Vísir - 02.11.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. nóvember 1961
Um allan hinn frjálsa
heim er nú rætt um hætt-
urnar sem fylgja kjarn-
orkusprengjum Rússa og
atómhernaði yfirhöfuð.
Eru ýmsar þjóðir sem
óðast að grípa til var-
úðarráðstafana. Telja
stjórnendur þjóðanna
sér beri skylda til að
vernda líf og heilbrigði
borgaranna gegn hinni
ósýnilegu hættu, eitrun
þeirra og vefjaskemmd-
um sem fylgja geisla-
virkum áhnfum frá
atómsprengingunum.
Tvær hliðar
á málinu.
Varnaraðgerðir þessar eru
tvennskonar. f fyrsta lagi
eru aðgerðir til að verjast
geislunarhættu í andrúms-
loftinu almennt. Eru þessar
aðgerðir nú taldar sérstak-
lega aðkallandi vegna hinna
tíðu og stórkostlegu spreng-
inga við Novaja Zemlja, sem
hafa stórlega aukið geisla-
virkni andrúmsloftsins.
í öðru lagi koma svo að-
gerðir til að verja líf fólks
ef ný heimsstyrjöld brytist
út, en telja má líklegt, ef svo
yrði, að hún yrði miskunn-
arlaus atómhernaður. Þær
varnaraðgerðir eru mjög
kostnaðarsamar, en menn
eru óðum að komast á þá
skoðun, að ekki megi horfa í
þann kostnað. Skylda beri
til að vernda líf fólks í at-
ómstríði.
Hér skal nú í nokkrum
dráttum lýst áliti sérfræð-
inga erlendis á þeirri hættu
sem yfir vofir, og hvaða að-
gerðir ýmsar pjóðir hafa á-
kveðið að grípa til.
Helský berast
um jörðina.
Eins og kunnugt er hafa
Rússar haldið uppi æðis-
gengnum kjarnorkuvopnatil-
raunum frá því í byrjun
september. Bandaríska kjarn
orkumálastofnunin hefir
skýrt frá 28 tilraunum
þeirra, en segir þó, að ekki
hafi verið neitt tilkynnt um
allar sprengingarnar. Má
telja líklegt, að sprenging-
arnar séu nú orðnar nálægt
40 talsins.
Áður en Rússar sprengdu
risasprengjurnar miklu *
var talið, að við tilraunir
þeirra hefði myndazt eins
mikið af geislavirkum úr-
gangsefnum og við allar
'sprengingar fram til þess
tíma. Það magn hefir svo
aftur margfaldazt við stór-
sprengingarnar tvær.
Það er nú vitað mál að við
báðar stórsprengingar Rússa
mynduðust ægileg geislavirk
ský, sem berast í kringum
heiminn og dreifa smám
saman úr sér. Skýið frá 30
megatonna sprengjunni fór
fram hjá íslandi um helgina
og hjálpuðu sterkir norðan-
vindar hér til þess að halda
því fyrir sunnan landið og
varð þess því ekki vart að
geislun ykist hér á landi.
Hið geislavirka ský frá
hinni sprengjunni er vænt-
anlegt yfir Atlantshafið
kringum afmæli rússnesku
byltingarinnar 7. nóvember.
Það er talið hættulegra en
það fyrra, vegna þess að á-
litið er, að hér hafi verið um
að ræða ,,óhreinustu“ spreng-
ingu, sem nokkru sinni hafi
verið framkvæmd. Helskýið
frá henni hefir fyrst farið
yfir Rússland og verður það
að teljast furðulegt ábyrgð-
arleysi rússneskra valdhafa
að segja þjóð sinni ekki frá
þessari hættu og gera engar
Loftvarnarbyrgi í Bandaríkjunum. A tveimur mánuðum hafa rúmlega milljón loftvarn-
arbyrgi verið byggð þar í landi.
til varnar íbú- Geislavirkt joð.
ráðstafanir
unum.
Menn ættu að gera sér
grein fyrir því í hverju
hættan er helzt fólgin.
Þá er fyrst að nefna það,
að vísindamenn segja að sér-
hver aukning geislunar í
heiminum muni hafa nokkur
skaðleg áhrif á erfðaeigin-
leika mannkynsins. Mjög
erfitt er að dæma um
hversu mikil þessi áhrif eru
og hugsanlegt, að þau komi
jafnvel ekki fram fyrr en í
seinni ættliðum. Talið hefir
verið líklegt, að slík almenn
aukning geislunar í heimin-
um geti haft þau áhrif, að
eitt af hverri milljón barna
sem fæðast verði vanskapað.
Teikning þessi sýnir hve loftvarnarbyrgi eru þýðingarmikil til að draga úr geislunar-
hættunni.
Að öðru leyti virðist ekki
bráð hætta stafa frá geisla-
vlrkninni nema frá tveimur
efnum. Annað þeirra er
geislavirkt joð, hitt er hið
geislavirka strontíum 90.
Gegn þessum tveimur efn-
um beinast þær varúðarráð-
stafanir, sem nú er verið að
undirbúa.
Hið geislavirka joð fellur
úr helskýjunum og sezt á
grasið sem kýr neyta og
kemur síðan fram í mjólk-
inni. Þetta efni er svo sér-
staklega hættulegt af því
að það safnast allt saman á
einn stað í líkamanum, joð-
forðabúrinu, skjaldkirtlin-
um, og mæðir svo alltaf á
sama staðnum. Sérstaklega
er þetta hættulegt fyrir ung-
börn, sem neyta mikillar
mjólkur.
En hér hjálpar það mikið
til, að geislavirkni joðsins er
fljót að eyðast og getur ver-
ið horfin, ef mjólkin er látin
standa tvo eða þrjá daga.
Þess vegna er hægt að koma
vörnum við og eru þær að-
allega fólgnar í því að mæla
stöðugt geislainnihald
mjólkurinnar. Flestar þjóðir
Vestur-Evrópu eru nú að
koma slíku eftirliti á hjá
sér, og þá fyrst og fremst
lönd eins og Sviss þar sem
lítið joð er að öðru jöfnu í
fæðunni. Þá hafa Bretar á-
kveðið að koma sér upp
birgðum af þurmjólkur-
dufti til að gefa ungbörnum.
Þessi hætta á geislavirku
joði í mjólkinni virðist ekki
mikil hér á landi. Allar kýr
eru nú komnar á gjöf og
heyið frá því í sumar er nú
að öllu laust við slík efni.
Onnur efni.
Ýmis önnur geislavirk
efni falla einnig niður til
jarðar úr helskýjunum, en
þó menn neyti þeirra er
magnið svo lítið og þau dreif-
ast það mikið um líkamann,
að hættan er ekki talin mik-
il. Annað mál hefir kannske
verið í þeim héruðum Rúss-
lands, sem helskýin fóru
fyrst yfir. Þar er hugsanlegt,
að geislavirknin hafi al-
mennt farið yfir hættumark-
ið og muni mörg fleiri efni
þar hafa valdið tjóni á lík-
amsvefjum.
Stundum er talað um það,
að neðansjávarsprenging
Rússa við Novaja Zemlja
kunni að skapa hættu með
því að gera sjóinn geisla-
virkan. Ekki er sú hætta þó
talin mikil vegna þess, hve
sjórinn getur tekið við miklu
— efnismagn hans svo mikið.
Strontíum 90
með vorinu.
Með næsta vori kemur síð-
an upp að nýju mesta hætt-
an, sem stafar frá sprenging-
Framh á bls. 10.