Vísir - 11.01.1962, Side 8
8
V 1 S I R
•í'immtudagur 11. janúar 1962
ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR
Ritstjórar: Hersteinn Pólsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór-
ar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar
og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 45,00 á mónuði. í lausasölu krónur
3,00 eintakið. Sími 1 1660 (5 línur). •— Félags-
prentsmiðjan h.f. Steindórsprent h.f. Edda h.f.
Efling rannsókna.
Smám saman er að aukast skilningur á því að
undirstaða sannra framfara eru fullkomnar rannsóknir
og grundvallar fræðistörf. Fátækt þjóðarinnar hefir
fram til þessa að mestu komið í veg fyrir að unnt væri
að vinna hér undirstöðurannsóknir nema í mjög litlum
og ófullnægjandi mæli. Það er fyrst eftir styrjöldina,
sem hvort tveggja hefir skeð: viðurkenning manna
hér á landi á nauðsyn rannsókna og að sæmileg efni
hafa fengizt til þeirra. Fiskirannsóknirnar eru dæmi
um það hve hagnýtt gildi rannsóknarstarfsemin getur
haft. Rannsóknir í landbúnaði og iðnaði sanna árlega
gildi sitt. Ot frá hinu fjárhagslega sjónarmiði er því fé
tvímælalaust vel eytt, sem til slíkra rannsókna í þágu
atvinnuveganna fer. Það kemur aftur í gulldölum sem
eytt var í kopar. Nú verðum við að beina rannsóknum
okkar æ meir að iðnaðinum og hinni miklu framtíð
sem hans bíður.
En það eru ekki aðeins hinar hagnýtu rannsóknir
í þágu atvinnuveganna, sem verður að efla. Húmanist-
isk fræði ættu ekki að sitja svo mjög á hakanum sém
þau hafa gert til þessa. Enn er Háskólinn ekki orðinn
sú rannsóknarstofnun á því sviði, sem stjórnendur hans
og aðrir myndu óska. Stofnun íslenzkra fræða er enn
órisin, rannsóknardeild í hagfræðum og lögfræði væri
æskilegt að stofnuð yrði sem fyrst.
Það er kominn tími til að kveða niður þá bábilju
að þær rannsóknir, sem ekki gefa samstundis arð séu
fánýtt grúsk.
Síldin og kommúnistar.
Þjóðviljinn er stundum á hrakhólum með efni og
þá grípur hann til þess fangaráðs að semja furðusögur
úr viðskipta- og stjórnmálalífinu, sem eiga sér engan
stað utan ritstjórnarskrifstofanna á Skólavörðustígnum.
Herstöðvar Þjóðverja voru gott dæmi um slíka dálka-
fyllingu og í gær birtist önnur: að ríkisstjórnin hefði
lokað mörkuðunum fyrir síld austan tjalds af mann-
vonzku sinni.
Kannski trúa einhverjir Þórsgötumenn sögunni,
en þeir verða fáir aðrir. Sölumiðstöðin er nýbúin að
skýra frá því opinberlega að mjög hafi verið reynt
að selja síld austur af hálfu Islendinga. En það voru
Rússar, sem neituðu nýlega að eiga frekari viðræður
og báðu um frest. Og Tékkar og Austur-Þjóðverjar
eru komnir í skuld á vöruskiptareikningi sínum hér á
landi svo erfitt reynist um sölu þangað.
Ástæðan er auðvitað sú, að íslenzka þjóðin vill
heldur kaupa fyrsta flokks vöru frá Vestur-Evrópu
ef hún er fáanleg, en þriðja flokks frá kommúnista-
ríkjunum. Það skilja allir nema kommúnistar.
Svið í Night of the Iguana. Frá vinstri: Margaret Leighton (Hannah), Bette Davis (Ekkjan
Faulk) og Patrick O’Neal (Shannon) í hengirúminu.
Tennessee Williams
réttir hlut sinn.
anGifimjíBaiemóh
Bandaríska leikrita-
skáldið Tennessee Will-
iams sendi nýlega frá
sér nýtt leikrit, sem nú
er byrjað að sýna á
Broadway með leikur-
unum Bette Davis,
Margret Leighton og
Patrick O’Neil í aðal-
hlutverkunum.
gvalirnar á Costa Verde hó-
telinu eru auðar, en bað-
aðar í hita. Þær eru eins og
fleki á hinu græna hafi mexi-
kanska frumskógarins. Eitt
af öðru safnast saman fjögur
úr hópi útskúfaðra. Maxine
Faulk, er nýlega orðin ekkja,
eigandi hótelsins, skapmikil
nautnalífskona, sem sér sál
sína í líki síns fáklædda lík-
ama. T. Lawrence Shannon,
er ofdrykkjumaður, prédik-
ari, sviptur kjól og kalli, sem
smalar kvenferðalöngum út
af leiðum ferðamannabækl-
inga, en er sjálfur kvalinn af
botnlausri sektartilfinningu.
Hannah Jelkes, er piparmey
frá Nantucket, nærri 40 ára
gömul, sem málar andlits-
myndir til að eyða tímanum
í hættulega far”altri tilveru,
Nanno, auglýstur, sem elzta
lifandi og starfandi skáldið,
skemmtir með lióðaupplestri
og ber sig borginmannlega,
þegar hann glímir við hrörn-
andi minni sitt til að slá botn-
inn í nýtt kvæði.
það sem verður um þessar
persónur í Iguana er ekki
eins þýðingarmikið og það,
sem hefur gerzt í fortíð
þeirra. Þau verða að berjast
við sigraða drauma en ekki
framtíðarvonir. Leikritið er
brotakennt, en efnið heillegt.
Það er um efni, sem Tenn-
essee Williams hefur lengi
haft í huga, misboðið hjarta
— misboðið með kúgun,
sulti, grimmd, einangrun.
Tilfinningin fyrir einmana-
leikanum og þrá mannsins
eftir mannlegum samskiptum
er efst á baugi í þessu leik-
riti. Með þessu leikriti hefur
Williams rétt hlut sinn gagn-
vart leikhúsgestum, eftir hið
innantóma Sweet Bird of
Youth, endurreist þann
Tennessee Williams. sem
kann að ska-i. li^g í andn
máli, persónu og hugmynd-
um, sem eru jafn sjálfsagður
og jörð, loft, eldur og vatn.
Kannske er þetta viturleg-
asta leikrit, sem hann hefur
samið.
Jguana í heiti leiksins er
risaeðla, fjötruð undir
svölunum, klórandi eftir
frelsi — rétt eins og Shann-
on, hinn afsetti er reyrður
við hengirúm í taugaáfalli.
Shannon og Hannah drottna
í leiknum. Stríðandi í fjötr-
um líkama og sálar tekst
þeim að brjótast til nánari
skilnings, hvort á öðru. Hann
segir frá því hvernig hann
var útilokaður úr kirkju
sinni fyrir „hórdóm og trú-
villu — í sömu vikunni“.
Hefnd hans: Saurlifnaður
með unglingsstúlkum, meðal
þeirra einni, sem fer klór-
andi að dyrum hans, í van-
virðulegri angist. Hannah
segir honum frá viðkvæmum
augnablikssnertingum við
ástina. Hrærður við tilhugs-
unina um gagnkvæmar þrár
spyr Shannon, hvort þau geti
ekki reynt sig við lífið í sam-
einingu. Hannah leysir
Shannon sem hverfur í faðm
ekkjunnar Faulk. Boðskap-
urinn er sá, að mannlegt eðli
sé óumbrevtanlegt, að í ást-
ir-n' <=or-i ngru. sækjast sár
um líkir.