Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 4
UPPLÝSINGASÖFNUN VEGNA SKATTHEIMTU Flestir landsmenn hafa nú eytt gððri kvöldstund til að koma á pappír þeim upplýsingum, sem krafist er árlega, svo hægt sé að innheimta opinber gjöld. Undirritaður telur að upplýsingaþörfin hafi heldur aukist með árunum. Að minnsta kosti þekkir hann sjálfan sig betur eftir að hafa fyllt samviskusamlega út þær skýrslur, eyðublöð, fylgiblöð og framtalsblöð, sem lög gera ráð fyrir. Skattstofan notar þessar upplýsingar í tvennum til- gangi. Annars vegar eru þær notaðar til að reikna ut allar þær álögur, gjöld, afslætti, frádrætti, undan- þágur, styrki og bætur, sem skattar samanstanda af. Hins vegar eru upplýsingar notaðar til að sannfæra skattayfirvöld um að rétt sé fram talið. Nú kann einhver að spyrja af hverju undirritaður er að reifa þessa hluti 1 TÖLVUMÁLUM. Svarið er einfalt. í inngagninum hefur orðið "upplýsingar" komið fyrir fjorum sinnum. Við stöndum nú S þröskuldi upplýsinga- aldar. Stðrkostlegar framfarir hafa orðið I búnaði til að vinna upplýsingar. Betri tækni og öflugri vélar gera löggjafanum mögulegt að nýta enn ýtarlegri upplýsingar við að reikna Slögur S þegnana. Afleið- ingin er sú að slfellt safnast fleiri gögn um okkur í gagnasöfn hins opinbera. Margir hafa varað við of mikilli upplýsingasöfnun hins opinbera og ðttast að þær auki vald þess. Má þar frægastan telja Georg Orwell, en 1 sögu hans, 1984, er þekking Stðra Bróður S þegnunum hornsteinn að algjöru einræði hans. öflugri tölvutækni gerir æ auðveldara að ránnsaka persðnulega hagi. Þess raá og geta að ýmsar opinberar stofnanir renna hýru auga til upplýsinganna, sem skattstofurnar hafa safnað. LSna- stofnanirnar eru gðð dæmi. Það eru forsendur fyrir álagningu tekju- og eignar- skatta að heimta alls konar upplýsingar um hagi fðlks, hverjar eru tekjur þess og hvers eðlis, hverjar eru eignir þess, hverjum skuldar það og S hvaða kjörum, hver S barn með hverjum o.s.frv.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.