Tölvumál - 01.02.1986, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.02.1986, Blaðsíða 18
FRÁ ORÐANEFND Ég hef stundum tekið upp mál sem bryddað hefur verið upp á í SKÝRR fréttum. í seinasta tölublaði ræddi ég um orðalag sem tengist því að heilsa tölvunni og kveðja hana, en Lilja Ólafsdóttir gerði það að umtalsefni í 25. tbl. SKÝRR frétta. í sama tölublaði ræddi óttar Kjartansson þýðingar á orðunum printer og cursor. Vil ég nú gera grein fyrir afstöðu Orðanefndarinnar til þýðinga á þessum tveimur orðum. Á síðastliðnu ári urðu nokkrar umræður um orðið prentari sem heiti á tæki sem notað er til þess að skrá á pappír útkomur úr tölvu. Tæki þetta heitir á ensku printer og liggur því beint við að þýða það með íslenska orðinu prentari. Þessi þýðing hefur verið á kreiki eins lengi og ég man, en ég vann hjá Reiknistofnun Háskólans þegar fyrsti "prentarinn" kom þangað sumarið 1969. Nú eru þessi tæki með ýmsu móti og margs konar tækni notuð, en ég held samt sem áður að við komumst ekki hjá því að nota orðið prentari um þau eins og gert hefur verið. Ég hefi aldrei orðið vör við að þessum tækjum væri ruglað saman við menn sem stunda prentverk og eru einnig kallaðir prent- arar. Ýmsar þýðingar hafa heyrst á orðinu cursor. í Tölvu- orðasafninu voru gefnar þýðingarnar tritill og dep- ill. Depill er e.t.v. ekki mjög heppilegt orð þar sem það merkir punktur eða blettur og þeir geta verið margir á skjánum. Orðið cursor þýðir eiginlega 'hlaupari' eða 'sendiboði'. Til er ágætt íslenskt orð, rennari, sem þýðir líka 'sendiboði' og mætti e.t.v. nota fyrir cursorf en hrædd er ég um að það eigi erfitt uppdráttar. Fyrir nokkrum árum komst á kreik orðið bendill sem þýðing á cursor og mun það vera tilraun til þess að mynda gerandnafn af sögninni að benda. Þetta var ákaflega óheppilegt en samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er bendill í fyrsta lagi 'flækja; hárgöndull' og í öðru lagi 'mjó ræma, band; borði, skáband'. Annað gerandnafn af sögninni að benda myndi vera bendir. En þá kemur annað til sögunnar. í tölvutækni er einnig til fyrirbæri sem á ensku h^itir pointer og er gagnastak sem segir til um staðsetningu annars gagnastaks. Eðlilegast væri að pointer héti bendir á íslensku og var það lagt til í 18

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.