Tölvumál - 01.04.1986, Side 8

Tölvumál - 01.04.1986, Side 8
FERÐ A COMDEX SPRING Félag íslenskra iðnrekenda hefur ákveðið að skipu- leggja ferð á "COMDEX SPRING", tölvusýningu og ráð- stefnu, sem haldin verður í Atlanta I Bandaríkjunum dagana 28. apríl til 1. maí n.k. I ferðinni er einnig stefnt að því að skoða tvö fyrirtæki, eitt hugbunaðarfyrirtæki og eitt fyrirtæki, sem notar tölvur á framsækinn máta. Ferðin hefst laugardaginn 26. apríl síðdegis og flogið verður heim að kvöldi mánudagsins 5. maí. Frekari upplýsingar um ferðina veitir Sigurður Harðarson á skrifstofu Félags íslenskra iðnrekenda, Hallveigarstlg 1, sími 27577. DECUS SYMPOSIUM Samtök notenda Digital tölva á Islandi, DECUS Island halda ráðstefnu laugardaginn 10. maí næstkomandi. Ráðstefnan, sem einkum mun fjalla um upplýsingaskipti á milli tölva og tölvunet, verður haldin I hinum nýreistu ráðstefnusölum Hðtel Sögu. Auk erinda, sem verða flutt, verður sýning á tölvubunaði frá Digital Equipment, sem nýlega hefur verið settur á markaðinn. Þá verður einnig kynntur hugbúnaður. Meðal annars má nefna tölvunetið DECnet og "grafisk" tölvukerfi. Ráðstefnan fer fram I hefðbundnu DECUS Symposium formi. Hun verður hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Aðalefni ráðstefnunnar verður upplýsinga- skipti á milli tölva. Ahersla er einkum lögð á tölvunet. Fjallað verður um töluvnetið X.25 og 8

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.