Tölvumál - 01.04.1986, Blaðsíða 14
Undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á að
þýða erlend tækniorð tölvumanna á íslensku. Mikið
hefur áunnist í þeim efnum. Ef til vill eru nu
tímamót I þeim efnum eins og Jöhann Gunnarsson vekur
athygli á I þessu blaði. Þess má glögglega sjá merki
á málfari blaða og tlmaritsgreina um tölvumál að
Islenskan vinnur sífellt á.
Engu að slður vita þeir, sem starfa við tölvur, að
tæknimenn tala margir sln á milli hrognamál, sem er
oft torskilið venjulegu folki. Ástæðan er vafalaust
sú að samskipti þeirra og tölvanna fara ekki fram á
okkar mððurmáli. Fyrirskipanir til tölvanna eru
oftast á ensku. Sama máli gegnir um skilaboð frá
tölvunni til þess er notar hana. Einnig fer öll
forritun fram á erlendu tungumáli. Tölvan skilur
setninguna "GO TO X" en setningin "FAR TIL X" finnst
ekki I hugskoti hennar.
Þegar haft er I huga hvaða áhrif það hefur á málfar
fullorðinna manna að "ræða við" tölvur á erlendu
máli, er ekki erfitt að Imynda sér hvað gerast muni
þegar börn innan við fermingu eiga I hlut. Ef
nemendur þurfa að eiga samskipti á erlendu máli við
tölvur, sem þeir eru að læra að nota I grunnskóla,
mun það vissulega hafa áhrif á orðaforða þeirra og
málnotkun.
Til þess að fella tölvutækninga að Islensku máli og
gera hana eðlilegan þátt úr menningu okkar er
nauðsynlegt að börn, sem eru að kynnast tölvum I
fyrsta sinn geti skipt við þær á mððurmáli okkar.
Þau eiga að geta ritað fyrirskipanir til tölvunnar á
íslensku og einnig lesið skilaboð hennar af skjá eða
blaði.
ÍSLENSK STJÖRNKERFI - EKKI ANNAÐ
Lausn þessa máls er einföld. Þegar keyptar eru
tölvur til skólakerfisins á menntamálaráðuneytið að
gera þær kröfur að allar skipanir I stjórnkerfum
tölvanna séu á íslensku og að forrita megi þær með
Islenskum útgáfum af viðurkenndum forritunarmálum.
Tölvur sem ekki uppfylli þessar kröfur komi ekki til
greina að kaupa.
14