Það gegnir talsvert öðru
máli með mig en ferðafélaga
komnn. Ég var nefnil. sanntrú-
aður kommúnisti. Ég trúði því
statt og stöðugt að sósíalisminn
myndi skapa okkur þjóðfélag
velmegunar, frelsis og ham-
ingju.
— Hvenær komust þér á aðra
skoðun?
— Það gerðist smátt og
smátt. Ég var i æskulýðsfylk-
ingunni og starfaði í flokknum,
en það var aðallega kringum
júní-uppreisnina 1953, sem
grunsemdir fóru að koma upp
í mér. Á seinni árum hafa von-
brigðin verið mest vegna hinn-
ar sífelldu efnahagslegu aftur-
farar. Til dæmis hinn mikli
matvælaskortur sem enn ríkir
í Austur-Þýzkalandi. Og þá
vekur líferni flokksforingjanna
andúð manna á stefnunni, því
að þeir lifa í miklu óhófi, hafa
allir einkabíla og einkabil-
stjóra og enn fremur hafa þeir
sérstakar verzlanir þar sem
lúxusvörur og vestrænar vör-
hin nýja aðalstétt getur keypt
ur á mjög lágu verði.
En þó held ég að ég hefði,
reynt að þrauka áfram, ef ekki j
hefði komið tilkynning um að:
ætti að taka frá okkur læknum
hið sérstaka vegabréf sem við
höfðum og gaf okkur leyfi til
að ferðast vestur á bóginn.
Fjórir menn hætt komnir
á ytri höfninni í morgun.
Dönsk bókasýning
NÚ er aftur að lifna yfir út-
lendum bókakosti í bókabúðuni I
bæjarins, og getum nú fengið
yfirlit yfir allt það bezta, sem i
út hefir komið í Danmörk hin
síðustu misseri. Bókaverzlun j
Sigfúsar Eymundssonar opnaði
sýningu danskra bók í morgun.
Þátttakendur í sýningunni j
verða öll helztu forlög Dan-
merkur, svo sem Gyldendal. !
Fremad, Hasselbach, • Jespersen
og Pios, Hassing og Shönberg.
Alls verða þarna til sýnis á átt-
unda hundrað bóka, fyrst og
fremst danskir höfundar, en að
auki verða þar þýðingar ís-
lenzkra bóka á danska
tungu, svo sem íslendingasög-
urnar og bækur þeirra Gunnars
Gunnarssonar, Kiljans og Krist-
manns. Einnig eru þarna dansk-
ar þýðingar ýmissa annarra er-
lendra höfunda.
Bazar.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur bazar mánud. 6. nóv. í
Góðtemplarahúsinu, upp.i
Allar gjafir eru vel þegnar
a'á velunnurum Háteigskirkju.
Gjöfum veita móttöku Hall-
dóra Sigfúsdóttir. Flókagötu
27, Lára Böðvarsdóttir, Barma
hlíð 54, María Hálfdánardóttir,
Barmahlíð 36, og Sólveig Jóns-
dóttir, Stórholti 17.
•jif Hin árlega aksturskeppni í
gömlum bílum millí London
og Brighton á suðurströnd-
inni er fram nk. sunnudag.
Skráðir hafa /erið um 250
bílar, þeir elztu um 65 ára.
1 MORGUN sökk einn
hafnsögubátanna hér á
ytri höfninni er verið var
að leggja rússnesku olíu-
skipi við múrningar. —-
A bátnum voru fjórir menn
og voru þeir allir mjög hætt
lcomnir, er bátnum hvolfdi
við afturstefni hins stóra
skips. Ástæðan til þessa
óhapps var sú að dráttar-
vír úr bátnum fór í skrúfu
olíuskipsins, en hún var í
gangi. Þrír mannanna voru
í sjónum í stundarfjórðung
áður en tekizt hafði að
bjarga þeim. — Það sem
bjargaði okkur var krók-
stjakinn úr hafnsögubátn
um, sagði einn þessara
þriggja manna í viðtah'
við blaðið.
Rússneska Olíuskipið, sem
heitir Izjaslav, átti, í morgun
al leggjast við múrningar
framan við Essostöðina í Örfir-
isey. Á vettvang fóru Magni og
hafnsögubáturinn Nóri. Á bátn-
um voru einn starfsmaður
Reykjavíkurhafnar og þrír
starfsmenn frá Esso er jafnan
aðstoða við að leggja hin stóru
olíuflutningaskiþ við múrning-
arnar.
Einn þeirra manna sem á
bátnum var er Sölvi Valdi-
marsson vélstjóri, Hátröð 4,
Kópavogi, starfsmaður hjá
Esso. f samtali við Vísi í morg-
un um þennan atburð sagðist
honum frá á þessa leið:
. Við vorum að leggja á bátn-
um að afturenda skipsins. Við
vorum allir uppi, nema Sveinn
Axelsson, hafnsögumaður, er
var í stýrishúsinu. Við áttum
að rétta upp í skipið dráttarvír
og var búið að gera klárt hjá
okkur, festa hann í Nóra.
Er við komum að afturstefni
skipsins voru þeir á skipinu
ekki tilbúnir að taka við vírn-
um. Olíuskipið var á hægu
skriði aftur á bak og var skrúf-
an í gangi. Þegar þeir á skip-
inu voru ekki tilbúnir, reynd-
um vð í skyndi að bakka frá.
