Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 13
GREIN FYRIR SVERRI HERMANNSSON
Þessi stutta grein er rituð í þeirri von að mennta-
málaráðherra, Sverrir Hermannsson, lesi hana. í
henni felst áskorun til hans um að menntamála-
ráðuneytið beiti sér fyrir því að tölvutæknin verði
íslenskuó fyrir skðlakerfi landsins. Ráðuneytið sjái
til þess að við tölvukennslu I grunnskólum og
framhaldsskðlum verði notuð Islensk stjórnkerfi á
tölvunum. Einnig Islensk forritunarmál. Ef innflytj-
endur hugbunaðar láta ekki þýða kerfi sln á íslensku
fái ráðuneytið sérfræðinga til að utbúa innlend kerfi
og geri kröfur um að einungis verði keyptar tölvur,
sem geta notað þau.
RÁÐHERRA TSKNI- OG MENNTAMÁLA.
Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur gððar
forsendur til að átta sig á mikilvægi þessa máls.
Hann var iðnaðarráðherra I rúmlega tvö ár, áður en
hann tók við núverandi embætti. Mál á mörkum tækni
og menningar eru honum þvl væntanlega hugleikin. Þá
er áhugi Sverris á íslensku máli vel þekktur.
Afstaða hans til ritmálsins fór ekki leynt I umræðum
á Alþingi um stafsetningu Islenskunnar. Enda var
eitt fyrsta verk hans sem menntamálaráðherra að efna
til ráðstefnu um varðveislu tungunnar.
Eftirfarandi grein er rituð I þeirri von að
andstæðingar ráðherrans, sem sumir hverjir halda þvl
fram að honum láti betur að ræða um áform sln en
hrinda þeim I framkvæmd, tali ekki af reynslu.
TÖLVUNÁM Á ERLENDRI TUNGU
Nám I tölvunotkun hefur breiðst mjög út I
skólakerfinu á undanförnum árum. Sífellt yngri
nemendur læra aó nota tölvur. Þó að skoðanir manna
séu skiptar um hversu ung börn muni hefja nám á
tölvur er ljðst að tölvukennsla verður grunnskðlafag
innan tlðar. Nemendur, sem ekki hafa náð tökum á
undirstöðuatrióum I erlendum málum, munu þá sitja við
tölvuskjái, lesa at þeim skilaboó og rita skipanir
til tölvanna á lykilborð þeirra.
13