Vísir - 11.01.1962, Page 15

Vísir - 11.01.1962, Page 15
V I S I R 15 Fimmtudagur 11. jan. 1962 — Hvað er að frétta af — ungfrú King? spurði Steve hikandi. — Allt gott — núna. Hún hefur upplifað óskemmtilegt atvik, en nú gengur ekkert að henni, ég fullvissa yður um það, sagði Parnell. — For eldrar hennar eru á leiðinni heim núna og koma um mið- nætti. Hvort viljið þér heldur tala við ungfrú King áður en þau koma, eða á eftir? — Ég vil hitta hana undir- eins og hægt er, sagði Steve. — Er ekkert að henni — er það satt? Hún hafði þá ekki — Sannleikurinn er sá, að maður sem heitir Whitehead var í húsinu allan tímann, sagði Collard. — Hann faldi sig uppi á lofti. . . Bros Col- lards varð dálítið skömmustu legt. — Ég var þar uppi sjálf- ur, en hann hafði falið sig svo vel að ég fann hann ekki. Það var mér að kenna. Hann kom skömmu á eftir yður í glerkvöldi, brauzt inn meðan þér og ungfrú King sátuð í stofunni og var þama þangað til núna áðan. — Getið þér sagt mér hvers vegna hann gerði allt þetta? Og hvers vegna hann drap Jack Morgan? Parnell gat ekki enn áttað sig á þessu. Það hefur komið á daginn að hann var í Hotel Regal í gær, sagði Collard. — Hann var á sínum tíma alræmdur glæpamaður og fékkst aðal- lega við innbrot. Enginn lás stóðst hann. Við vitum núna að hann brauzt inn i gistihús- herbergið, og erum að reyna að gera okkur hugmynd um hvernig í öllu þessu liggur. Við vitum ekki enn með vissu hvaða hvatir hann hefur haft til glæpanna. En þér skuluð fá að vita það seinna. Ef þér viljið hitta ungfrú King áður en foreldrar hennar koma heim, er bezt að þér farið strax, hélt Collard áfram. — Ég skal láta aka yður til Chesterton Avenue nr. 23. — Ég vil komast sem fyrst sagði Steve. Honum fannst eins og hann væri að koma heim. Honum fannst hann þekkja götuna svo vel, þó dimmt væri orðið. Tveir bílar stóðu fyrir utan húsið. Og tíu-tólf menn voru þar á vakki. Tveir einkennis- búnir lögreglumenn héldu vörð við útidyrnar, og þeir báru höndina upp að húfunni 48 þegar Steve kom út úr lög- reglubílnum. — Allt í lagi, sir? —í Jú, þökk fyrir. Steve gekk upp að dyrun- um en hann þurfti ekki að hringja. Hurðin opnaðist áð- ur en hann kom upp á dyra- pallinn, og Steve hélt að þarna væri Sue komin. En þetta var kona, sem hann hafði aldrei séð áður, kringlu- leit kona. Og bak við hana stóð maður, sem hann rámaði í að hafa séð. Einmitt þegar hann var að fara héðan í dag. — Já, Susie mín, þetta er ameríkanski vinurinn þinn! kallaði frú Harrison. — Ég vissi að hann mundi ekki láta þig bíða lengi. Hún tók báðum höndunum um höndina á Steve og dró hann svo nærri sér að hann varð hræddur um að hún Wtl- aði að faðma sig. En í stað- inn hvíslaði hún: — Þetta hefur reynt hræðilega mikið á hana. Þér megið ekki verða hissa þó að þyrmi yfir hana þegar hún sér yður. En hún jafnar sig fljótlega. Maðurinn minn og ég erum hérna henni til skemmtunar þangað til for eldrar hennar koma. Það er maðurinn minn sem bjargaði henni, — vitið þér það? Ef hann hefði ekki verið eins at- hugull og hann er, hefði margt getað skeð, og ég get sagt yður, að lögreglan við- urkennir þetta. Er það ekki rétt, Bert? — Jú, rétt er rétt, sagði Harrison. — Þeir játuðu mis- tökin sín. Hann heilsaði Steve með handabandi og gaf hon- um svo olnbogaskot: — Hún er í eldhúsinu, lasm! Steve gekk hægt að eldhús dyrunum. Ljós var í eldhúsinu, en hann gat ekki séð Susan fyrst í stað. En loks sá hann í bak- ið á henni, þar sem hún stóð við uppþvottarborðið. Hún var með plastsvuntu. Hárið var úfið. Augun gljáandi og honum sýndist hún vera afar þreytuleg. En augun ljómuðu þegar hún sá hann, og hún lyfti upp höndunum, eins og hún væri að biðja hann um að faðma