Þá skeði óhappið. Dráttarvír-
inn, sem við ætluðum að rétta
upp, lenti í skrúfu olíuskipsins
og það skipti engum togum.
Við heyrðum ægilegan skruðn-
ing. og um leið hvolfdi bátnum
yfir okkur, við afturstefni
skipsins, er skrúfan hafði grip-
ið bátinn.
Þegar mér skaut upp, en ég
er lítt syndur. kom Haraldur
Ólafsson sjómaður.. Safnargötu
10. unp^rétt um leið. og hánn
greip í mig. Ég sá rétt fyrir
framan mig krókstjakann úr
Nóra. Ég greip hann og sá
lykkju hátt uppi á skipssíðunni.
Mér tókst á augabragði að
krækja í hana! Skrúfa skipsins
hélt enn áfram að snúast og það
maður. Hefði hann gengið mjög
nærri sjálfum sér.
Sverri Axelssyni hafði orðið
ógköp kalt en var ómeiddur.
Hafnsögumenn munu vera einu
starfsmenn bæjarins sem vinna
áhættusöm störf, t.d. eins og
strætisvagnastjórar, slökkvi-
liðsmenn, en fá ekki neina á-
hættuþóknun í starfi sínu.
Sölvi Valdimarsson
vélstjóri.
var mikil ólga við skipið. Ót-
aðist ég að við myndum lenda
í skrúfunni. Starfsfélagi okk-
ar, ungur piltur, kom nú líka
á stjakann. Nú sáum við hvar
Nóri var á hvolfi skammt frá
okkur og hafði Sverri Axels-
sni, hafnsögumanni, tekizt að
komast á kjöl.
Það var ægilega kalt í sjón-
um. Við þorðum ekki að sleppa
stjakanum. Við vorum allir í
fullum olíugala. Rússarnir köst-
uðu bjarghringum út en þeir
flutu svo langt frá að við þorð-
um ekki að sleppa. Okkur fanst
skipsskrúfan ganga lengi með-
an við biðum eftir björgun.
Mikil ólga var við skipið og
starfsfélag minn Haraldur Ól-
afsson mun hafa sopið nokkuð
af sjó. Við biðum líklega í full-
an stundarfjórðung eftir að
okkur bærist hjálp. Gunnar
Magnússon stýrimaður hjá
Esso, kom niður til okkar á
kaðli úr olíuskipinu. Skotið var
stiga niður en við vorum orðnir
svo þungir og kaldir að við
þorðuip ekki að sleppa stjakan-
um. Nokkurt bil var á milli
stigans og okkar.
Tollbáturinn kom okkur til
bjargar.— En ef krokstjakinn
hefði bilað meðan við biðum
eftir björgun, þá hefðu við
sennilega allir drukknað. Ef
báturinn hefði komið fáeinum
augnablikum siðar, hefðum við
allir verið horfnir, því við vor-
um að gefast upp, sagði Sölvi
að lokum. Hann kvaðst vera
slæmur í öxl, sennilega brák-
aður. Hann taldi Halldór vera
við slæma líðan enda eldri
Verilaun fyrir
vísmdastörf.
Árið 1954 stofnaði frú Svan-
hildur Ólafsdóttir, stjórnarráðs-
fulltrúi, sjóð til minningar um
föður sinn, dr. Ólaf Daníelsson,
og eiginmann sinn, Sigurð Guð-
mundsson, arkitekt. Nefnist
sjóðurinn „Verðlaunasjóður dr.
phil. Ólafs Daníelssnar og Sig-
urðar Guðmundssonar, arki-
tekts“. Tilgangur sjóðsins er m.
a. að verðlauna íslenzkan stærð-
fræðing, stjörnufræðing eða eðl-
isfræðing, og skal verðlaunum
úthlutað án umsókna, en þau
nemá 20 þúsund krónum.
Stjórn sjóðsins hefur að þessu
sinni veitt dr. Trausta Einars-
syni, prófessor, verðlaunin fyrir
vísndastörf á sviði jarðeðlis-
fræði.
ÞjéðSeikhiísið —
Frh. af 16. s.
koma í skemmtanaskatti.
Þetta á að nægja Þjóðleikhús-
inu, sagði ráðherrann.
Jafnframt gat hann þess að
Þjóðleikhúsið hefði óskað eftir
fjárveitingu til greiðslu á 1.7
milljónum króna í lausaskuld-
um. Það mál yrði að rannsaka,
sagði ráðherrann og þess vegna
hefur verið skipuð nefnd
þriggja manna frá mennta-
málaráðuneytinu, fjármála-
ráðuneytinu og fjárveitinga-
nefnd Alþingis, einn frá
hverjum aðila til að rannsaka
þessa beiðni.
Blaðamaðurinn spurði ráð-
herrann hvort ákveðið væri
að veita Leikfélagi Reykjavík-
ur undanþágu frá greiðslu
skemmtanaskatts. Ráðherr-
ann svaraði því til að þetta
væri óútkljáð mál. Hann
komst svo að orði, að Leikfé-
lagið væri elzta leikfélag
landsins og alls góðs maklegt.
En önnur leikfélög, t. d. í
Kópavogi, Hafnarfirði og víðar
mundu óska sömu undanþágu
og væri þá tæplega hægt ann-
að en að verða við því. En
þetta mál þarfnast frekari at-
hugunar sagði ráðherrann að
lokum.