Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 15
Tölvuinnflytjendur munu leysa þessi mál. Mörgum öórum hindrunum, sem hata sett skorður við notkun íslensku á tölvum, hefur þegar verið rutt úr vegi þö stundum hati gætt tregðu. Innlend eða "þýdd" kerfi, sem kæmu fram vegna þessara skilyrða mundu auk þess hafa ýmsa kosti aðra en að henta til kennslu í grunnskóla. Þau gætu til dæmis opnað mikla möguleika fyrir fólk, sem hefur áhuga á að tileinka sér tölvutæknina, en skortir ensku- kunnáttu. TÆKNIÞEKKING ER TIL Engin hætta er á öðru en að þau vandamál, sem fylgja gerð íslensks stjðrnkerfis fyrir tölvur verði leyst. Islenskt fyrirtæki hefur til dæmis nú þegar hannað þýðara fyrir svonefnt ADA forritunarmál. Hann er reyndar á ensku enda ætlaður fyrir erlendan markað. Fyrirtækið hefur hins vegar sýnt fram á að það ræður yfir þekkingu til að búa til kerfi sem þessi. Því væri tæplega skotaskuld úr þvl að útbúa þýðara fyrir annað forritunarmál á Islensku. Fleiri fyrirtæki hér á landi búa yfir hliðstærri þekkingu. EFTIRMÁLI Þegar tækni og menningarmál fara saman með þeim hætti sem hér hefur verið lýst, má vænta þess að ráðherra, sem hefur bæði fjallað um iðnaðarmál og menntamál, hafi á þessu vandamáli betri skilning en flestir aðrir stjórnmálamenn. Þegar hann er að auki kunnur áhugamaður um varðveislu og viögang íslenskrar tungu er engin goðgá að vona að hann sýni málinu áhuga og jafnvel skilning. I þeirri von er þessi grein rituð. Hvort hún hefur einhver áhrif mun tíminn leiða I ljðs. Ráðherrar koma og fara en sú stefna Skýrslutæknifélagsins að vinna að því að laga upplýsingatæknina að íslenskri tungu og menningu mun reynast varanleg. TÖLVUMÁL vinna að framgangi þeirrar stefnu eftir megni. Þessi grein er einn liður I þeirri viðleitni. Stefán Ingðlfsson. 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.