Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 17
Reyndar fullyrði ég að hann sé opnari fyrir hinum íslenska. Allt fram undir þennan dag hefur fátt verið um tölvuforrit, þar sem boð og önnur samskipti við stjornanda vélarinnar væru a íslensku. Á dögum runuvinnslunnar var þetta eðlilegt, enda tiltölulega fábreytileg tjáskipti iðkuð. Fjölgun smárra tölva og gagnvirk vinnsla, sem þeim fylgir, breytir hinsvegar þessu ástandi. Forrit af Islenskum uppruna eru að sjálfsögðu jafnan með íslenskum skjámyndum og leið- beiningum (oft eru leiðbeiningar reyndar af skornum skammti,en það er önnur saga). Erlendir forrita- pakkar og stýrikerfi voru löngum látin óþýdd, þótt vinsæl hafi orðið. Ef til vill er Skrif, ritvinnsluforrit Reiknistofn- unar Háskólans eitt fyrsta forritið af erlendum uppruna, sem fær íslenska umgerð og leiðbeininga- bækling. Sxðar komu svo forrit fyrir einkatölvur, svo sem Ritvinnsla II frá Atlantis og Hugriti/Hugsýn frá Hugbönaði. Fleiri stök dærai mætti tína til. Mér finnst hins vegar að nu megi til tlðinda telja það stórátak sem IBM er að gera I þýðingu forrita, bæði fyrir einkatölvur og System/36. Það frumkvæði leiðir svo aftur af sér handbækur og kennslubækur á móðurmálinu, sem framtakssamir einstaklingar eru þegar farnir að senda frá sér. Málfar sérfræðinga mðtast jafnan af því umhverfi, sem þeir sækja þekkingu sína I. Verður það að teljast eðlilegt, þótt almenningi þyki afkáralegt á að hlýða (Dæmi: ljóð Jðns Ingvars Jðnssonar í feb. hefti Tölvumála). Frá upphafi hefur gætt rlkrar viðleitni til að finna íslensk orð yfir hugtök gagnavinnslu- málsins, og er rétt að leggja áherslu á frumkvæði Skýrslutæknifélagsins I því efni. Margir bregða reyndar helst fyrir sig tölvuíslensku I formlegu máli, riti og ræðu. En eins og áður er sagt eru nú að verða tlmamðt. Tölvur eru ekki lengur tæki sérfræðinga, heldur almenningseign. Eins og áður hefur gerst við tæknibyItingar í þessu landi sættir fólk sig ekki við annað en frambærilegan íslenskan orðaforða um tölvumálið. Hið nýja orðasafn Skýrslu- tæknifélagsins, sem væntanlegt er síðar á þessu ári og su vinna, sem £ það hefur verið lögð, er enn einn 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.