sig. — Sæl, Sue, sagði hann og kom hægt nær henni. — Sæll, sagði Sue í hálf- um hljóðum. — Og nú er allt komið í lag, góða. — Já, að svo miklu leyti sem það er hægt, sagði Susan. — Já, að svo miklu leyti sem það er hægt, endurtók hann. — Hve mikið veizt þú eiginlega, Sue? Nú var hann kominn nógu nærri henni til að geta faðm- að hana, og hann þráði að gera það, en gerði það þó ekki. Hann stóð kyrr og starði í augun á henni. Hún sagði: — Ég veit að- eins það, að þetta stafaði eitt hvað af styrkgreiðslu ofurst- ans til frú Whitehead. — Við fréttum það betur seinna, sagði Steve — Ekki svo að skilja að það skipti nokkru máli núna . . . Hann tók um hendur hennar. — Sue, skelfing er langt síðan ég sá þig seinast. — Já, það segirðu satt. — Hefur þér fundist það líkali u H h — Það hefur verið hræði- legt. — Nú er ég kominn til baka, Sue. — Já. — Sue, það er brjálæði, en ég . . . _ Og áður en hún vissi voru þau í faðmlögum, og Susan grét og Steve féll tár í aug- un er hann fann hve ákaft Susan þrýsti sér að honum. Hann vissi að Harrison stóð í dyrunum, en hirti ekki um það. Þetta hafði verið eins og eilífð. Nú vissi hann að þau voru að byrja nýja eilífð. Saman. Þau höfðu sagt sömu orð- in upp aftur og aftur, en þó voru þau alltaf eins og ný. Steve ætlaði að byrja þau enn einu sinni þegar þau heyrðu umgang fyrir utan. Frú Harrison, sem sat í litlu stofunni, fyrir opnum dyrum, stóð upp og kallaði: — Nú held ég að foreldrar þínir séu að koma, Susan! Ég skal opna fyrir þeim. — Sue. Þú hefur gleymt að segja mér hvernig foreldr- ar þínir eru. Það birti yfir andlitinu á henni. — Þau eru yndisleg, sagði hún, og þau verða stórhrifin af þér j Þú þarft engu að kvíða, þeim þyltir jafn vænt um þig, með tímanum, og þeim þykir um mig. Hver getur annað en elskað þig? gep áróðrl í Guinea, Vestur-Afríku, voru nýlega sett lög, sem miða að því að koma i veg fyrir alla ..áróðursstarfsemi erlendra sendiráða — og er það opinbert leyndarmál, að lögin voru sett vegna áróðurs starfsemi kommúnistaríkj- anna. I lögunum er ákvæði, sem leggur bann við allri dreif- ingu áróðurs, og ekki vekur minni athygli, að í lögunum er ákvæði, sem lcggur bann við að þiggja boð um heim- sókn er að ræða, eða vináttu- og kynningarheimsóknir o.s. frv. — nema fyrir hendi sé leyfi utanríkisráðuneytisins. Það er orðað svo í fréttum frá Conakrv, að þannig hafi verið lokaðar fyrir kommún- istaríkjunum í Austur-Evr- ópuríkjunum leiðimar að bæj ardyrum almennings í land- inu. Það er nefnilega ekkert launungarmál, að þessi á- kvæði og fleiri eru til komin, vegna áforma kommúnista. Flokkur Sekou Touré for- seta kom saman til fundar milli jóla og nýárs og voru þar samþykktar margar til- lögur um lagabreytingar til þess að treysta tök forsetans og flokksins á öllum sviðum þjóðlífsins. Flokkurinn er hinn eini í landinu og öllu ráðandi. Með tillögum flokks- fundarins er miðað að því að hefta starfsemi þeirra, sem hafa orðið fyrir mestum á- hrifum frá kommúnistum, kennurum, menntamönnum, stúdentum og jafnvel kaup- sýslumönnum, en kommún- istar hafa lagt sérstaka rækt við að efla áhrif sín meðal þessa fólks — í þeim tilgangi að koma á kommúnistaríki í landinu. Flokksfundurinn hvatti til líflátshegningar þeirra, sem sekir væru fundn- ir um samsæri gegn forsetan- um og landinu. Ekki er vitað með vissu hve margir verða skotnir, segir í frétt frá Con- akry, sennilega 15—20, flest- ir kennarar. k v i s r •Já, þetta er fjársjóðaeyja. Það var ég sem teiknaði kortið og það er ég sem er fjársjóðurinn. Getum við ekki kallað það eitthvað annað en rauða hunda. Einkaritarinn minn var nefnilega með rauða lmnda fyrir einni viku.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.