Vísir - 02.11.1961, Page 15

Vísir - 02.11.1961, Page 15
Fimmtudagur 2. nóv. 1961 VÍSIR -'T5' Saga eftir kvikmyndinni „CRACIi m IHE IVHRROR*" frá 20fSi Century Fox. Aðalhlutverk: Emile Hagolin Orson Welles Lamorciere, hrl. Eponine Mercadier Juliette Greco Florence Robert Lamier Bradford Dillman Claude Lancastre á klausturstýruna. — Mér! þykir leitt að þurfa að ómaka yður, en eftir reglum réttar- ins verð ég að biðja yður að segja okkur nafn yðar og stöðu. Hún kinkaði kolli og brosti blíðlega. — Ég er Sainte Marie, klausturstýra í Roqu- ette-fangelsinu. — Og þér eruð reiðubúin að sverja, að þér ætlið að| segja sannleikann og ekkert nema sannleikann? Viljið þér lyfta hægri hendi og segja,; að þér sverjið það við allt,1 sem yður er heilagt. — Já, það sver ég, svaraði í klausturstýran ákveðin. — 1 máli sem þessu, biðj- um við vitnin alltaf að segja okkur allt, sem kann að hafa þýðingu fyrir endanlegan dóm og aðstoða okkur í að dæma rétt og réttlátanlega .. Hvað getið þér sagt okkur um Eponine Mercadier? Klausturstýran kinkaði kolli, leit uppörvandi á Epon- ine og brosti. Því næst byrj- aði hún: — Ég hef haft auga með Eponine Mercadier þann tíma, sem við höfum haft hana hjá okkur í Roquette- fangelsinu, og ég get aðeins sagt allt það bezta um hana. Hún þurfti ekki að vinna, ef hún óskaði þess ekki sjálf, en hún gaf sig fram til vinnu á verkstæðinu. 1 frítíma sínum prjónaði hún á litlu telpurnar sínar tvær, og hún var góð og hjálpsöm við meðfanga sina, Hún sótti messu reglu- lega, en það lýsir auðvitað ekkert innræti fangans. Við erum vanar að dæma alls konar fólk, og við sjáum fljótlega, ef fangi vill aðeins koma sér innundir hjá okkur. Við höfum lært að greina á milli, hvað er svikið og hvað er ekki svikið. Og við spyrj- um allra nauðsynlegra spurn- inga til að komast að hinum sönnu lyndareikennum hvers og eins. Hún brosti aftur til Epon- ine og beið andartak, áður en hún hélt áfram: — Þegar þessi unga kona kastaði sér að fótum mér, grátandi og sanmanbrotin, trúði ég þeg- ar á hana. Hún spurði mig, hvort maður fremdi dauða- synd með að rjúfa eið. Ég bað hana um nánari skýringu og hún sagði, að hún hefði svarið Robert Larnier að taka á sig alla sökina . . Ég reyndi að skyggnast inn í auma sál hennar... og ég trúði henni enn. Þess vegna .. hérra dómari, hvatti ég hana til að segja allan sannleik- ann hér í réttinum, eins og hún hafði sagt mér hann. Klausturstýran þagnaði, og það var greinilegt að skýring hennar hafði haft djúp áhrif á næstum alla viðstadda . .. sérstaklega á kviðdómendur. — Vill ákærandinn koma með spurningar fyrir vitnið, spurði dómarinn. — Nei, við höfum engar Eponine þerraði af sér tárin og var mjög aðgætin í stúkunni. spurningar, svaraði ákærand- inn. — Hefur vörnin eitthvað, sem hún vill spyrja vitnið um? — Nei, engar spurningar, svaraði hann ákveðinn. Hann var ánægður með þau áhrif, er snertu ráðvendni og mann þekkingu, sem ræða klaust- urstýrunnar hafði haft. stillti sér fyrir framan stúk- una, þar sem Eponine sat fyrir aftan. — Ég get ekki komizt hjá því að hafa mcð- aumkun með þessari vesal- ings konu, sem festist í neti þessara atburða, þar sem hún flæktist og síðar leiddíst í þennan hræðilega glæp. Það fór kliður um borð' blaðamannanna. Það var aug- Eponine spurði klausturstýruna, hvort það væri dauða- synd að rjúfa eið. En þá stóð Lamorciere á fætur, og það varð algjör þögn í stórum salnum. Mönn- um var Ijóst, að vörnin var sundruð gegn ákærandanum, og fólk vissi hve oft Lamor- ciere hafði skapað stór und- ur með óvæntum athuga- semdum. Allra augu mændu á hann, þar sem hann snéri sér að klausturstýrunni, breiður og virðulegur og með miklum al- vörusvip. — Klausturstýra, þér hafið lýst því yfir hér í vitnastúk- unni, að fangarnir í kvenna- fangelsinu reyni oft að villa ykkur sjónir, sagði Lamorci- ere. Hún kinkaði kolli og svar- aði hóglátlega: — Já, ég hef verið með fanga í þrjátíu ár ... En ég verð að viðurkenna, að ég hef aldrei áður verið vitni í réttarhöldum. — Þökk fyrir, ég þarf ekki að spyrja vitnið nánar, sagði Lamorciere stuttlega. — Þá skulum við ekki ó- náða yður frekar, kiaustur- stýra, sagði dómarinn og beið, þar til dymar höfðu lok- azt á eftir henni. Þá snéri hann sér að lögfræðingnum og sagði: — Þá viljum við gjarnan heyra sóknarskjal ákærand- ans. Ákærandinn stóð upp og ljóst að ákærandinn mundi fara fram á að með hina á- kærðu yrði farið eins vægi- lega o gfrekast væri hægt. Allir höfðu hingað til búizt við að hann krefðist fallaxar. — Meðaumkunin sigraði alla skynsemi, hélt ákærandinn á- fram hátíðlega. — Þetta fólk var ekki fært um að hugsa skýrt og að vinna á eðlilegan hátt, þess vegna mun ég ekki setja mig á móti því að tek- ið verði tillit til hinna mörgu mildandi atriða. Ég verð að fara fram á að bæði Eponine og hinum unga elskhuga hennar verði refsað, en ég lít svo á að hún eigi að fá tæki- færi til að iðrast með því að afplána sína verðskulduðu refsingu. Lamorciere stóð á fætur. — Ég bið réttinn að veita vörninni örlítið hlé, svo að við getum rætt það, sem fram hefur komið við síðustu vitna leiðslur. — Ég gef vörninni tíu mín- útur, svaraði dómarinn og stóð upp. Lamorciere, Claude og Kerstner gengu samali fram á ganginn og fóru afsíðis til að ræða saman. — Þetta er og verður mjög óvænt mál, sagði Kerstner. — Þetta er í fyrsta skipti, sem ég heyri ákæranda beinlínis styðja á- kærðan.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.