Vísir - 08.12.1961, Side 3

Vísir - 08.12.1961, Side 3
Föstudagur 8. desember 1961 V f S I R 3 W-V-W-V, !■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■! Kalt vatn niður bakið. Við skruppum inn á sýn- ingu Jóhanns Eyfells að Selvogsgrunni 10 og hittum þar fyrir listamanninn og Kristínu konu hans, tókum mynd af þeim, þar sem þau voru að koma fyrir skúlptúr- myndinni, sem fylgir þessum línum. — Hvernig gengur Jóhann, ertu ánægður með viðbrögð gestanna? — Já, það hefir verið miklu meiri aðsókn en eg gerði mér vonir um. Mér hefir skilizt, að yfirleitt sé dræm aðsókn að öðrum sýn- ingum en þeim, sem haldnar eru í miðbænum. Gestir eru þegar komnir á annað þús- und, og það sem gleður mig mest er, að margir koma aft- ur og aftur. Annars eru blaðamenn búnir að spyrja mig spjörunum úr, og nær væri að leggja spurningar fyrir konuna mína. Hún þekkir þetta alveg eins vel og eg, hefir gengið með mér gegnum súrt og sætt á náms- og listabrautinni, og eg á henni mikið að þakka, allan hennar skilning á starfi mínu. — Jæja, Kristín, er þetta rétt hjá Jóhanni? Hvernig er að vera gift listamanni? — Eg segi ykkur það satt, að þegar eg kynntist Jóhanni, hafði eg hvorki neitt sér- stakt yndi af eða bar skyn- bragð á myndlist. Svo gift- umst við Jói og eg komst ekki hjá því að pæla með honum af einu listasafninu á annað. Eg horfði á hann teikna, móta og mála, skapa þessi skúlptúrverk, sem mesta athygli vekja á þéss- ari sýningu. Og loks fékk eg tilfinninguna fyrir mynd- listinni. Það er erfitt að lýsa þeim áhrifum, sem list hefir á mann, nema fyrir þeim, sem reynt hafa. Eg skal segjaj ykkur, að eg er alin upp viðl músik í föðurhúsum. Eg hefi' drukkið hana í mig frál blautu barnsbeini. í hvertl sinn, sem eg hrífst af músík, J verður mér einna líkast við \ og kalt vatn renni niður eft-" ir bakinu á mér á millij skinns og hörunds. ÞannigJ byrjar það, hríslast umj hverja taug. Þessa sömu til- ■ finningu fékk eg svo loks" fyrir myndlist, og síðan eg kynntist henni fékk eg sterka skynjun fyrir ljstum og formum í náttúrunni. Þessa sömu tilfinningu, sem hrjslast út í hverja taug, fæ eg Jíka alltaf síðan við að skynja sönn myndlistarverk. Þetta hafði eg nú fn. a. uppl úr . því að kynnast mannin- um mínum, skoða með hon- um listaverk annara og fylgjast með honum í list-, sköpun hans. Og eg verð fyrir líkum áhrifum einkum þegar eg kem heim frá út- löndum og skoða liti og form fjallanna. Við höfum fengið margskonar gesti á sýninguna, unga og gamla. í dag kom hingað hópur barna. úr Hagaskólanum, og börnin komu ljómandi vel fram, skoðuðu myndirnar í krók og kring. Eg hefi tekið eftir því, að margt eldra fólk sem kem- ur, verður fyrir þeim áhrif- um, að það fer að tala um trúmál. Ekki er það vegna þess, að Jói sé svo kristilega sinnaður, heldur eigi verk hans mórölsk eigindi sam- ejginleg með trúarbrögðum. Þið megið taka mig trúan- lega um það, að Jói leggur sig allan í verk sín, er heiðar- legur og trúr í listinni. Skemmtilegt var að fá Ás- mund Sveinsson í heimsókn. Hann kunni reglulega vel við sig, iðaði í skinninu eins og ungur strákur. — Svona eiga arkitektar að vera, sagði Ásmundur. — Þetta hefi eg verið að sannfærast um, að .•-■.W.V '.V Föstudagsgreinin - Frh. af 7. s. Sáu þeir þá allt í einu á Radar-skerminum mikinn fjölda af blettum, sem litu Út eins og þarna fyrir norðan eyjarnar væri ótrúlegur fjöldi flugvéla á sveimi og stefndu að Pearl Harbour. Þeir símuðu til yfirmanns Radar-stöðvarinnar og sögðu honum frá þessu. Hann svar- aði: „Ég held þið séuð orðnir ruglaðir“, og lagði á símann. Hætta á kjarnorkuöld. Síðan árásin var gerð á Pearl Harbour fyrir 20 ár- um hafa miklar breytingar orðið á hernaðartækninni, sérstaklega það, að atóm- sprengjur og eldflaugar hafa skúlptúr eigi nú á tímum að j! vera hluti af arkitektúr. ;! Arkitekt verður að vera lista- |! maður (af því að það er list- grein). Þannig á að byggja jl upp borgina okkar. Listin á !