Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 7
FRÁ SÍÐASTA FÉLAGSFUNDI SI Síðasti félagsfundur SI, haldinn 21. mars s.l. fjallaði um "Áhrif skjávinnu á heilsufar". Athyglisverð erindi fluttu Vilhjálmur Rafnsson, læknir og Þðrunn Sveinsdðttir, skjukraþjálfari. Þðrunn talaði um mikilvægi þess að útbúa og skipu- leggja rétta vinnuaðstöðu þeirra, sem vinna við tölvuskjái og gaf greinargðða lýsingu á hvernig best væri að standa að þeim málum. Vilhjálmur ræddi m.a. um áhrif tölvuskjáa á heilsufar almennt og hvort konum, sem vinna við tölvuskjái sé hættara við fðsturláti, en öðrum. En af rannsðknum, sem gerðar hafa verið I Svíþjðð og Finnlandi, hafi ekki komið fram rök fyrir því að vinna við tölvuskjái valdi fðsturskaða. En Vinnueftirlitið mun áfram fylgjast með rannsðknum á þessu sviði. Erfitt er I stuttu máli að gera erindunum svo gðð skil að til gagns megi koma. Félagsmenn fá því hér með þessu hefti TÖLVUMÁLA ágætan bækling til leið- beiningar um vinnutækni og vinnuaðstöðu er nefnist "Vinna við tölvuskjái", sem Vinnueftirlit ríkisins hefur gefið Gt. En eins og segir I inngangi bæklingsins, þá er nauðsynlegt að starfsmenn og stjðrnendur geri sér grein fyrir hvernig starfi og starfsumhverfi sé best hagað. Stjðrnendur eigi að sjá til þéss að slík fæðsla sé veitt. Markmiðið sé að starfsmanni líði vel við vinnuna, og að hann skili góðum afköstum. Leita mS til Vinnueftirlits ríkisins um frekari ráð og leiðbeiningar og framkvæmd mælinga á lýsingu og ljðma. -kþ. - 7 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.