Tölvumál - 01.04.1986, Qupperneq 7
FRÁ SÍÐASTA FÉLAGSFUNDISI
Sxðasti félagsfundur SI, haldinn 21. mars s.l.
fjallaði um "Áhrif skjávinnu á heilsufar".
Athyglisverð erindi fluttu Vilhjálmur Rafnsson,
læknir og Þórunn Sveinsdóttir, skjúkraþjálfari.
Þðrunn talaði um mikilvægi þess að Gtbúa og skipu-
leggja rétta vinnuaðstöðu þeirra, sem vinna við
tölvuskjái og gaf greinargðða lýsingu á hvernig best
væri að standa að þeim málum. Vilhjálmur ræddi m.a.
um áhrif tölvuskjáa á heilsufar almennt og hvort
konum, sem vinna við tölvuskjái sé hættara við
fðsturláti, en öðrum. En af rannsóknum, sem gerðar
hafa verið í Svíþjóð og Finnlandi, hafi ekki komið
fram rök fyrir því að vinna við tölvuskjái valdi
fðsturskaða. En Vinnueftirlitið mun áfram fylgjast
með rannsðknum á þessu sviði.
Erfitt er I stuttu máli að gera erindunum svo gðð
skil að til gagns megi koma. Félagsmenn fá því hér
með þessu hefti TÖLVUMÁLA ágætan bækling til leið-
beiningar um vinnutækni og vinnuaðstöðu er nefnist
"Vinna við tölvuskjái", sem Vinnueftirlit ríkisins
hefur gefið út. En eins og segir í inngangi
bæklingsins, þá er nauðsynlegt að starfsmenn og
stjðrnendur geri sér grein fyrir hvernig starfi og
starfsumhverfi sé best hagað. Stjðrnendur eigi að
sjá til þess að slík fæðsla sé veitt. Markmiðið sé
að starfsmanni llði vel við vinnuna, og að hann skili
góðum afköstum.
Leita má til Vinnueftirlits ríkisins um frekari ráð
og leiðbeiningar og framkvæmd mælinga á lýsingu og
ljðma. -kþ.
7