■ að vera hluti af henni, íbúð- J> arhúsunum, verzlununum, j! verksmiðjunum, atvinnulíf- j! inu, Eitthvað á þessa leið j! orðaði Ásmundur það. jl — Má þá ekki leggja sam- jjl vizkuspurningu fyrir þig, Jóhann? Er konan ekki farin j! að fást við myndlistina líka? J« . Því er ekki að.nnifa, að jl hún er búin að fá bakteríuna. [|I Reyndar kom það alveg ó- jl vart. Hún hefir stundað sál- J|I fræðinám við háskóla í jl New York í nokkur ár. Pró- jl fessorinn kom auga á verkið jl hjá henni og spurði, hvar jl hún hefði lært að móta. jl Hún hafði nefnilega aldrei jl borið það við fyrr. Ykkur jl að segja ætlar hún að taka jl ,,kúrsus“ í skúlptúrdeildinni, jl þegar við förum til Florida jl í vor. Og fyrir tveim árum ■! ákvað hún með hikandi huga jl að innrita sig í skúlptúr sem jl aukafag. jl .V.V.VW.V.VmVi'.VjV.ViVi' komið til, sem gerbreyta öll- um fyrri hugrnyndum í her- fræðum, Kannske veldur tilkoma þessara ægilegu vopna því eins og sumir halda fram, að útilokað sé að ný heimsstyrj- öld brjótist út,‘— eða kann- ske auka þau hættuna þvi að nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að gera skyndiárás að óvörum. Árás- arseggir gætu ímyndað sér að með því að'gera eina alls- herjar kjarnorkuárás í stíl við árásina á Pearl Harbour, þá gæti þeira þannig tekizt að sigra allan heiminn. Því hefur e. t. y. aldrei verið eins mikil þörf og ein- mitt nú að halda vöku sinni, vera stöðugt á verði gegn ó- væntum atburðum. Þorsteinn Thorarensen. NÝTT SAGNASKÁLD. Fyrsta skáldsaga Guðbergs Bergssonar kemur út í dag. í dag kemur út hjá Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar ný skáldsaga, Músin sem Iæðist, eftir nýjan höfund, Guðberg Bergsson. Guðbergur Bergsson er 29 ára að aldri, fæddur og upp al- inn í Grindavík. Hann hefir stundað nám í Núpsskóla, Kenn araskólanum og háskólanum í Barcelona. Hann er víðförull maður, hefir ferðazt um flest lönd Evrópu. Músin sem læðist segir frá ungum dreng í nauðum. Hann er fjötraður járnaga strangrar og vart heilbrigðrar móður, sem sjálf hefir hlotið þung á- föll í lífinu. Roskinn maður er að deyja úr krabba í næsta húsi, Móðirinni verður mjög tíðrætt um veikindi hans við vinkonu sína, sem kemur daglega til hennar, og heyrir drengurinn það tal, þó að honum sé ekki ætlað það. Þetta tvennt, strangleiki og skilningsleysi móðurinnar og sí- felld útlistun krabbameinsins orkar þannig á drenginn, að hann líður þungar sálarkvalir og úr verða magnaðar sál- flækjur. Sem mótvægi verkar afinn,' roskinn sjómaður, Músin sem læðist er sólfræði- j leg saga. Aftan á kápu er hún nefnd eitthvert athyglisverðasta byrjandaverk í skáldsagna- gerð, sem sézt hafi hér í mörg ár. Bókin er 243 bls. að stærð, prentuð í Prentfelli h.f. Fraflikvæmdir — Framh. af 1. síðu. 13 milljónir króna, ef skattin- um væri skipt í hlutfalli við skráestt ökutæki. Eftir í’æðu borgarstjóra tóku til máls Guðmundur Vigfússon (K), Þórður Björnsson (F) og AJfreð Gíslason (K). Þórður kvaðst mundu bíða með at- hugasemdir sínar til 2. umræðu en Guðmundur og Alfreð ræddu nokkuð um fjárhagsáætlunina. Minnihlutinn mun væntanlega leggja fram breytngartillögur við 2. umræðu. ; Munið jólagjafasjóð stóru barnanna Tekið verður nú á móti gjöfum í sjóðinn eins og undan- farin ár á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Skólavörðu- stíg 18, sími 15941. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. Þegar það fréttist fyrir noltkrum mánuðum, að von mundi á endurmlnningum Jóns Engilberts listmálara, mun margur hafa hlakkað til að lesa um feril hans, því að oft hefur staðið styrr um Jón. Nú er bók þessi komin í verzlanir, og verður vafalaust ein þeirra, sem tíðast verður opnuð á næstunni. Það er Jóhannes Helgi, seni skráð hefir þessar endurminningar, en útgefandi er Setberg.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.