Tölvumál - 01.02.1986, Qupperneq 8

Tölvumál - 01.02.1986, Qupperneq 8
ÚR SKÝRSLU STJÓRNAR Á aðalfundi Skýrslutæknifélagsins 29. janúar s.l. flutti formaður félagsins, Sigurjðn Pétursson skýrslu stjðrnar. Þar kom fram að á árinu voru haldnir 6 almennir félagsfundir. 1 samvinnu við Reiknistofnun Háskólans og Nordunet var haldin námstefna um tölvunet og tvö námskeið um gagnasafnskerfi voru haldin. Farið var í vettvangskynningu I boði Iðnaðarbankans I Garðabæ. Þá veitti félagið 7 nemendum £ framhaldsskðlum og Háskðla íslands verðlaun fyrir frábæra frammistöðu I námi tengdu gagnavinnslu. Á vegum félagsins hafa starfað nefndir eins og áður og eru það Orðanefnd og Sta&alnefnd. Orðanefnd undir forustu Sigrúnar Helgadðttur vinnur að endurútgáfu Tölvuorðasafnsins. Hin árlega NordDATA ráðstefna var haldin síðastliðið sumar I Kaupmannahöfn. Skýrslutæknifélagið efndi til hðpferðar á ráðstefnuna. Þátttakendur 1 hðpferðinni voru 30 og nokkrir fðru á eigin vegum. Islendingar hafa aldrei verið jafn fjölmennir á NordDATA rástefnu sem þessari. Þrír íslendingar héldu fyrirlestra á NordDATA 85 og einn þeirra, fyrirlestur Páls Jenssonar hlaut 1. verðlaun. Skýrslutæknifélagið hefur átt aukaaðild I samtökunum Nordisk DATAunion sem meðal annars standa fyrir þessum ráðstefnum. Á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var £ tengslum við NordDATA 85 var samþykkt að Island fengi fulla aðild að samtökunum. Sem fyrr verður Lilja ólafsdðttir fulltrúi SI £ Nordisk DATAunion. Á s£ðastliðnu ári sðtti SI um aukaaðild að IFIP sem eru alþjððleg,samtök fagfðlks á tölvusviðinu. Umsðkn SI var staðfest s.l. haust og hefur önnu Kristjánsdóttur, lektor við Kennaraháskðla íslands verið falið að vera fulltrúi félagsins £ samtökunum. Rit félagsins TÖLVUMÁL kom út 9 sinnum á árinu. Ný og stærri ritnefnd hefur tekið til starfa og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Ný kápa, auglýsingar, skoðanamyndandi leiðarar o.fl. eru meðal annars tákn breytinga. Mikils er vænst af starfi hinnar nýju ritnefndar. 8

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.