Tölvumál - 01.02.1986, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.02.1986, Blaðsíða 9
Að lokum sagði Sigurjðn: Framtíð félagsins hefur verið til umræðu hjá stjðrn þess undanfarið. Hver er framtíðarstefna þess? Hvernig félag viljum við vera x framtíðinni? Á félagið að reyna að hafa áhrif í þjóðfélaginu? Á félagið að vera fagfélag en ekki hagsmunafélag? Er það t.d. hlutverk fagfélagsins að gera ályktanir gegn söluskatti og aðflutningsgjöldum og koma þeim I fjölmiðla og til ráðherra eins og félagið gerði síðastliðið haust o.s.frv. Félagið hefur nú í nokkur ár starfað með sama sniði og það er öllum félögum hollt að meta styrkleika sinn og veikleika. Spyrja, hvar erum við og hvert viljum við fara. Sem hluta af þessari umræðu er £ ráði að halda utvíkkaðan stjðrnarfund nú á næstunni til að fá skoðanir fleiri félagsmanna. -kþ. NÁMSKEIÐ UM TÖLVUNET OG TÖLVUFJARSKIPTI 1 síðasta tölublaði TÖLVUMÁLA auglýstum við námskeið, sem SI hefur ákveðið að halda um tölvunet og tölvufjarskipti. Sigfús Björnsson, forstöðumaður Upplýsinga- og merkjafræðistofu Verkfræðistofnunar Háskölans, skipuleggur og kennir. Námskeiðið hefst 7. apríl n.k. Mikill áhugi er fyrir námskeiðinu, margir búnir að láta skrá sig og ekki nema örfá sæti laus í 2. hluta. Eins og fram kemur í auglýsingunni sem birt er aftur I þessu hefti TÖLVUMÁLA er námskeiðið I þremur hlutum. Unnt er að skrá sig aðeins £ 1. hlutann, 1. og 2. hluta eða 1. og 3. hluta, sem og £ alla hlutana. Stuðst verður við innlendan og erlendan texta, Itarleg handbókargögn og efni á myndsegulböndum. Þetta efni (að undanskildum myndböndunum), ásamt hádegisverði (I 2. og 3. hluta) og kaffiveitingum, er innifalið £ námskeiðsgjaldinu. Fjöldi þátttakenda I 2. og 3. hluta verður takmarkaður við 18 manns. Þátttakendur eru beðnir um að láta skrá sig hjá skrifstofu Skýrslutæknifélagsins, I sima 82500. 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.